Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 24
Þ að er ekki á hverjum degi sem fjölskyldan getur verið sammála um á hvaða sjónvarps- stöð á að horfa, en á föstudagskvöldum hefur valið verið auðvelt á flestum heimilum lands- ins. Spurningaþátturinn Útsvar hefur slegið í gegn og spennan vex með þætti hverjum. Um síðustu helgi var síðasti þáttur Útsvars fram í apríl sýndur, þar sem Snæ- fellsbær keppti á móti Reykjavík. Í liði Reykjavíkur hefur í vetur vakið athygli ung stúlka, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, sem virðist eiga svör við öllu – nema hvert mamma hennar Siggu litlu í lundinum græna ætlaði að senda hana. En hver er hún þessi unga stúlka sem vakið hefur athygli fyrir ótrúlegan fróðleik, fegurð og prúðmennsku? Á leikskóla í París „Ég heitir reyndar Sigrún Auður Tinna, en skráning í þjóðskrá leyfir ekki öll nöfnin þar sem frábærar reglur þar leyfa bara ákveðinn stafafjölda. Í mínu tilviki ákváðu foreldrar mínir að skrá mig sem Auði Tinnu og ég er því yfirleitt kölluð Auður eða Auður Tinna, nema amma mín sem ég er skírð í höfuðið á, Sigrún Aðalbjarnar- dóttir, kallar mig nöfnu. Fólk tengt henni kallar mig líka oft Sigrúnu. Þegar ég fæddist voru foreldrar mínir, Þorbjörg Stefanía Þorsteins- dóttir og Aðalbjörn Þórólfsson bæði 22 ára, í námi við Háskóla Íslands svo þau fengu að búa með mig hjá foreldrum sínum í tvö ár. Ég var því svo heppin að fá að búa hjá móðurömmu og afa, Vilborgu Vilmundardóttur handavinnukenn- ara og Þorsteini Gíslasyni, sem var fiskimálastjóri, en síldarkóngur, smíðakennari og fleira í töluverð- an tíma og föðurömmu og afa, Sigrúnu Aðalbjarnardóttur doktor og prófessor í uppeldis- og mennt- unarfræði við Háskóla Íslands og Þórólfi Ólafssyni tannlækni í svolítinn tíma líka. Þegar ég var tveggja ára fóru foreldrar mínir til náms til Parísar þar sem pabbi fór í doktorsnám í norðurljósaeðlis- fræði. Mamma er kennaramenntuð og var í fjarnámi, og svo komum við mæðgur heim meðan pabbi lauk náminu. Eftir heimkomuna fór pabbi að starfa við verkefna- stjórnun og tölvumál – ekki við það sem hann hafði í rauninni menntað sig til.“ Auður Tinna segist hafa átt áfallalaust líf en það fyrsta sem hún man er heimsókn á Heilsuverndar- stöðina þegar hún var tveggja ára: „Ég held að fyrsta minning mín sé frá því áður en við fórum til Frakklands og ég þurfti að fá berklasprautur á Heilsuverndar- stöðinni. Það er skemmst frá því að segja að það lagði grunninn að þeirri sprautufóbíu sem ég er með. Ég get ekki einu sinni farið í blóðprufur. Ég man eftir mér á leikskóla í París þar sem enginn Mér finnst til dæmis því mjög ábótavant að ekki sé kennt hvernig þú átt að gera skattskýrslu, hvernig lán þú átt að taka og hvernig lán þú átt ekki að taka – bara svona fjár- málafræðslu fyrir daglegt líf. Stærð- fræðikennslan snýst um algebru – það er eins og verið sé að búa alla undir að fara í verkfræðinám. Stolt af því að vera nörd Auður Tinna Aðal- bjarnardóttir hefur slegið í gegn í liði Reykjavíkur í Útsvari þar sem hún hefur sýnt framúrskarandi þekk- ingu á öllu milli himins og jarðar. Hún varð stúdent í fyrra aðeins átján ára og nemur nú lög við Háskóla Íslands. Hér segir hún Önnu Kristíne sögu sína. Ljósmyndir/Hari talaði íslensku og enginn vildi læra íslensku hjá mér. Ég neydd- ist til að læra smá frönsku, en hún hvarf nú eiginlega alveg. Ég á mjög auðvelt með að læra tungumál og átti mjög auðvelt með að ná upp frönskunni, en þegar ég byrjaði í frönskunámi í MH mundi ég bara orð yfir mat og leikföng. En mér leiddist á leikskólanum og krafð- ist þess að hætta og fékk að ráða, enda er ég mjög ákveðin. Mamma og pabbi reyndu að múta mér með þríhjóli og einhverju en ég harð- neitaði slíku! Þegar ég var lítil bjó mamma til alls konar verkefni fyrir mig, bjó til námsefni, æfði mig í að skrifa, tengja saman form og leysa þrautir.“ Eins og frönsk dama En ég sé eitt mjög franskt við þig, segi ég við viðmælanda minn. – „Nú? Hvað er það?“ Klæðaburðurinn, Auður Tinna er einstaklega smart klædd – elegant eins og fínar frúr myndu segja – í svörtum stuttbuxum, háum leður- stígvélum, gulri stuttermapeysu með bláum línum á hálsi og ermum og með þykka bláa festi í stíl. Yfir þessu er hún í klassískum Audrey Hepurn-jakka. „Þakka þér fyrir,“ segir hún hæversklega. „En ég held sjálf að fatastíllinn hafi mótast í MH. Þar prófar fólk ýmislegt og ég varð fyrir miklum áhrifum af fólki þar. Mér fannst að maður þyrfti að búa til sinn eigin stíl. Þangað mætti maður ekkert í flíspeysu og Adidas- buxum.“ En var þér ekkert strítt vegna þess hversu vel þér gekk í námi? Myndaðist engin öfund? „Jú, jú, ætli það ekki, en hvers konar stríðni er það að stríða ein- hverjum fyrir það að ganga vel að læra?! Ég hef alltaf verið sterk gagnvart þessu. Mér var alveg ná- kvæmlega sama. Ég átti mína góðu vini og þótt ég hafi kannski verið pínu öðruvísi átti ég alltaf traustan vinahóp.“ Fyrstu tíu ár ævinnar var Auður Tinna einkabarn. Þá eignaðist hún bróður, og svo annan sem er tólf og hálfu ári yngri en hún. „Ég fékk alltaf aftursætið fyrir mig eina í tíu ár, var ein í Game Boy – en svo fannst mér rosalega gaman að eignast bræður. Ég var búin að fá talsverða athygli í tíu ár frá ömmum og öfum og foreldrum. Nei, ég var ekkert mikið að passa þá, við hjálpuðumst öll að. Mitt hlutverk var kannski helst að leyfa mömmu og pabba að komast í bíó. Ég hef bara alltaf haft svo mikið að gera. Þegar ég var átta ára byrjaði ég að læra á píanó, fyrst hjá Sigríði Ósk sem nú er orðin óperusöng- kona, síðan hjá Málfríði, Helga og að lokum hjá Önnu Þorgríms- dóttur. Fyrstu tvö árin var ég í einkakennslu en síðan fór ég í Tón- menntaskóla Reykjavíkur og svo í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Ég æfði á píanó í tíu ár, hætti fyrir tveimur árum, 18 ára og það er sagt að tón- listarnám hjálpi manni við að læra tungumál og ég hef fulla trú á því.“ Auður svarar aðspurð að hún sé mjög skipulögð og dregur fram skipulagsdagbókina sína því til sönnunar. „Ég er með mismunandi liti yfir það sem ég þarf að gera og þegar ég er búin með verkefnið, strika ég yfir það. Þarna er nám, eitt er borð- tennis, eitt er spurningatengt, eitt er Timberland-verslunin þar sem ég vinn annan hvorn laugardag, „Einu sinni slakaði ég best á ein að lesa bækur. Núna finnst mér best að vera með kærastanum mínum og vinum.“ Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 24.-26. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.