Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Síða 60

Fréttatíminn - 06.07.2012, Síða 60
 Plötudómar dr. gunna matur fyrir tvo  Melchior Lúmskt og kenjótt Þetta er önnur plata Melchior eftir að bandið raknaði úr rotinu á nýrri öld. Platan er mun sérviskulegri og seinteknari en sú frá 2009 og nær þeim listrænu kenjum sem bandið sinnti á 8. áratugnum. Kammerpopp sveitarinnar er lúmskt í sinni einföldu umgjörð og lögin læðast að hlustand- anum. Söngurinn er nánast feimnislegur og undirspilið er oftast hið sparlegasta. Því er ennþá skemmtilegra þegar vel er á smurt. Lögin fjórtán eru fjölbreytt í lund og eru merkt stað og stund. Mörg skemmtileg og fersk lög er hér að finna og ljóst að Melchior er að blómstra í fullorðinspoppinu. Feathermagnetik  Kira Kira Lífshættir ánamaðka Þessi plata er ekki eins fjaðurmögnuð og titillinn gefur til kynna, heldur öll hin drungalegasta og þungbúnasta. Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdótt- ir) hækkar nú erfiðleikastuð- ullinn til muna miðað við fyrri plötur sínar tvær, sem innihéldu frekar auðmeltan- legt dúllerí, og ber á borð óárennilegt melódíuleysi, sem er vandvirknislega flutt af allskonar kláru fólki, bæði íslensku og finnsku. Þetta er erfið plata, hægfljótandi og tyrfin, eins og samin fyrir heimildarmynd um lífshætti ánamaðka. Vottur af léttleika og takti gerir vart við sig undir lokin og er það sannarlega vel til fundið eftir allan alvarleikann. Stutt í brosið  Grasasnarnir Húsbílaköntrí Steinar Berg var einn helsti plötuútgefandi landsins áratugum saman, en snéri baki við poppinu og fór að sinna ferða- mennsku í Borgarfirð- inum. Poppið togaði þó og eftir að Steinar keypti sér gítar árið 2008 þróuðust málin þannig að nú er komin fimm laga diskur þar sem hann syngur eigin texta við erlend lög í köntrí og þjóðlagastíl, en liprir hljóðfæraleikarar af Vesturlandi leika undir. Steinar syngur með bros á vör og yfirbragðið er allt hið sólríkasta. Þetta er plata sem er eins og sérhönnuð til að óma út úr húsbíl, áhyggjulaus og afslöppuð og ekki að fara neitt sérstakt. Þú grípur einfaldlega pakka af uppáhalds Maryland kexinu þínu og gætir um leið eignast glæsilegt grill. ER VINN INGS SKÍFA Í PAK KANU M ÞÍNU M? VINNUR ÞÚ GLÆSILEGT WEBER GRILL? 2 x Weber E310 kr. 132.990 28 x Weber Smokey Joe kr. 16.950  Í takt við tÍmann alexander Briem Snyrtipinni en ekki spjátrungur Alexander Briem er 22 ára Reykvíkingur. Hann er á leið út til London í leiklistarnám í Central School of Speach and Drama. Í sumar er hann að vinna að tónlist, leika í myndböndum og undirbúa sig fyrir námið. Staðalbúnaður Ég fer ekki út úr húsi án þess að grípa með mér veski, lykla og símann. Svona eins og flestir strákar. Þessa dagana hoppa ég oftast beint í Doc Martens-skóna, þeir eru mjög praktískir. Fötin versla ég í Spúútnik og Herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar. Svo er ég hrifinn af Kron Kron og Farmers Market. Íslendingar eru voða klárir í hönnun núna. Annars versla ég þegar ég fer til útlanda. Þá kemur karladeildin í Zöru oft á óvart. Ég er nettur snyrti- pinni þegar fatasmekkur er annars vegar en ég myndi ekki kalla mig spjátrung. Ég hef gaman af retró-inu. Hugbúnaður Bestu kaffihúsin eru Kaffismiðjan, Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda og Grái kötturinn. Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég á Nýlenduvöru- verslun Hemma og Valda, Kaffibarinn, Faktorý og Boston. Ég fer reglulega á tónleika og í bíó. Mér finnst rosa gaman að fara í Bíó Paradís en ég fer líka í Há- skólabíó. Ég ferðast oftast um á tveimur jafnfljótum og það mótar svolítið það hvaða staði ég sæki. Svo fer ég auðvitað mikið í leikhús og ekki bara stóru leik- húsin. Norðurpóllinn, Iðnó og Tjarnarbíó... leikhúsið er farið að dreifast út um allt og það er frábært. Ég horfi líka á sjónvarp. Uppáhaldsþættirnir eru Twin Peaks, Mad Men, Girls, Breaking Bad, Sex and the City (sem voru mjög skemmtilega skrifaðir), Freaks and Geeks, Six Feet Under voru frábærir og Eastbound and Down eru alveg æðislegir. Vélbúnaður Ég er með iPhone 4 og er alveg límdur við hann. Skemmtilegasta appið er Logo Quiz þar sem maður á að reyna að þekkja vörumerki. Þetta er algjör dægrastytting- arparadís fyrir neytandann. Svo nota ég Instagram. Mér finnst það rosa þægilegt og ljósmyndirnar lúkka vel. Ég á 787 vini á Facebook og er nokkur virkur þar. Það er praktísk leið til að halda utan um fólk. Hins vegar hefur aldan ekki skolað mér ennþá á Twitter. Aukabúnaður Ég er mjög hrifinn af indverskum og mexíkóskum mat. Ég elda hins vegar lítið sjálfur. Stjúppabbi minn er kokkur og er alltaf að pína mig í að fá áhuga á að eldamennsku. Það kemur kannski síðar. Ég held að ég hafi komið til svona 16-18 landa en ég ferðast ekkert í sumar enda er ég að spara. Ég fer þó á LungA. Helstu áhugamálin eru hús- tónlist, listir, menning og heimspeki. Og leiklistin, hún er líka stórt áhugamál í lífi mínu. Þegar ég fer á bar panta ég mér Classic, hvort sem það er Tuborg eða Víking. Og stundum Branca Menta. Ég nota rakakrem frá Gamla apótekinu, það er algjörlega málið. Og Yves Saint Laurent rakspíra sem tengdamamma gaf mér. Alexander Briem verslar gjarnan í Herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar. Hann kveðst þó ekki vera spjátrungur. Ljósmynd/Hari Undirbúðu fæturna fyrir ferðalagið Þú færð Heelen fóta-og húðvörurnar í apótekum www.portfarma.is 60 dægurmál Helgin 6.-8. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.