Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Page 18

Fréttatíminn - 06.07.2012, Page 18
H E LGA R BL A Ð U pp úr síðustu alda- mótum varð Græn- lendingum ljóst að þeir yrðu að koma á fót áætlun til að vinna gegn þeim alvarlegu vandamálum sem samfélagið stendur frammi fyrir; tíðum sjálfsvígum ungmenna, félagslegum vandamálum tengdum áfengisneyslu, kynferðislegu of- beldi, aukinni offitu og fjölda dauðs- falla vegna krabbameins tengdum reykingum. Augu manna varðandi heilsu þjóðarinnar höfðu opnast í lok tíunda áratugarins þegar tvær stórar rannsóknir á heilsu almennings voru gerðar, önnur árið 1993 og hin árið 1998. Rannsóknin árið 1998 leiddi til að mynda í ljós að nær tíundi hver Grænlendingur yfir átján ára aldri þjáðist af sykursýki. Til samanburð- ar er hlutfallið á Íslandi 6 prósent hjá konum og 3 prósent hjá körlum. Niðurstöðurnar voru sannarlega mikið áhyggjuefni og kom yfirvöld- um á óvart, að sögn Birgit Niclasen, læknisfræðilegs ráðgjafa í heilbrigð- isráðuneyti Grænlands. Yfirvöldum var ljóst að ástandið var með þeim hætti að ekki væri nægilegt að bregðast við því með sértækum að- gerðum innan heilbrigðiskerfisins heldur þyrfti meira að koma til. Árið 2003 var lýðheilsuverkefni hrint úr vör undir yfirskriftinni Inuuneritta sem þýðir „Eignumst gott líf“. Í kjöl- farið var samþykkt fyrsta lýðheilsu- stefnan sem tók gildi árið 2007. Í henni er lögð áhersla á níu þætti sem voru taldir varða heilsu almenn- ings og vert að sporna við fæti gegn: áfengis- og hassneyslu, ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi, sjálfsvíg, mat- aræði og hreyfingu, kynlífsfræðslu, reykingar, heilsu barna og ung- menna, heilsu eldri borgara og tann- heilsu. Lýðheilsustefnan var kynnt um allt land og varð mikil vakning í kjölfarið að sögn Birgit. Spurð um árangur þeirra verk- efna sem sett voru af stað sem hluti af lýðheilsuáætluninni, segir Birg- it: „Tvær heilsufarsrannsóknir voru gerðar árið 2005 og svo aftur 2009. Nýja rannsóknin leiddi í ljós að ekki höfðu verið framfarir á öllum svið- um. Við höfum séð mjög jákvæða þróun hvað varðar aukna hreyfingu og minna sælgætisát. Við höfum einnig merkt jákvæða breytingu á tannhirðu sem er jafnframt góður mælikvarði á félagslega stöðu. Ým- islegt annað hefur því miður ekki breyst til batnaðar, svo sem reyk- ingar, þar sem engin breyting hefur orðið, sem og neysla áfengis, sem hefur ekki dregist jafnmikið saman og við vonuðumst eftir,“ segir Birgit. „Við höfum ekki enn fengið endan- legar niðurstöður í þeim mælingum sem gerðar voru á þessu ári og eru ætlaðar til þess að meta hvernig við stöndum gagnvart þeim markmiðum sem sett voru með lýðheilsuáætlun- inni,“ segir Birgit. Félagsleg staða áhrif á heilsu Hún bendir á að allar jákvæðar breytingar sem eigi sér stað er varða lýðheilsu eigi sér fyrst stað í Nuuk og breiðist þaðan út til minni bæja og byggðanna. „Í nýrri lýðheilsu- áætlun sem tekur gildi þegar þess- ari lýkur, árið 2013, höfum við reynt að bregðast betur við þessu. Eitt af því sem spilar inn í eru fjárhagslegir erfiðleikar sem fólk í byggðunum á hlutfallslega helst við að stríða. Við þurfum því einnig að taka tillit til utanaðkomandi áhrifa í áætluninni sem hafa hamlandi áhrif á þá þró- un sem við erum að vinna að,“ segir hún. Nýverið breyttu stjórnvöld út af þeirri stefnu að sama verð á öllu rafmagni, hita, vatni og matvælum skyldi vera á landinu – er því nú dýrara að lifa í þorpunum og byggð- unum. Á sama tíma er atvinnuleysi þar hlutfallslega mest og félagsleg vandamál að sama skapi. Rann- sóknir sýna að bein tengsl eru á Þetta er önnur greinin í greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um endurreisn grænlensks samfélags sem nú hillir undir að geti orðið að veruleika. Sigríður Dögg fór til Grænlands og kynnti sér þá þróun sem orðið hefur á samfélaginu á undanförnum árum og þá hugarfarsbreytingu sem ungu kynslóðinni í Grænlandi er að takast að innleiða. Hugarfarsbreytingin felst í aukinni sjálfstæðisvitund og ábyrgð sem er jafnframt nauðsynleg til þess að Grænlendingum takist að skapa sér það heilbrigða samfélag sem þeir kjósa að búa í. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is2 Herör Grænlendinga gegn ofdrykkju og reykingum Í Grænlandi stendur nú yfir umfangsmikil barátta fyrir bættri lýðheilsu. Djúpstæð vandamál blasa við: Herfileg misnotkun áfengis og fylgifiskar svo sem ofbeldi, sjálfsvíg og misnotkun á börnum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir kynnti sér þetta mikilvæga verkefni og komst að því að vandinn felst meðal annars í þeim skaða sem hömlulaus áfengisneysla kynslóðar Grænlendinga á sjöunda og áttunda áratugnum olli þeim börnum sem þá voru að vaxa úr grasi. Þau börn eru nú foreldrar. Vakning hefur orðið í grænlensku samfé- lagi á undanförnum árum og er nú mark- visst barist gegn ofneyslu áfengis og annarra vímuefna sem er veigamesti þátturinn í nýrri lýð- heilsustefnu. Ljósmynd/SDA 18 úttekt Helgin 6.-8. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.