Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 60
 Plötudómar dr. gunna Haustlauf  Helgi Júlíus Mömmupopp Helgi Júlíus Óskarsson er hjartalæknir og starfaði sem slíkur í Bandaríkj- unum í 25 ár. Eftir að hann kom heim helltist yfir hann tónlistarþörf og hefur hann nú gefið út þrjár plötur á stuttum tíma. Sú fyrsta, Sun for a lifetime, kom út 2010, en nýverið komu út tvær mjög ólíkar plötur. Haustlauf hefur að geyma angurvært popp með örlitlu af þjóðlaga- kryddi, stundum í ætt við seventís mömmupoppara eins og Gilbert O’Sullivan. Söngrödd Helga er fremur takmörkuð svo hann fær aðstoð, sýnu mest frá Svavari Knúti á þessari plötu. Sá drengur hefur hunangsbú í hálsinum sem penslar lögin hunangs- gljáa. Margt er flott á þessari plötu hvað varðar lagasmíðar og útsetning- ar, en hún er full eintóna og laus við að teljast veruleg eftirminnileg. Kominn heim  Helgi Júlíus Lauflétt og notalegt Tónlistarferill hjartalæknis- ins nær hápunkti til þessa á “Kominn heim” – poppaðri raggíplötu. Líkt og áður er hann með úrvalsfólk til aðstoðar, meðal annars Bensín-bræður og fyrsta trommara Hjálma og sá sem syngur fimm af níu lögum plötunnar er hinn frábæri Valdimar Guðmundsson. Kristjana Stefáns syngur eitt en Helgi sjálfur þrjú. Besta lag plötunnar er kreppu- lagið Stöndum saman, sem nokkuð hefur heyrst að undanförnu. Þar sameinast í pottþétta heild gott lag, skarpur áríðandi texti og skemmtileg útsetning. Flest önnur lög eru ekki mikið síðri. Eldfjöll og ísar og titillagið eru til að mynda ákjósanleg útvarpslög. Þetta er hin fínasta plata og lauflétt og notaleg raggí- sveiflan er sannfærandi þótt langt sé í skakka jamaíska- sól. Halftime  Intro Beats Fín í bakgrunni Intro Beats er sólóverkefni Ársæls Þórs Ingvasonar, stráks sem er hluti af hipp hopp-sveitinni Forgotten Lores. Þetta er önnur sóló- platan hans, árið 2009 kom út hipp hopp-platan Tivoli Chillout þar sem 15 gestarapparar kíktu við. Þessi plata er laus við allt rapp og í raun ólík öllu öðru á ferli Ársæls. Lögin eru byggð upp á töktum, endurteknum litlum stefjum, hrúgu af sömplum og slatta af bergmáli og töfum (eða „reverbi“ og „delayi“ eins og allir myndu segja). Fílingurinn á plötunni er jafnan, mildur („mellow“) og fljótandi en annað veifið er skipt í fönkaðan stíl. Þetta er ágætlega gert en það gerist ekki margt sem kippir af manni því þægilega teppi sem þessi plata er. Fín plata í bakgrunn en heldur ekki athygli í forgrunni. VILTU VINNA PS VITA? SENDU SMS-IÐ EST PSV Á NÚMERIÐ 1900 Þú FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR EST A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Fullt af aukavinningum DVD · Tölvuleikir · Gos og margt fleira. *Aðalvinningar dregnir úr öllum innsendum skeytum 12. mars 2012. Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr./SMS-ið. Þú færð 5 mínútur til að svara spurningu. Leik lýkur 11. mars 2012 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Vaxtalaus kaupleiga Hjalti Parelius Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Síðasta sýningarhelgi LiStamannaSpjaLL ræðir við gesti um sýningu sína í dag 10–18 laugardag 11–16 á listaverkum til allt að 36 mánaða Kynntu þér málið á www.myndlist.is Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Hannar sinn eigin Óskarskjól Rokkarabarnið og tískudrósin Kelly Osbourne vinnur hörðum höndum nú um stundir við að hanna sinn eigin kjól, þann sem hún ætlar að klæðast á Óskarsverð- launahátíðinni næstkomandi sunnudag. Kelly mun vinna kjólinn í samstarfi við virt tískuhús en nafni þess hefur ekki enn verið leikið í fjölmiðla, þegar þetta er skrifað. „Það skiptir í raun ekki máli hvort þú klæðist flottum kjól eða ljótum. Spurningin er hvort þú berð hann vel,“ sagði Kelly í viðtali við tímaritið People en hún hefur unnið við það að gagnrýna kjólana á rauða dreglinum í þætti sínum Fashion Police sem sýndur er á sjónvarp- stöðinni E! t ökulið frá hollenska raunveruleikaþættinum Cinderella Story, sem er einhvers konar tilbrigði við hin kunnuglegu stef The Bachelor og The Bachelorette, hefur síðustu daga dvalið í Reykjavík og tekið upp lokaþáttinn í sex þátta röð um leit einstæðrar móður að hinum eina sanna. „Í þættinum fær einstæð móðir frí frá annasömu lífi sínu og kost á að velja sér unnusta úr hópi sex karl- manna,“ segir Bart Bakker, sem fer fyrir hópnum. „Hún byrjar á því að fækka mönnunum um helming og ferðast síðan um Holland með þremur í tvo daga og lætur þá einn róa. Með hinum tveimur fer hún til útlanda og hingað er hún komin til þess að velja endanlega hinn eina sanna. Þannig nú á ástin möguleika í Reykjavík.“ Bart segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að Ísland hafi orðið fyrir valinu en að dvölin hér hafi verið sérlega ánægjuleg. „Við tökum hvern þátt í einu landi. Við erum til dæmis búin að vera á Möltu og í Ísrael. Við erum búin að gera ýmislegt í Reykjavík og taka upp efni í borginni og vorum að taka lokaatriðið upp á Hótel Borg þar sem við höfum búið. Við fórum að sjálfsögðu í Bláa lónið, erum búin að fara á hestbak og hundasleða og sjóða egg í heitum hver. Allt þetta dæmigerða íslenska,“ segir hann og hlær. „Þegar þið komið til Hollands rjúkið þið beint í túlípanana og þegar við komum hingað förum við beint í Bláa lónið.“ Eftir að tökum lauk á fimmtudag rauk hópurinn af stað að skoða Gullfoss og Geysi. Þátturinn verður sendur út i Hollandi í byrjun apríl en kemur tæpast fyrir augu ís- lenskra áhorfenda eftir hefðbundum leiðum. -þþ  HollensK ösKubusKa leitar að ástinni á Íslandi Sauð egg í heitum hver Hollenska öskubuskan, Petra Groenland, kom til Íslands til þess að velja á milli vonbiðlanna tveggja, Erik van den Eynde og Dinand Vellenek. 52 dægurmál Helgin 24.-26. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.