Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 34
6 ferming Helgin 24.-26. febrúar 2012 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur staðið fyrir borgaralegum fermingum frá því síðan árið 1989 þegar 16 ungmenni tóku fyrst þátt. Síðan þá hefur þátttakan aukist jafnt og þétt, en tekið stærri stökk nokk- ur undanfarin ár. Árið 2007 voru fermingarbörnin alls 109 talsins, 2010 voru þau 166, í fyrra 195 og í ár taka alls 215 ungmenni þátt og koma þau víðsvegar að af landinu. Haldnar verða sjö ferm- ingarathafnir; tvær í Háskóla- bíói í Reykjavík 15. apríl, tvær í Salnum í Kópavogi 22. apríl, ein í Tryggvaskála á Selfossi 28. apríl, ein í Hofi á Akureyri 13. maí og ein á Fljótsdalshéraði í júní. Ungmennin hafa frá áramótum sótt vönduð undirbúningsnám- skeið þar sem þau fræðast um ýmislegt sem ætla má að muni gagnast þeim í lífinu. Auk þess fá þau þjálfun í gagnrýninni hugsun og að takast á við sið- ferðileg álitamál. Í ár eru haldin fimm fermingarnámskeið fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, eitt helgarnámskeið í Reykjavík sem er ætlað börnum utan að landi og eitt helgarnámskeið á Akur- eyri. Námskeið eru haldin á þeim stöðum á landinu þar sem næg þátttaka er fyrir hendi.  siðmennt Sjö fermingarathafnir  sumarferming Metþátttaka í borgaralegri fermingu Alls fermast 215 ungmenni borgaralegri fermingu í ár. V ið ákváðum að hafa veisl-una heima, bæði inni í húsi og úti í garði, í tjaldi, og af því að við fermdum 6. júní, þá var veðrið orðið fínt,“ segir Jórunn Dóra Sigurjónsdóttir en dóttir hennar Hildur Karen Jónsdóttir fermdist á þessum dýrðardegi í Laugarneskirkju. Þemað í veislunni var sumar, sirkus og sól og lá því beint við að hafa skreytingarnar í öllum regnbogans litum. „Hildur Karen gat ekki ákveðið einn lit og því varð úr að nota þá alla. Hún tók sig til og bjó til allskonar skraut úr origami; stjörnur, fugla og fleira sem við hengdum upp og dreifðum á borðin. Það var ofsalega fallegt og skemmtilegt.“ Jórunn Dóra keypti einnig ýmislegt skraut á amerískri netsíðu, meðal annars doppóttar blöðrur og annað fallegt sem skreytt var með. „Nammibar- inn okkar var líka rosalega skraut- legur og skemmtilegur. Þar gátu börnin valið sér sælgæti í þar til gerða poka sem við létum prenta á. Hann vakti ótrúlega mikla lukku hjá börnunum, þau voru hoppandi af kæti. Við létum einnig útbúa litla merkimiða fyrir mat- inn og flögg sem settu fal- legan svip. Ekki má heldur gleyma popp-pokunum. Við poppuðum og settum í fallega poka. Það er bæði einfalt og var mjög vinsælt hjá krökkunum. Drykkjarföngin samanstóðu af Kool-Aid sem við blönduðum í stórar flöskur og helltum svo yfir í minni glerflösk- ur með litríkum rörum.“ Ekki var nóg með að maturinn væri skraut- legur heldur skreyttu Jór- unn Dóra og Hildur Karen borðin með kert- um og kertaluktum sem til voru á heimilinu ásamt sumarblómum í pottum og rósum í sultukrukkum. „Stemn- ingin var bæði skemmtileg og afslöppuð. Það rigndi nóttina fyrir ferminguna og ég hélt að enginn myndi setjast út en um hádegi fór sólin að skína svo það rættist heldur betur úr deginum!“ Sirkus, sól og nammibar – litrík fermingarveisla í byrjun sumars Borgaraleg ferming í Háskólabíói. Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatí anum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita eð tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.