Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 50
42 bíó Helgin 24.-26. febrúar 2012 G ina Carano leikur Mallory Kane, út-sendara einkafyrirtækis sem tekur að sér ýmis vafasöm skítverk fyrir bandarísk yfirvöld. Eftir að hafa lokið verk- efni í Barcelona kemst hún að því að hún hefur verið leidd í gildru og að vinnuveitandi hennar vilji hana feiga. Hún lætur vitaskuld ekki bjóða sér svona stæla, snýr vörn í sókn og rekur upp samsærið gegn henni með barsmíðum og skotbardögum. Sagan segir að Soderbergh hafi fengið hug- myndina að Haywire þegar hann lá í makind- um fyrir framan sjónvarpið eitthvert laugar- dagskvöldið og horfði á stelpuslagsmálaveislu á CBS. Þar steig Gina Carano fram í miklum jötunmóð og leikstjórinn hreifst umsvifalaust af kraftinum og hörkunni sem slagsmálastelp- an sýndi í hringnum. Á meðan á djöfulganginum gekk á skjánum fór Soderbergh að velta fyrir sér hvernig á því stæði að Angelina Jolie væri eina kon- an sem virðist hafa leyfi til þess að sveifla byssum og berja fólk í kássu á hvíta tjaldinu. Eigin spurningu hefur hann nú svarað með Haywire og með slíkum látum að gagnrýn- andi kvikmyndatímaritsins Empire mælir eindregið með því að Angelina fari að endur- nýja líkamsræktarkortið sitt. Carano muni svo sannarlega gera tilkall til stöðu hennar í hasarmyndabransanum. Carano er grjóthörð í raun og veru eins og ferill hennar í bardagalistum ber með sér og leikur í áhættuatriðum sínum sjálf. Þar er hún á heimavelli en eitthvað þykir leikhæfileikum hennar ábótavant að öðru leyti. Soderbergh kaus engu að síður að veðja á dömuna og myndin er í raun sniðin utan um Carano. Hann umkringir hana svo toppleikurum þannig að hér er í raun B-mynd á ferðinni, mönnuð fólki úr A-flokki ásamt aðalleikkonu sem stendur hinum langt að baki á leiksviðinu. Toppmennirnir Ewan McGregor, Michael Fassbender, Antonio Banderas, Bill Pax- ton og Michael Douglas láta hér allir til sín taka auk Channing Tatum og Michael Ang- arano. Paxton leikur föður Carano en hinir fá flestir að kenna á hnefa hennar og reiði. Þessi blanda Soderberghs virðist ganga vel upp og myndinni hefur verið vel tekið af gagn- rýnendum þannig að þegar 152 dómar höfðu verið birtir á Rotten Tomatoes.com voru um 80% þeirra jákvæðir. Aðrir miðlar: Imdb:6.6, Rotten Tomatoes:80%, Metacritic:67%  soderberGh Teflir fram nýrri hasardömu Sá snjalli leikstjóri Steven Soderbergh hefur illu heilli látið þau boð út ganga að hann hyggist hætta að leikstýra fljótlega. Hann er þó síður en svo dauður úr öllum æðum og býður upp á heilmikinn hasar og fjör í sinni nýjustu mynd, Haywire, þar sem fyrrum meistari í blönduðum bardagalistum, Gina Carano, sýnir mikil tilþrif og þykir jafnvel líkleg til þess að skáka sjálfri Angelinu Jolie í hasargelludeildinni. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Angelina má fara að vara sig  frumsýndar Empire mælir eindregið með því að Angelina fari að endur- nýja líkams- ræktarkortið sitt. Journey 2: The Mys- terious Island Dwayne Johnson, The Rock, leikur hinn vöðvastælta Hank Parson sem slæst í för með ungum manni, Sean, sem er harðákveðinn í að finna afa sinn. Sá hvarf fyrir margt löngu þegar hann lagði land undir fót í leit að ævintýraeyju úr skáldskap Jules Verne. Sean er alveg viss um að afi hans hafi í raun fundið eyjuna en geti bara ekki látið vita af því og því síður nákvæmlega hvar hann sé. Hank er efins um að eyjan sé til en fylgir Sean engu að síður á háskaslóðir. Aðrir miðlar: Imdb: 6.1, Rotten Tomatoes: 43%, Metacritic: 41% Polanski í hjónadeilu Hinn umdeildi og á köflum mistæki meistari Roman Polanski hefur yfir úrvals mannskap að ráða í Carnage og býður hér upp á Jodie Foster, John C. Reilly, Kate Winslet og Christoph Waltz í gamansömu drama. Tveimur ungum skólafélögum lendir saman á skólalóðinni og lýkur viðskiptum þeirra með því að annar lemur hinn í andlitið með spýtu. Foreldrar drengjanna ákveða að setjast saman niður og leysa úr þessu leiðindamáli að hætti kurteiss og almennilegs fólks. Sátta- fundurinn fer vel af stað og allt útlit fyrir að báðir aðilar geti fallist á ásættanlegar málalyktir. Þegar nokkur óheppileg orð eru látin falla fer hins vegar allt í kaldakol og deilur hjónanna stigmagnast og enda í hávaðarifrildi þar sem ásakanir fljúga á báða bóga og ýmislegt kemur upp á yfirborðið sem átti að liggja kyrrt. Gina Carano stígur út úr bardagabúrinu yfir á hvíta tjaldið þar sem hún velgir stórleikurum á borð við Antonio Banderas og Ewan McGregor undir uggum með þeim fantabrögðum sem hún hefur lært í blandaðri bardagalist. Kurteislegur hjóna- fundur leysist upp í harða deilu þegar röng orð eru látin falla. Ghost Rider: Spirit of Vengeance Sennilega er Nicolas Cage blankur þar sem hann hefur séð ástæðu til þess að snúa aftur í hlutverki Johnny Blaze í Ghost Rider 2. Blaze seldi djöflinum sál sína til þess að bjarga lífi lærimeistara síns og hefur á síðan barist gegn hinu illa á meðan hann reynir að losna undan þeim álögum sem hann er í og eru ekki síst sýnileg þegar hann spókar sig með logandi hauskúpu í stað kunnuglegs andlits Cage. Þegar hér er komið við sögu hefur Johnny haft hægt um sig einhvers staðar í Austur-Evrópu og látið lítið til sín taka enda þráir hann mest að lifa sem eðlilegustu lífi á meðal fólks sem veit ekki hver hann er. Þetta breytist þegar aðilar innan kirkjunnar leita til hans og biðja hann um að bjarga lífi ungs drengs sem þeir óttast að djöfullinn ætli sér að umturna í sjálfan Anti-Krist. Aðrir miðlar: Imdb: 5.6, Rotten Tomatoes: 15%, Metacritic: 31% Myndin er byggð á leikritinu God of Carnage sem hefur verið sett á fjalirnar á Broadway. Aðrir miðlar: Imdb: 7.5, Rotten Tomatoes: 71%, Metacritic: 61%. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS MAGNAÐUR BRESKUR DRAUGAHROLLUR THE AWAKENING MEÐ REBECCA HALL THE SKIN I LIVE IN PEDRO ALMODÓVAR! SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! Ridley Scott nældi aftur í Fassbender Michael Fassbender er einn allra heitasti leikarinn í bransanum um þessar mundir og Ridley Scott er nú búinn að festa sér hann í aðalhlutverkið í sinni næstu mynd sína, The Co- unselor, sem gerð verður eftir handriti Cormac McCarthy. Heimatökin voru að vísu hæg hjá Scott þar sem Fassbender er í fremstu víglínu í Promet- heus sem Scott lauk tökum á ekki alls fyrir löngu og sneri sér beint til leikarans þegar kom að því að ráða mann í The Counselor. Myndin segir frá virtum lögmanni sem telur sér óhætt að fikta aðeins við fíkniefnaviðskipti án þess að sogast ofan í þann viðbjóð sem slíku braski fylgir en hlutirnir fara á versta veg. McClaine tuktar terrorista í Rússlandi Leikarinn Jai Courtney mun leika son löggunnar grjóthörðu John McClaine sem hefur, eins og flestir vita, sérstakt dálæti á hvítum hlýrabolum og hefur komið hryðjuverka- mönnum til heljar í löngum röðum í fjórum Die Hard- myndum. Tökur á fimmtu myndinni, A Good Day to Die Hard, hefj- ast í apríl og þar munu faðir og sonur snúa bökum saman í baráttu við hryðjuverkamenn í Rússlandi. Ævintýri feðg- anna byrjar þegar reynslu- hokin New York-löggan McClane fer til Moskvu til þess að bjarga syni sínum úr klandri. Þegar þangað er komið tekst McClane að sjálfsögðu að lenda í útistöðum við ill- þýði og fjandinn verður laus og þá er ekki verra að vera með vaskan soninn sér við hlið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.