Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Side 8

Fréttatíminn - 06.07.2012, Side 8
Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Torino T2T Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Íslensk framleiðsla H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga lokað Sunnudaga lokað Rín Hornsófi 2H2 Verð frá 285.900 kr Roma sófasett 311 Verð frá 251.900 kr Basel sófi Verð frá 172.900 kr Oslo stóll Verð frá 52.900 kr Áður 343.700 kr Nú aðeins 274.960 kr É g held að menn hafi mis- reiknað að andstæðing- urinn hét Ólafur Ragnar Grímsson. Það er ekki auð- velt að undirbúa sig fyrir slag við hann. Það er einfalda svarið,“ segir Atli Rúnar Halldórsson, spurður um hvað hafi klikkað í kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur, helsta keppinautar Ólafs Ragnars um forsetaembættið? Atli Rúnar er einn eigenda almanna- tengslafyrirtækisins Athygli og fyrrum fréttamaður. Hann telur að vandræðagangurinn á Ólafi meðan beðið var eftir afgerandi svari um það hvort hann ætlaði fram fimmta kjörtímabilið og áhugaleysið í kringum hann þá hafi blindað Þóru og hennar fólk strax í upphafi. „Og reyndar aðra frambjóðendur líka.“ Atli Rúnar hélt að þessi áhugi annarra yrði þess valdandi að Ólafur pakkaði saman og hætti, en svo reyndist ekki heldur þvert á móti. „Svo var þessi ótrúlegi dagur – sunnudagur – þegar hann steig fram og hóf kosningabaráttuna. Þá sá maður fylgið næstum fljóta af götunum í áttina til hans.“ Margir snérust á punktinum frá vangaveltum sínum um að kjósa Þóru. Þeir hafi ekki viljað kjósa „full- trúa ríkisstjórnarinnar“! Frakkur Ólafur, jafnvel ósvífinn „Þetta var frökk, jafnvel ósvífin nálgun hjá Ólafi. En þannig ganga hlutirnir og hann tók þau bara í bælinu. Og það í orðsins fyllstu merkingu: Hann tók hana algjörlega á sæng.“ Þóra hafi ekki getað svarað fyrir sig þar sem hún beið fæðingarinnar og hlúði svo að barninu. „Og stuðningsmennirnir voru í ein- hverskonar fríi og biðu þess að barnið kæmi og að þá fengi hún fjölmiðlaat- hygli út á fæðinguna – sem mér fannst alltaf undarleg hugsun. Þarna gerðist eitthvað og þá var ekki aftur snúið,“ segir Atli Rúnar. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræð- ingur, segir sigur Ólafs sýna hvað hann sé vinsæll í hugum margra. Þeir hafi kunnað að meta atbeina hans í Icesave- deilunni og óttast óvissuna sem hann talaði um að væri framundan. Þá hafi hann náð að festa sig í hugum margra sem mótvægi við óvinsæla ríkisstjórn og Alþingi sem sé rúið trausti. „Ósvífin nálgun“ Ólafs skilaði honum sigri Þessi „ótrúlegi“ sunnudagur, þegar Ólafur Ragnar Grímsson steig fram hálfum mánuði áður en hann sagðist ætla að hefja kosningabaráttuna – og Þóra beið eftir barninu – lagði grunninn að sigri hans. Forsetinn komst á óstöðvandi flug meðan Þóra lá í nauðvörn nær alla kosningabaráttuna. Búið var að spyrða hana saman við Samfylkinguna, henni vafðist tunga um tönn á opnum fundum, með maka sem átti það til að grípa fram í fyrir henni og leiðrétta. Þannig lesa rýnendur Fréttatímans í kosningabarátt- una. Meðbyrinn með framboði Þóru fjaraði út á sama tíma og Ólafur vann á. Fréttatíminn fer yfir hnökra og sigra kosningabaráttunnar. „Þar að auki er hann mjög klókur og snjall stjórnmálamaður sem spilar á strengi þjóðarinnar eins og hljóðfæri og veit alveg hvað fólki líkar vel við að heyra. Að síðustu naut hann þess að Þóra Arnórs- dóttir, sem var eini keppinauturinn sem gat velt honum af stalli, hafði ýmsar byrðir að bera. Hún var tengd við hina óvinsælu ríkisstjórn og fullyrt að hún styddi heils- hugar – eins og hún hafði áður gert – að- ild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kynnti Ólafur undir,“ segir hann. „Þannig að Þóra átti alltaf í vök að verj- ast. Svo var það hitt að mörgum fannst hún of ung. Einhverju máli skiptu svo makarnir. Dorrit aflaði honum einhvers fylgis en Svavar aflaði henni örugglega einskis fylgis, þó að Þóra hafi ekki endi- lega tapað fylgi vegna hans.“ Svavar greip fram í fyrir Þóru Atli Rúnar telur að Þóra hafi tapað á um- Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Hún sem persóna höfðar til fólks, en hún náði ekki að segja neitt sem höfð- aði til fólks. Forsetafram- bjóðendurnir bíða eftir fyrstu tölum á RÚV. Ólafur Ragnar Grímsson, Andr- ea J. Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Þóra Arnórs- dóttir og Herdís Þorgeirsdóttir. Mynd/Ingó Framhald á næstu opnu 8 fréttaskýring Helgin 6.-8. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.