Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Side 30

Fréttatíminn - 06.07.2012, Side 30
vill alltaf vera í fyrsta sæti. Greinist þú með eitthvern annan sjúkdóm gefur hann ekki sætið sitt eftir og verður verri. Það er því mikil- vægt að vera í góðu formi og geta tekist á við Parkinson-sjúkdóminn í þessum frekjuköstum hans.“ Snorri er 75 prósent öryrki en heldur starfsorku sinni við með lík- amsþjálfun og hreyfingu. Hann er í fullri vinnu hjá Prentverksmiðjunni Odda sem umbúðahönnuður. Og þeir réðu hann fyrir þremur árum. „Þeir vissu að ég væri með fimm ára Parkinson-greiningu og það truflaði þá ekki neitt. Parkinson hefur áhrif á hreyfigetuna, en ég er með sömu hugsun og áður og það er hún sem þeir sækjast eftir.“ Fann fyrst fyrir máttleysi Snorri fór að finna fyrir máttleysi hægra megin í líkamanum og þar sem systir hans hafði greinst með MS-sjúkdóminn var í upp- hafi talið að hann væri einnig með þann sjúkdóm. „Mér er ekki vel við sprautur og það þarf mænustungu til að skoða hvort fólk sé með MS. Ég bað því um að skoðað yrði hvort ég gæti verið með eitthvað annað. Ég fékk sprautu í handlegginn og Isotope-meðferð. Ég var skólabóka- dæmi um Parkinson-veikina. Það sást strax og ég fór í heilaskanna,“ segir hann. „Ég var með þessa skemmd sem Parkinson-sjúklingar eru með; 75 prósent dópamínfrumanna voru dauðar. Það þýddi ekkert að þræta um þetta. Ég ákvað að taka á þessu. Ég er mjög heppinn að fjölskyldan mín hefur staðið við hliðina á mér og leyft mér að haga mér eins og ég vil,“ segir hann. „Konan mín studdi mig ræki- lega í hjólaferðinni. Ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar. Hún keyrði bílinn á eftir mér og snattaðist í kringum mig. Ég hjól- aði 1.410 kílómetra en hún keyrði 2.600,“ segir hann. „Stundum komst ég ekki alla þá leið sem ég ætlaði mér. Hún sótti mig og þurfti svo að keyra mig til baka daginn eftir. Þetta er eitthvað sem ég gat ekki ímyndað mér áður en við fórum af stað. Ósjálfráðar hreyfingar erfiðar Ferðin tók þrjár vikur og Snorri hjólaði í fimmtán daga. Snorri vissi áður en hann lagði af stað að Parkinson-sjúkdómurinn er ekki þægilegur ferðafélagi í daglegu lífi og hörmulegur hjólafélagi. „Við Parkinson-sjúklingar þurfum að hugsa um allar hreyf- ingar. Við þurfum að hugsa hægri, vinstri, hægri, vinstri. Ósjálfráðar hreyfingar eru erfiðar. Og þar sem ég finn fyrir sjúkdómnum hægra megin gerist það að hægri höndin vill ekki hlýða mér í langan tíma og sérstaklega óheppilegt að geta ekki bremsað með hægri hendinni, sem er afturbremsan og því fara hjólreiðar og Parkinson ekkert sérstaklega vel saman. En það klikkaði ekki mikið í þessari ferð. Ég átti einn slæman dag í ferðinni. Hann var líka djöfullegur. En ég var góður daginn eftir og ánægður með formið á mér.“ Snorri hefur fundið sjúkdóminn ágerast með árunum. „Já, ég er að missa meiri mátt og það er farið að sjá rækilega á mér. En sjúkdómur- inn er ekki farinn að leggjast á sálina á mér. Slæmur suma daga en góður aðra. Ég man ekki alltaf eftir því að ég sé með Parkinson. Ég vakna ekki á morgnana og hugsa; einn Parkinson-dagurinn enn. Ég vakna eins og hver annar maður, tilbúinn að fara að vinna.“ Stefnir á átta önnur góð ár Og hann ætlar að halda áfram að hjóla og fara í ræktina. „Ég ætla nú ekki að taka annan svona stóran bita á næstunni, en ég kem til með að fara í hjólreiðaferðir.“ Heilsan sé honum svo mikilvæg. „Ég myndi vilja að kerfið í heild sinni tæki betur á því að hjálpa þeim sem eitthvað amar að til að hreyfa sig í stað þess að bryðja pillur – og koma okkur út úr sjúkdómunum og gerast heilbrigðir einstaklingar þótt við séum að berjast við okkar.“ Tilvísanir á hreyfingu, fleiri stöðvar eins og Reykjalund og Hveragerði væru vel þegnar. Og hann gefst ekki upp. „Ég ætla ekki að bíða eftir því að sjúkdómurinn taki yfir líf mitt. Þegar ég greindist var mér sagt að vera rólegur – ég ætti að ná fimm til tíu góðum árum. Ég hef átt átta góð ár og ég ætla að ná átta öðrum. Það myndi ég ekki gera með því að sitja heima og bryðja pillur.“ Heilsueldhúsið heilsurettir.is É g hef oft fengið galna hugmynd en ég held að þessi sé sú vitlaus- asta,“ segir Snorri Már Snorrason glettinn. Í sumarbyrjun fetaði hann í fótspor svo margra sem hafa farið hringinn hlaupandi eða á hjóli að undan- förnu. Margir til að safna fé til góðra málefna. Hann til að hvetja fólk til þess að hreyfa sig meira en venjulega og viðhalda hreysti og út- haldi sem best það geti. Hann hjól- aði hringveginn á þremur vikum og skoraði Parkinson-sjúkdóm sinn um leið á hólm. „Ég ætlaði mér ekki að stinga sjúkdóminn af heldur frekar að koma þeim skilaboðum á framfæri að ég stjórna en ekki hann,“ segir Snorri enda komst hann ekki hratt yfir, því hann var með mótvindinn í fangið hálfa leiðina og þurfti til að mynda að hafa mikið fyrir því að komast niður Holtavörðuheiði vegna roks, en hann hafði hlakkað til að láta sig renna niður brekkuna. „Ég varð eiginlega hissa á því hvað þetta var skemmtilegt allt saman og satt að segja hélt ég að skemmtiferðin yrði mun styttri og að mér tækist ekki að klára hring- inn en þótt það blési vel á móti til Egilsstaða, og að þetta væri erfitt á köflum, hélt geðheilsan. Og á meðan andlega hliðin er í lagi er þetta hægt.“ Hreyfing gegn Parkinson Hann stefndi á að hjóla í um sex klukkustundir á dag og um hundr- að kílómetra að jafnaði en endaði á að vera um tíu til tólf klukkustundir á reiðskjótanum með þá 80 til 120 kílómetra sem hann hjólaði í hvert sinn. „En móttökurnar allsstaðar voru frábærar og það kom mér á óvart hvað margir vissu af mér. Facebook-síðan skilaði sínu og það snerti við mörgum að ég væri að þessu til þess eins að hvetja fólk til að hreyfa sig.“ Snorri segir hreyfingu skipta miklu máli fyrir þá sem berjist við Parkinson-sjúkdóm. „Það má ekki gefast upp eftir að hafa greinst með ólæknandi sjúkdóm eins og Parkinson, því þú veist ekki hvort búið er að dæma þig úr leik. Það er því ástæða til þess að berjast,“ segir hann. „Já, og benda aðstandendum á að Parkinson-sjúklingar mega hreyfa sig.“ Snorri Már er 47 ára gamall. Hann greindist með Parkinson fyrir átta árum, aðeins 39 ára, og er því með þeim yngri sem fá þær fregnir að þeir þurfi æfina á enda að kljást við sjúkdóminn. Frekur og krefjandi sjúkdómur „Ég er ekki sá yngsti sem hefur greinst með Parkinson-sjúkdóm hér á landi. En ég hef oft sagt það að ég er ekki að greinast með sama sjúkdóm og sá sem fær Parkinson sjötugur. Eða betur sagt, ég tek öðruvísi á honum. Ef ég væri eldri hefði ég sagt að ég væri orðinn gamall og myndi sætta mig við það. En þar sem ég var aðeins 39 ára varð ég að berjast.“ Er það hægt? „Mér hefur gengið ágætlega. Það eru til fimmtíu til sextíu birtingarmyndir Parkinsons og það eru ekki allir eins heppnir og ég. Samt má segja að hver og einn gæti gert betur með því að hreyfa sig og sinna sér: Hugsa um heilsuna en ekki sjúkdóminn,“ segir Snorri Már. „Parkinson er mjög frekur. Hann Snorri greindist með Parkinson 39 ára gamall Snorri Már Snorrason bjóst ekki endilega við að komast allan hringinn í kringum landið á hjóli sínu þegar hann hóf ferð sína í byrjun júní. En með seiglu komst hann á leiðarenda, þrátt fyrir erfiðan ferðafélaga; Parkinson-sjúkdóminn. Snorri var ekki að safna fé. Hann vildi með ferð sinni hvetja fólk til að hreyfa sig og viðhalda hreysti og úthaldi eins og það best geti. Snorri Már Snorrason ákvað að fara hringinn í kringum landið til að hvetja fólk til þess að bruðla ekki með hreyfigetuna sína heldur halda henni við með hreyfingu. Hann hefur glímt við Parkinson í átta ár og ætlar að eiga átta önnur góð ár, en honum hafði aðeins verið lofað fimm til tíu góðum árum. Mynd/Hari Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Snorri þann 18. júní. Með vinum og vinnufélögum í lok ferðar. Snorri kominn á Kirkjubæjarklaustur eftir 95 km dag. Ég var skólabókadæmi um Parkinson-veikina. Það sást strax og ég fór í heilaskanna. Ég var með þessa skemmd sem Parkinson-sjúklingar eru með; 75 prósent dópamínfrumanna voru dauðar. 30 viðtal Helgin 6.-8. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.