Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 26
eitt er fyrir atburði eins og veislur og slíkt. Mér finnst mjög óþægilegt að skoða bókina að kvöldi ef það hefur ekki verið strikað yfir allt.“ „Auður undrabarn, ha ha ha“ „Ég var í Grandaskóla, svo í Hagaskóla en fór ekki í hverfisskólann MR heldur MH. Ég á auðvelt með nám og hef yfirleitt lokið verk- efnum snemma og þegar ég var í 9. bekk var ég að spá í að sleppa 10. bekk. Ég ákvað hins vegar að gera það ekki heldur taka sjö áfanga í fjarnámi í 10. bekk og lauk 21 einingu, sem samsvarar rúmri önn í menntaskóla. Ég sá að það myndi nýtast mér best í áfangakerfi og þar sem Menntaskólinn við Hamrahlíð er án efa besti áfangaskólinn á Íslandi ákvað ég að fara þangað. Það skemmdi heldur ekki fyrir að mamma og pabbi höfðu bæði verið þar, systir mömmu og bróðir pabba og margir úr fjölskyldunni, allir töluðu vel um skólann. Þegar ég var í 10. bekk var ég í píanónámi og borðtennis. Þá ákvað ég að fara í forprófið fyrir spurningakeppni grunnskólanna. Ég fékk alltaf svo góðar einkunnir að það hvatti mig til að taka prófið og var svo valin ásamt tveimur strákum úr 9. bekk. Þá uppgötvaði ég hvað spurningakeppni er mikil snilld. Maður leggur sig fram, lærir hluti, leggur þá á minnið, fær skemmtilega liðsfélaga, keppir með þeim og eftir því sem maður leggur sig meira fram gengur manni betur. Þá var ég komin með keppnisandann í mig og mikinn áhuga á spurningakeppnum. Svo fór ég á kynningardag hjá MH og spyr einn strák sem ég sá: „Hvað þarf maður að gera til að komast í Gettu betur?“ Hann sagði, það væri forpróf snemma á haustin. Svo ákvað ég að fara á Morfís í Háskólabíó þar sem MH og MR kepptu. Þar sá ég strák sem ég vissi að yrði í Gettu betur liðinu. Gekk til hans og sagði „Hæ, mig langar að komast í liðið, er eitthvað sérstakt sem ég þarf að læra?“ Hann sagði mér að læra landafræði, og þegar ég kom í forprófið hafði ég lært um borgir um víða veröld og landafræðin bjargaði mér inn í liðið. Þá var ég komin í Gettu betur og hafði óskaplega gaman af. Þá las ég bækur um bókmenntir, listir, íslenska sögu og dægur- mál.“ Auður segir að það hafi verið algjör draum- ur að fá að vera með í Gettu betur. „Þegar í keppnina var komið fékk ég mikla athygli fyrir það eitt að vera stelpa, sem ég veit ekki hversu jákvætt er. Það gekk vel í keppninni og við töpuðum naumlega fyrir MR-ingum í lokaþættinum. Þegar ég var á fyrsta ári hringdi blaðamaður af Frétta- blaðinu í mig og tók símaviðtal og þegar það birtist fékk ég áfall. Hann spurði hvort ég væri stressuð í keppni og ég svaraði hreint út: Nei. En í blaðinu stóð „Já, kannski til að byrja með en það rjátlast af nú af manni“. Fyrir- sögnin var „Undrabarnið í Gettu betur“. Það kom hvergi fram í greininni að ég væri betri en einhver annar og vinir mínir gera enn grín að mér: „Auður undrabarn, ha ha ha“ Vafasamur heiður... „Á öðru ári gekk svolítið verr í Gettu betur, þá duttum við út í átta liða úrslitum en í fyrra, síðasta árið, var ég orðin fyrirliði. Það var mjög gaman að æfa fyrir þættina. Við vorum kát og glöð í keppninni og þá fór ég að pæla í því að þú getur gert margt meðan þú ert í sjónvarpinu. Á öðru ári í MH fékk ég verðlaun fyrir að vera eina stelpan í keppn- inni, sem mér fannst satt að segja vafasamur heiður. Þessi keppni er gott tækifæri til að vera fyrirmynd, að mæta í sjónvarpið, vera stelpa sem hefur eitthvað að segja og stendur sig vel. Að vera fyrirmynd hefur verið mark- miðið hjá mér í borðtennis og það er mikil- vægt fyrir stelpur að sjá aðrar stelpur í keppn- inni svo þær geti sjálfar ímyndað sér að vera með. Í stjórn Nemendafélagsins MH voru í fyrravor sex stelpur í sjö manna stjórn, en þannig var því ekki farið i öðrum skólum. Ég sá fyrir mér að stelpur sem sjá MH stelpum ganga vel, velji frekar þann skóla.“ Ertu femínisti? „Já, ég hef samt velt því fyrir mér hvort það orð er sniðugt. Margir sem eru hrifnir af kynjajafnrétti vilja ekki kalla sig femín- ista, heldur jafnréttissinna því orðið femínsti hefur af ýmsum ástæðum fengið á sig nei- kvæðan hljóm. Mér finnst bara sjálfsagt að fólk geri sér grein fyrir því að það er sjálfsagt að kalla sig femínista því að þar sem konur standa vel að vígi eru lífsgæði almennt betri. Afhverju ekki að vinna að jafnrétti og stuðla að almennum lífsgæðum. Ég er alveg á því að það eigi að styrkja stelpur á mörgum sviðum því það skortir á jafnrétti mjög víða.“ Pínu skitsó Auður Tinna var á nítjánda ári þegar hún lauk stúdentsprófi á þremur árum í stað fjögurra og þar að auki af þremur brautum. „Ég var pínu skitsó. Ég tók náttúrfræði- braut og fannst hún ekkert mjög skemmtileg, svo ég bætti tungumálabraut við, en sá að ég myndi ekki leggja fyrir mig tungumál og skráði mig þá á félagsfræðibraut. Ég tók 171 einingu í staðinn fyrir 140. Ég skipulagði þetta bara vel og lauk stúdentsprófi í fyrra á öllum þessum sviðum.“ Svo fór hún á Háskóladaginn og var aðal- lega að velta fyrir sér stjórnmálafræði og kynjafræði en líka lögfræði, sem varð svo fyrir valinu. „Mér fannst lögfræðin mest heillandi, því ég sá að ég gæti líklega haft mest góð áhrif ef ég lærði lögfræði. Ég hef mjög mikinn áhuga á menntakerfinu. Sjálf var ég alltaf á undan með verkefnin og þurfti að fá aukaverkefni til að hafa eitthvað að gera meðan góðar vinkonur mínar þurftu sérkennslu í íslensku og stærðfræði. Ég sá margt sem er ábóta- vant á báðum endum. Mér finnst til dæmis mjög ábótavant að ekki sé kennt hvernig þú átt að gera skattskýrslu, hvernig lán þú átt að taka og hvernig lán þú átt ekki að taka – bara svona fjármálafræðslu fyrir daglegt líf. Stærðfræðikennslan snýst um algebru – það er eins og verið sé að búa alla undir að fara í verkfræðinám. Ég las um daginn að um 10 prósent Íslendinga séu í vanskilum og það eru alltof margir sem kunna ekki að vinna úr fjármálum í daglegu lífi. Í lögfræðinni er ég að læra allar leikreglurnar og mögulega hvernig hægt er að breyta þeim til hins betra. Mér finnst þetta mjög spennandi og mikil- vægt að fólk viti rétt sinn. Ég er með mjög sterka réttlætiskennd og hún kemur úr upp- eldinu.“ Ertu búin að ákveða hvernig lögfræðingur þú vilt verða? „Nei, ég er ekki komin svo langt, en mig langar að verða lögfræðingur sem leggur eitt- hvað til samfélagsins og hafa áhrif í mennta- málum eða alþjóðamálum Íslands. Ég hef svo mikið að gera núna að ég get ekki hugsað þetta alveg til enda. Auk þess að þjálfa borð- tennis er ég að þjálfa lið MH fyrir Gettu betur sem fer að byrja í sjónvarpinu. Svo er ég líka komin í stúdentapólitíkina og er í mennta- málanefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands.“ Gaman af að vita allt Þegar Auður lítur um öxl til áranna í grunn- skóla segir hún að áttundi bekkur sé mesti þrýstihópur sem er til. „Þegar ég var í áttunda bekk var ég mjög upptekin af að klæðast eins fötum og hinir, hafa mig ekki of mikið í frammi í tímum þótt ég vissi svörin, til að allir fengju ekki þá ímynd af mér sem ég hafði haft í grunnskóla að ég væri nörd.“ En ertu nörd? „Já, ég hef svo vandræðalega gaman af að vita allt. Vissulega er ég nörd og er stolt af því. Ég var með það markmið að nýir bekkjarfélagar fengju ekki þá ímynd af mér að ég lægi alltaf í bókum. Það gekk ekkert rosalega vel því einu sinni þegar ég var að fara af skólaballi, eltu strákar mig og sungu lag: „Auður Tinna fer heima að læra, heim að læra, heim að læra.“ Ég sneri mér bara við og sagði: „Nei, ég er að koma af balli og er að fara að sofa!“ Fólki er strítt fyrir alls konar hluti og maður verður bara að takast á við það. Eina sem fór fyrir brjóstið á mér var að einn skólafélagi minn lagði mig í einelti og sagði mér að ég væri ljót og bólótt. Það tók mig svolítinn tíma að sjá að þetta var ekkert svona. Langflestir sem ég þekki hafa áttað sig á að þeir voru lagðir í einelti í grunnskóla. Ég hætti bara að hugsa um þennan strák, lagði harðar að mér við námið, píanóleikinn Auður Tinna þjálfar stelpur í borðtennis hjá KR. Hér er hún með þremur stelpum úr yngri flokknum. Fjórtán Íslandsmeistar- titlar í borðtennis Þegar Auður Tinna var tíu ára fór hún að æfa borð- tennis og æfði og keppti af kappi þar til hún varð sextán ára. Á þessum árum náði hún sér í fjórtán Íslandsmeistaratitla!? „Já en þú verður að taka til greina að það er hægt að ná sér í þrjá til fjóra Íslandsmeistaratitla á einu ári í sínum aldursflokki: einliðaleik, tvíliðaleik, tvenndarleik og liðakeppni. Svo keppti ég að gamni í fyrra með vini mínum og við náðum Íslands- meistaratitlinum í tvenndarleik í okkar aldursflokki. Þegar ég var í tíunda bekk byrjaði ég að þjálfa stelpur í borðtennis hjá KR, en hætti svo þegar ég var komin í MH og fór að keppa í Gettu betur. Ég var líka farin að fá smá leiða á að keppa alltaf við sömu stelpurnar í borðtennis, vinkonur mínar, en það eru of fáar stelpur sem stunda borðtennis hér á landi. Ég fékk þó ekki lengi hvíld frá þeim heimi, því einu og hálfu ári síðar hringdi Einar, yfirþjálfari hjá KR í mig og spurði hvort ég vildi ekki takast á við það verkefni að byggja upp stelpustarfið hjá KR. Og afþví ég á svo erfitt með að segja nei, sagði ég bara OK. Þannig að núna hef ég verið í tvö ár yfirþjálfari stúlknaflokka í borðtennis hjá KR. Ég er með tvo hópa og er eini þjálfarinn á landinu sem er að þjálfa sérstaka stelpuhópa, aðrir eru með stelpur í blönd- uðum hópum. Þetta er eitthvað sem mér finnst mjög mikilvægt að gera því ég held að allir hafi svo gott af að stunda íþróttir og vera í því félagslífi sem þú færð í tengslum við það. Mig langar að gera góða hluti fyrir þessar stelpur og það er gott fyrir íþróttina að fá fleiri stelpur inn í borðtennis.“ „Ég þekkti Óttar Proppé og Börk Gunnarsson sem eru í Reykjavík- urliðinu með mér nákvæmlega ekkert. Ég var í útskriftarferð á Spáni þegar Sif Gunnarsdóttir hjá borginni hringdi og bað mig að taka þátt því henni hafði þótt ég skemmtileg í Gettu betur. Reykjavíkurborg hefur aldrei tekið neinn úr Gettu betur í Út- svar, þeir hafa tekið fólk sem er áberandi og síður tekið unglings- nörda svo ég sagði bara já. Hún sagði mér að Óttar Proppé væri í liðinu sem mér fannst töff því ég hafði farið á tónleika með honum og svo kom Börkur Gunnarsson inn í þetta. Þeir eru ári eldri og ári yngri en pabbi minn, svo þeir eru af allt annarri kynslóð en ég. Við höfum verið dugleg að hitt- ast, æfa okkur að leika, horfa á gamla þætti og þá er auðveldara að taka ákvarðanir af því að við vitum hver er góður í hverju. Við horfum á fréttir og æfum leikinn. Útsvar er miklu meiri skemmti- og fjölskylduþáttur en Gettu betur, svo ég gæti þess að vera kurteis og góð fyrirmynd í sjónvarpinu og svara því sem Liðsfélagarnir af sömu kynslóð og pabbinn ég get. Þótt mér finnist mjög skemmtilegt að æfa fyrir Útsvar finnst mér ennþá skemmtilegra að þjálfa keppnisliðið í MH, en þar eru bara strákar í liðinu. Ég held að ástæðan fyrir þessu sé sú að strákar eru aldir upp í því að láta meira í sér heyra en stelpur. Það hefur verið rannsakað að kenn- arar hafa minna þol fyrir því að stelpur séu með læti í bekkjum en strákar, þeir fá að vera háværari, svo það er ekkert skrýtið að þegar það er haldið forpróf fyrir svona keppni hafa strákar meiri áhuga. Það er fullt af klárum stelpum sem þora ekki í forprófið. Sú stelpa sem mér hefur fundist best í Gettu betur frá upphafi mætti ekki í forprófið. En af því það mætti engin stelpa var haldið forpróf fyrir stelpur og hún rúllaði því upp. Þannig að þetta er samspil af feimni og því að þær sjá sig ekki í hlutverkinu. Ástæðan fyrir að ég tók þátt í þessu var að ég hafði tekið þátt í spurningakeppni grunnskólanna, en mamma sagði við mig að ég gæti alveg tekið þátt í þessu. Það endaði með að ég gerði það og fann mig vel í þessu hlutverki.“ „Ég gæti þess að vera kurteis og prúð í sjónvarpinu“ segir hún um þátttöku sína í Útsvari þar sem hún hefur einmitt vakið athygli fyrir fallega framkomu og ótrúlega visku. 26 viðtal Helgin 24.-26. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.