Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Side 40

Fréttatíminn - 06.07.2012, Side 40
40 veiði Helgin 6.-8. júlí 2012  Veiði Best klæddi VeiðiklúBBur landsins  Fluga Vikunnar gunnar Bender Glerfínir í laxveiðinni Ekki er ofsögum sagt að segja Þóri Grétar Björnsson stangveiðigeggjara; á Facebooksíðu sinni hefur hann skráð við trúarskoðanir: „Fishing is a religion“ og í símaskrá er hann titlaður „veiði- maður“. Þórir Grétar fer fjölda veiðiferða á ári hverju en ein stendur þó uppúr – ferð í Aðaldalinn og þar leggja menn sérstaklega uppúr því að vera flottir á árbakkanum. V ið tókum þá frábæru ákvörðun á fyrsta fundi okkar að mæta snyrtilega til fara við ána, vera helst með bindi. Svo þróaðist þetta misjafn- lega hjá hverjum um sig, sumir fóru þá leið að fara í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar þar sem flott- ustu bresku fötin fást, og keyptu sér klæðnað þar sem þeir svo mæta í. Í heildina eru menn mjög virðulega klæddir og er það gert í virðingaskyni við veiðisvæðið og íbúa þess. Það að auki er þetta hrikalega skemmti- legt,“ segir Þórir Grétar Björnsson stangveiðimaður. Lúxuslíf á lækjarbakka Veiði hefur verið lýst sem einveru í náttúrunni, helst fjarri mannabyggð og þá ætti kannski klæðaburður- inn ekki að vera neitt lykilatriði – ekki eins og menn séu að klæða sig upp fyrir nokkurn mann. En, eins og Þórir Grétar útskýrir er þetta atriði sem ekki skal gera lítið úr. Hann tilheyrir hópi sem fer árlega í Laxá í Aðaldal og þetta er sú ferð af mörgum sem rís uppúr að hans mati: „Þessi hópur myndaðist í þeirri tilraun tvíburanna Ásmundar og Gunnars Helgasonar við að mynda góðan hóp manna til veiðiferðar í Nes, það er nefnilega þannig að félagsskapurinn skiptir öllu máli ef veiðitúrinn á að heppnast vel. Þeim tókst vel til,“ segir Þórir Grétar og fer hvergi leynt með hversu ánægður hann er með þennan tiltekna veiðiklúbb: „Þetta eru 8 stangir, mannaðar með 16 mönnum. Flestir okkar leggja nánast allt í þetta og eru að nurla fyrir þessu allan veturinn. Við komum úr öllum stéttum þjóðfélagsins og eigum það sameiginlegt að hafa gaman af veiðinni þarna.“ Gera vel við sig í mat og drykk Félagarnir gera vel við sig í mat og drykk og fer mikl- um sögum af því hversu vel fer um þá á árbakkanum: „Við höfum þá hefð að hafa „Happy Hour“ einu sinni í ferðinni og klípum þann tíma af veiðitímanum, síðast mætti ég með austurlenska sjávarréttasúpu sem konan mín græjaði hérna á Selfossi og ég keypti brauð á leið- inni til að hafa með, svo kom hver og einn með drykki en ég laumaði nokkrum jólabjórum með á borðið sem ég hafði geymt í 9 mánuði fyrir þessa ferð.“ Þó svo virðist, þegar litið er til hóglífis og fíni- mennsku sem hópurinn iðkar, að veiðin sé aukaatriði þá er það ekki alveg svo. Og rétt að inna Þóri eftir því hvernig gæftir hafa verið, svona í lokin? „Við erum nokkrir þarna sem erum komnir í „20 punda klúbbinn“ sem er nokkuð frábær árangur, Gunn- ar Helga er með einn 107 cm og Þorvar Hafsteinsson (sem menn þekkja frá pönktímabilinu sem forsöngvari Jonee Jonee) fékk einn 108 cm eftir um 10 mínútna veiði fyrsta daginn sem hann kom. Það eru langstærstu laxarnir, Nökkvi Svavarsson kemur svo næstur með 104 cm, held ég.“ Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is Hvar eru Crane-bræður? Þórir Grétar er í tuttugu punda klúbbnum. Ekki er það bara svo að menn gleymi sér alfarið við að vera flottir á bakkanum, því nokkrir félaga hafa sett í yfir 20 punda lax. Dekkað borð úti í guðsgrænni náttúrunni. Félagarnir í veiði- klúbbnum kunna þá lyst að gera vel við sig í mat og drykk. Með bindi og flottir á því. Bræðragengi eru áberandi meðal þeirra sem eru í þessum best klædda veiðiklúbbi landsins svo sem tvíburarnir Gunnar og Ás- mundur Helgasynir, Jón Óskar og Þorvar Hafsteinssynir og Máni og Nökkvi Svavarssynir. Vantar eiginlega bara þá Crane-bræður, Fraiser og Niles. Rauður Francis – mér finnst hún rosalega góð Margir þurfa ekki annað en heyra nafnið Gunnar Bender og þá hvarflar hugurinn að veiði. Maðurinn hefur enda verið vægast sagt áberandi sem einn helsti stangveiðispekúlant þjóðarinnar, hóf að fjalla um veiði á Dag- blaðinu fyrir um 35 árum og er enn að – heldur betur umfangsmikill og áberandi: ritstjóri Sportveiðiblaðsins, með veiðiþætti á ÍNN, skrifar Veiði-Pressuna, veiðiþætti í Skessuhorn og svo fjallar Gunnar um veiði á Bylgjunni. Því ekki úr vegi að snúa blaðinu við og láta hann sitja fyrir svörum. Gunnar velur flugu vikunnar að þessu sinni: „Æji, ég segi bara Rauður Francis. Mér finnst hún rosa- lega góð. Þeir eru nú samt margir sem fela hana í boxinu, finnst þetta ekki alvöru fluga. Alltaf talað niður til Rauða Francis. En, mér finnst hún góð. Ótrúlega fengsæl. Ég hef veitt, tjahh, örugglega 30 laxa á hana. Já, mér finnst hún æðisleg. Ég var í Norðurá fyrir mörgum mörgum árum. Þetta var þegar veiðileyfin kostuðu ekki handlegg. Þar fann ég þessa flugu á árbakkanum. Fór þaðan í Grímsá og veiddi minn fyrsta flugulax á hana: Rauð- an Francis.“ Gunnar Bender veiddi sinn fyrsta lax á Rauðan Francis. Rauður Francis. Margir tala niður til þessar fögru flugu. H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Grillpakkar fyrir hópa og samkvæmi Allt í grillmatinn www.noatun.is Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.