Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 41
Ragnar Halldórsson ráðgjafi Helgin 24.-26. febrúar 2012 viðhorf 33 ALDAGÖMUL HEFÐ ÞROSKUÐ Í ÍSLENSKU UMHVERFI Íslenskir mjólkurbændur kynna með stolti hina íslensku Óðalsosta. Átta ostar byggðir á alþjóðlegri hefð og fullkomnaðir með besta hráefni sem völ er á — íslenskri mjólk. ERTU NÓGU ÞROSKAÐUR FYRIR BRAGÐIÐ? ÚR FÓRUM MEISTARANS OSTAR ÍS L E N S K A /S IA .I S /M S A 5 80 56 0 1/ 12 M argir Íslendingar fylltust stolti þann 20. janúar síðastliðinn þegar Alþingi stóð undir nafni og þorði að horfast í augu við sjálft sig. Eftir gegndarlausa fag­ lega hnignun og siðferðishnign­ un bæði þess og stjórnkerfisins síðastliðin þrjú ár. Þess vegna var 20. janúar 2012 dagurinn þegar siðbótin sigraði siðleysið á Alþingi. Fagmennskan fúskið. Hugrekkið hugleysið. Og rétt­ lætið óréttlætið. Pólitísk vélráð Margir vitrustu og stærstu stjórn málamenn mannkyns­ sögunnar megnuðu að endur­ meta eigin gjörðir og atburði þeim tengdum – risu undir því að hefja sig yfir refskák stjór­ nmálanna – horfa til himins – sjá heildarmynd hlutanna – og gera hugdjarft endurmat. Eins og 20. janúar þegar þrjátíu og einn alþingismaður, þar með taldir tveir ráðherrar, stóðu vörð um íslenska réttarríkið og gegn skrumskælingu á því eins og hún birtist í upphafi og fram­ vindu Landsdómsmálsins. Þeim sem ofbauð og höfnuðu því að láta þvinga af dagskrá Alþingis knýjandi og lýðræðis­ lega þingsályktunartillögu formanns Sjálfstæðisflokksins – Bjarna Benediktssonar – um frávísun á Landsdómseineltinu gegn Geir H. Haarde – sýndu að þá skortir hvorki faglega hæfni, gáfur né greind sem alþingis­ menn og ráðherrar til þess að skilja muninn á viðvaningshætti og faglegum vinnubrögðum – á refsiábyrgð og pólitískri ábyrgð – á sjoppumenningu og menn­ ingu íslenska réttarríkisins. 20. janúar tók forseti Alþingis til endurskoðunar atburðarás sem hófst með einelti gagn­ vart einum manni sem ekki aðeins átti að taka á sig alla sök heimsins, heldur upplifir á eigin skinni misnotkun á réttarríkinu og pólitískar ofsóknir af áður óséðri stærðargráðu. Af þeim sem tala um siðbót en stunda siðleysi. Og drógu íslenska réttarkerfið og Alþingi niður í holræsi dómstóls götunnar. Eða með orðum Ólínu Þorvarð­ ardóttur sem lýsti vel sér og sínum: „Þessi svokallaða megin­ stoð í þrískiptingu valdsins er augljóslega svo maðksmogin og fúin af pólítískum vélráðum að hún er eiginlega orðin ónýt.“ Sannir Íslendingar Það er sáraauðvelt að gera rangt. Það geta allir. Til þess þarf engan kjark. Enga hæfi­ leika. Enga hugsun. Enda for­ herðast þeir sem slíkt stunda oftast í samviskuleysi sínu, ófagmennsku og fáfræði. Og afleiðingarnar láta ekki á sér standa eins og Ólína lýsti þegar hún horfði í spegil. En það getur verið þung þraut að gera rétt. Og er þess vegna fáum gefið. Til þess þarf mikið hugrekki. Mikla hæfileika. Djúpa hugsun. Og ríkt atgervi. Eins og birtist í hinum siðferðislega sterka meirihluta Alþingis 20. janúar. Þess vegna varð sá dagur að vendipunkti varðandi siðvæð­ ingu stjórnmálanna. Endurreisn á virðingu Alþingis. Og endur­ reisn Íslands. Því sjaldan hefur þverpólitísk samstaða um sóma og réttlæti birst í jafnmiklu göfuglyndi: „Við gerðum rangt. Ég [hef] aldrei verið sáttur við þetta mál innra með mér.“ (Ög­ mundur Jónasson). „Ég hygg að okkur hafi orðið á mistök, Alþingi Siðbót eða siðleysi? þar með talið, þeim sem hér stendur, og dæmi það af því að allir þingmenn yfirgáfu [landsdóms]atkvæðagreiðsl­ una með stein í maganum og óbragð í munninum.“ (Atli Gíslason). „Það er siðlaust [að mínu mati] að leiða einn mann fyrir dóm á meðan aðrir sem hlut eiga að máli gera það gott, jafnvel í boði sjálfs ákæruvaldsins eða eru jafnvel ákæruvaldið sjálft.“ (Guðfríð­ ur Lilja Grétarsdóttir). Sá er aðeins samkvæmur sjálfum sér sem hlustar á sam­ visku sína. Þolir ei órétt. Viðurkennir mistök. Og vex af því. Og þannig eru sannir Íslendingar. Og við erum jú öll Íslendingar – og eigum miklu meira sameiginlegt sem slík – heldur en pólitíski loddara­ skapurinn sem einkennir lágt siðferði og viðvaningshátt sumra stjórn­ málamanna. Alþingismenn fengu tækifæri til siðbótar. Að leiðrétta mistök vegna múgæs­ ingar og tilfinnga­ óreiðu. Og nýttu það til góðs. Og nú þegar Alþingi hefur sagt A þarf að segja B. Sleppa hendinni af málinu. Og ígrunda sannleikann óvilhallt. Það er sáraauðvelt að gera rangt. Það geta allir. Til þess þarf engan kjark. Enga hæfileika. Enga hugsun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.