Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 06.07.2012, Qupperneq 42
Punktamót sem varir allt sumarið, 6 bestu hringirnir gilda. Vikulegir útdrættir á glæsilegum vinningum. 42 golf Helgin 6.-8. júlí 2012 „Beggi Skans“ heitinn dró Ragga út á völl  Golf Úttekt á Grafarholtsvelli í reykjavík Þ að var „tee-time“ 10-10 og veður-guðirnir léku við hvurn sinn fingur þegar golfspekúlantar Fréttatímans tóku út Grafarholtsvöllinn í fylgd þeirra Ragga og Komma. Þessir miðaldra poppar- ar hafa fundið sig í golfinu, eins og reyndar mun algengt í þeirri stétt manna. Þeir eru báðir fanta-fínir spilarar. Kormákur hefur spilað golf frá því hann var strákur, starf- aði reyndar ungur á Grafarholtsvellinum, í ein sjö ár, og þekkir því þarna hverja þúfu. „Þennan teig byggði ég nú,“ segir hann þegar hann stillir kúlunni upp á einum teiganna sem allir eru hinir glæsilegustu. Reyndar er öll aðstaða og frágangur til fyrirmyndar; við hvern teig eru græjur til að hreinsa golfkúlur og kylfur ef svo ber undir. Reykvíkingar eru lukkunnar pamfílar. Innan borg- armarka er að finna golfvöll, Grafarholtsvöllinn, sem er í heimsklassa. Þetta fullyrða þeir félagarnir sem tóku golfspekúlanta Fréttatímans með sér einn hring í Grafarholtinu og það vantaði ekkert uppá ánægjuna með sitt þegar þeir fullyrðu að þeir hafi spilað golf um heim allan... „Í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu... þetta er alveg á pari við það sem best gerist á heimsvísu,“ segir Raggi stoltur af sínum klúbbi. Kormákur stað- festir þetta en hann er einmitt í lokuðum klúbbi sem er með það á stefnuskránni að fara um heim allan og spila golf um svokallaða kristalskál. framúrskarandi hönnun Raggi dregur hvergi af sér við að lýsa dásemdum heimavallarins: „Ég hef spilað alla 18 holu velli á Ís- landi nema Mosó. Oftast eru margir þeirra í betra ástandi en Grafarholtið framan af sumri, en þegar kemur að hönnuninni ber Grafarholtið höfuð og herðar yfir aðra velli; ótrúlegt hversu vel hefur tekist til að hanna þennan völl og koma honum fyrir í þessu hrjóstruga land- svæði sem Grafarholtið er.“ Og umhverfið og völlurinn staðfestir hvert orð: „Fyrsta holan er ein besta byrjun- arhola sem menn geta hugsað sér með teig- inn hátt uppi og gott útsýni yfir völlinn, svo koma holurnar hver af annarri svo ólíkar en mynda samt svo góða heildarmynd. Þegar komið er inn í dal kemur fimmta holan, svo saklaus en hættuleg eins og margir vita, og mikilvægt er að halda haus þar til er komið á áttundu.“ Hinn ógurlega fimmtánda hola Félagarnir eru sammála um að næstu þrjár séu til- tölulega meinlausar ef menn þekkja sín takmörk, ellefta par þrír getur verið snúin og tólfta gefur ýmsa möguleika. Þrettánda og fjórtánda tiltölulega mein- lausar holur, en... „svo er komið að því. „The final four“,“ tilkynnir Raggi: „Að standa á fimmtánda teig í Grafarholtinu er frábært. Þessi par fimm hola er glæsileg en jafnframt erfið og ég veit ekki hvað margir hafa eyðilagt góðan hring á þessari holu, (og það staðfestir ljósmyndari blaðsins raunamæddur, sem fram til þess hafði verið að spila sitt besta golf) eða þá næstu tveim þar á eftir. Það sem fullkomnar góðan göngutúr með golfkylfurnar í eftirdragi á þessum frábæra velli er að setjast inn hjá vertinum Herði Traustasyni og gæða sér á kræsingum sem hann og hans starfslið reiðir fram, og aldrei er ölið betra en eftir góðan golfhring.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is Grafarholtið á heimsmælikvarða „Ég er ekki bara góður söngvari,“ tilkynnti Raggi Sót útsendurum Fréttatímans hróðugur eftir velheppnað vipp inn á flöt. Hann var ekki dónalegur félagsskapurinn sem útsendarar blaðsins fengu þegar þeir löbbuðu hring á Grafarholtsvellinum fyrir skemmstu; Raggi og Kormákur Geirharðsson sem eru fjarska ánægðir með sinn heimavöll. Í fylgd með þeim Ragga og Komma á sjálfum Grafarholtsvelli, sem þeir félagar fullyrða að sé í heimsklassa. Ljósmynd/Hari.  Heimavöllurinn minn Grafarholtsvöllur „Forgjöfin í dag er átta, en ég hef lítið sem ekkert getað spilað golf undanfarin þrjú ár svo það verður bara að teljast bærilegt held ég,“ segir stórsöngvarinn Ragnar Gunnarsson sem fleiri þekkja sem Ragga Sót – forsöngvara Skriðjökla. Heimavöllur hans er Grafarholts- völlurinn þó hann eigi ættir að rekja til Akureyrar. Hann fer ekki í graf- götur með að Grafarholtið er völlur á heimsmælikvarða eins og betur er komið að hér til hliðar. Raggi hóf feril sinn sem golfari fyrir norðan: „Það var gam- all maður á Akureyri sem hét Ing- ólfur, en gekk ávallt undir nafninu Tíma-Sjankó vegna þess að hann var umboðsmaður Tímans sáluga, sem tók mig þá kornungan með sér á golfvöllinn í fyrsta skiptið. Þá var golfvöllur Akureyringa þar sem nú er Háskóli. Mörgum árum seinna þegar Jaðarsvöllur var kominn í gagnið álpaðist ég með Pétri Ringsted félaga mínum og Sigurði bróður hans í golf og spilaði af og til í nokkur ár.“ Eftir að Raggi fluttist suður var það Baldvin Ólafsson, eða „Beggi Skans“ sem dró Ragga á golfvöll- inn. Og þá fékk hann bakteríuna svo um munaði. „Beggi lést tveimur árum síðar í ömurlegu bílslysi í Suður Englandi þar sem hann ásamt nokkrum félögum mínum var í golf- ferð – blessuð sé minning hans.“ Svo heiftarlega er Raggi gripinn bakteríunni að hann stendur nú, ásamt Svanþóri Þorbjörnssyni í samstarfi Við Hörð Hilmarsson og ÍT-ferðir, fyrir golfferðum til Spánar. „Við bjóðum upp á golfferðir á nokkra eðal staði, aðallega erum við að selja ferðir á Las Colinas og La Finca sem eru að flestra mati tveir að bestu völlun- um á Costa Blanca-svæð- inu – reynum að kapp- kosta að bjóða aðeins það besta, og kloss- örugga fararstjórn.“ - jbg Að standa á fimm- tánda teig í Grafar- holtinu er frábært. leynilindin Við ónefnda holu er að finna lind, uppsprettu, sem heimamenn láta ekki fram hjá sér fara þegar þeir eiga leið þar um. „Þetta er sjálfur Gvendarbrunnurinn,“ segja félagarnir og svolgruðu vatnið sem þeir eru sannfærðir um að sé lífsins elexír – allra meina bót. Ljósmyndir/ Hari 00000 Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.