Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 14
Núna þegar ég lít til baka og fer í gegnum reynsl- una, sé ég að ég varð rosalega veik strax eftir að púðarnir voru settir í. Þeir hafa skert lífs- gæði mín í einu og öllu. Undir það síðasta svaf ég sitjandi.“ Í HAND HÆGUM UMBÚÐ UM NÝJUN G Þræddir, bræddir, snæddir. Í salatið, í nestisboxið, á ostapinnann og út í heita rétti. Það eru nánast engin takmörk fyrir möguleikum ostakubbanna. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA – fyrst og fre mst ódýr! verð20 % afsláttur 1998kr.kg verð áður 2498 kr. kg ÍM ferskar kjúklingabringur Ó venjulegur aðdragandi er að því að konan fór í sílikon-ígræðslu árið 1995. Hún fór í brjóstam- innkun hjá Jens Kjartanssyni, lýtalækni, samkvæmt læknisráði, fimm árum áður. Í kjölfarið barðist hún við sýkingar og urðu skurðirnir áberandi, upphleyptir og ljótir svo oft þurfti að laga þá næstu tvö árin. „Ég var mjög grönn og brjóstin höml- uðu mér í íþróttastarfi. Ég átti erfitt með að hreyfa mig,“ segir hún um ástæðu brjóstaminnkunarinnar. Henni hafi fund- ist brjóstin lýti eftir aðgerðirnar og þau Jens því sammælst um að hún fengi brjóstapúða til þess að laga útlit þeirra. „Núna þegar ég lít til baka og fer í gegn- um reynsluna, sé ég að ég varð rosalega veik strax eftir að púðarnir voru settir í. Þeir hafa skert lífsgæði mín í einu og öllu. Undir það síðasta svaf ég sitjandi,“ segir hún, en tengdi aldrei heilsubrestinn brjóstapúðunum fyrr en í upphafi ársins. Skrifaði kveðjubréf til barnanna „Það var eins og búið væri að taka bókaskáp af bringu minni þegar ég vaknaði eftir aðgerðina þar sem púðarnir voru fjarlægðir. Það má líka geta þess að dr. Blais á ekki til orð yfir það hversu fær lýtalæknirinn, Jóhannes Árnason, er. Ég er heppin,“ segir hún og vísar til kanad- íska sérfræðingsins sem hefur rannsakað sílikon í áratugi. Heppin að vera á lífi þótt hún búist ekki við að ná fullri heilsu á ný. „30 prósent af innihaldi sprungna púðans er einhvers staðar í líkamanum. Púðinn var að miklu leyti gróinn við vöðv- ann og það þurfti að taka af honum til að ná sýkta vefnum og samgróningum burt. En ég er á lífi. Hinn púðinn skemmdi ekki eins mikið af líkama mínum. Ég reyni að hreyfa vinstri höndina eins og ég get. Nú þarf að fylgjast með þessum bólgnu eitlum. Þessari baráttu er því ekki lokið,“ segir hún. „Þegar ég fór í aðgerðina hélt ég væri að fara að loka augunum í hinsta sinn og var búin að skipta eigum mínum milli barnanna. Það var ekki í fyrsta sinn sem ég hélt ég myndi hreinlega deyja af þessum óútskýrðu veikindum. Ég var oft með doða í líkamanum. Ég hélt oft að ég væri að fá heilablóðfall. Þá kom kvíðinn, því ég vissi ekkert hvað var að mér. Ég er búin að skrifa nokkur bréf – kveðjubréf til barnanna. Og tölvupóst heim úr vinnunni. Fékk brjóstapúða eftir mis- heppnaða brjóstaminnkun Konan sem í mánuðinum lét fjarlægja tæplega sautján ára sílikon-ígræðslur segir að henni hafi liðið sem búið væri að lyfta bókaskápi af bringu sinni á eftir. Hún hélt margoft síðustu ár að hún væri að deyja. Engar skýringar fengust á veikindum hennar. Hún fékk sílikon eftir að hafa farið í afdrifaríka brjóstaminnkun.  reynslusaga konu un hennar til landlæknis vegna Leitarstöðvarinnar segir: „Það er algjörlega ólíðandi að hafa ekki fengið þessar upp- lýsingar á þessum tíma. Ég bið ykkur hér með að hafa hraðann á að afgreiða þetta mál. Ég vil að það verði mér að kostnaðarlausu að fjarlægja þessa púða og ég hafi rétt á meðferð á viðeigandi heilsustofnun til þess að ná heilsu, ég vil að allur sá kostn- aður sem ég hef greitt varðandi ferðir og sjúkrakostnað og vinnutap verði bættur að fullu.“ Konan gerir einnig í kvörtun- inni athugasemd við að lýta- læknir hennar, Jens Kjartans- son, skuli sitja á sjúkraskýrslu hennar: „Ég er ítrekað búin að reyna að fá gögnin frá Jens Kjartanssyni varðandi púðaís- etninguna [frá ritara], en það eina sem ég hef fengið [að vita] er að hann sé í fríi næstu fjóra mánuði og hann sé með öll gögn í tölvunni sinni. Þetta stenst því miður ekki lög um sjúkraskrá, þar sem ég hef allan þann rétt að nálgast mín gögn, þannig að ég legg líka fram kvörtun vegna þess.“ Hún segir einnig frá því að hún hafi ítrekað undanfarin ár farið til lækna og kvartað undan verkjum í lungum, brjóstkassa, eitlum á hálsi, eitlum í vinstri holhönd. Í myndatökum hafi ekkert markvert komið fram. „En ég hef fengið ótal lyf- seðla varðandi bólgueyðandi og sjúkraþjálfun. Undanfarin 4 til 5 ár [hefur heilsan] farið versnandi. Ég sem fór uppá fjöll, hjólaði og fór í ræktina, er orðin svo slæm að ég á erfitt með að labba í kringum hverfið mitt án þess að stoppa reglulega. Ég hef enga orku, síðast þegar ég fór í ræktina, endaði það í vitleysu og myndatöku [á sjúkrastofnun], þar sem ég held að stórir eitlar á hálsi sem að standa út [hafi] hamlað súrefni til höfuðs.“ Hún segir frá því að við áreynslu fái hún yfirleitt hita. 11 sentimetra langur eitill Konan fór í sneiðmyndatöku rétt fyrir aðgerðina nú í febrúar, Í gegnum árin hefur konan fundið fyrir stækkun eitla í hálsi. Hér er mynd af hálsi hennar hálfum mánuði eftir aðgerð. Hún átti til að líða útaf og telur að í vissum stellingum hafi eitlarnir heft súrefnisflæðið. Mynd/úr einkasafni Hér eru sílikon-púð- arnir sem fjarlægðir voru fyrr í mánuðinum. Kanadískur sérfræð- ingur segir að þeir heyri til tilraunaframleiðslu franska fyrirtæksins PIP. Konan var með púðana í sautján ár. Mynd/úr einkasafni Tískuverslunin Smart Mynd Facebook-vertu vinur. v 14 fréttaskýring Helgin 24.-26. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.