Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 29
Ferming Kynningarblað Helgin 24.-26. febrúar 2012 Við gerðum leik að því í boðs- kortinu að láta fólk svara spurn- ingu um hvort barnanna fædd- ist á undan ...“ Ó löf Birna Garðarsdóttir, eigandi Reykja- vík Letterpress, fermdi tvíburana sína, þau Örnu Petru og Garðar Stein, á hvítasunnunni í fyrra. „Þetta var rosalega skemmtilegur undirbúningur. Ég áttaði mig fljótt á hversu ólík þau eru þegar kemur að svona löguðu. Arna Petra sýndi undirbúningnum öðruvísi áhuga, vildi taka þátt í öllu en Garðar Steinn hafði að sjálfsögðu líka sínar skoðanir á hlutunum en fannst samt aðalatriðið að þetta yrði skemmtilegt.“ Ólöf Birna segir það mjög skemmtilegt að fá að fylgjast með sitt hvoru kyninu á þessum tímapunkti. Stelpur hafi um svo margt að hugsa og stússast en strákarnir séu kannski sneggri að velja sér jakka- föt og skó. „Það eru allir þessir litlu hlutir sem svo margar stelpur eru farnar að leggja upp úr í dag; strípur, eyrnalokkar, sokkabuxur og hárgreiðslan. Á einhverjum tímapunkti var því líka varpað fram hvort þau gætu ekki haft sitt hvorn daginn. Við foreldrarnir hlógum nú að því, þetta er stór dagur og ekki hægt að bjóða fólki tvisvar en það er eðlilegt að tvíburar velti þessu fyrir sér, að þurfa að deila deginum með öðrum. Auðvitað er gaman að eiga sinn eigin dag en þau eru svo góðir vinir að það var ekkert mál.“ Veisla úti í guðsgrænni náttúrunni Ákveðið var að halda veisluna uppi í sveit og tjalda úti. Ólöf Birna segir að sveitastemningin hafi verið allsráðandi og þemaliturinn því auðvitað grænn. „Boðskortið var í náttúrustíl, með grænum aðallit og gaf það tóninn. Við gerðum leik að því í boðskort- inu að láta fólk svara spurningu um hvort barnanna fæddist á undan, gestirnir tóku með sér svörin og settu í pott. Tjaldið var skreytt með greinum og lif- andi blómum, grænum blöðrum og pappaluktum í stíl. Við vorum með græn pappaglös og diska, grafík úr boðskorti var prentuð á servíettur og merkingar á eitt og annað til að skreyta á matarborðinu og í tjaldinu. Okkur langaði að vera með ljósmyndir af krökkunum og límdum þær á pappaspjöld sem voru síðan hengd upp á snúru meðfram veggjum með þvottaklemmum sem var búið að mála grænar – að sjálfsögðu!“ Dýrmæt stund með fjölskyldu Markmiðið var að skapa afslappaða og notalega stemningu í sveitasælunni og segir Ólöf að allir hafi verið tilbúnir að hjálpa til við undirbúninginn sem varð því mjög dýrmæt stund með fjölskyldu og vinum. „Við gerðum mjög mikið sjálf. Við lögðum upp með að hafa mat sem börnunum fannst góður; míníhamborgara, kleinuhringjafjall og marengstert- ur, svo eitthvað sé nefnt. Garðar Steinn græjaði svo skilti úr spýtu sem á stóð „Ferming“ og leiðbeindi gestunum að veislunni.“ Viku fyrir veisluna fóru börnin svo í myndatöku út í Gróttu. „Við létum taka fjölskyldumynd í leiðinni og fengum svo líka stúdíó- mynd af þeim. Okkur fannst best að gera þetta í rólegheitum. Arna Petra fékk létta prufugreiðslu fyrir myndatökuna hjá frænku sinni.“ „Eitt það skemmtilegasta sem við gerum hjá Reykjavík Letterpress er að taka þátt í svona undirbúningi. Að vinna vel í góðu boðskorti gefur tóninn. Oft er útlitið á boðskortinu fært áfram og haft í stíl við servíettur, kerti, merk- ingar fyrir matinn og fleira. Vinsælt er líka að tengja grafíkina við áhugamál unglingsins. Hjá okkur getur fólk annað hvort valið úr fyrir- liggjandi hönnun eða komið með séróskir og þá hönnum við sérstaklega eftir þörfum hvers og eins.“ 12 mánaða vaxtalausar greiðslur Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 Fermingartilboð Gerið GÆÐA- og verðsamanburð 10.000 kr. vöruúttekt fylgir öllum fermingarrúmum Stærð Verð 120x200 109.900 kr. Stærð Verð Tilboð 120x200 84.900 kr. 79.900 kr. SAGA/FREYJAVALHÖLLNý hönnun  tvíburaferming Tvíburar deila stóra deginum Ólöf Birna Garðarsdóttir. Markmiðið var að skapa afslappaða og notalega stemningu í sveitasælunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.