Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Síða 28

Fréttatíminn - 20.07.2012, Síða 28
,,Jú, jú, ef þú miðar við vinsældarlista rásar tvö þá er það kannski rétt,” segir Guðmundur Geir Jónsson um þá fullyrðingu að þeir séu vinsælasta hljómsveitin á Íslandi í dag en hann og hinir fimm félagar hans í Kiriyama Family munu troða upp á Kaffi, kökum og rokki & róli á Edrúhá- tíðinni að Laugalandi um Verslunarmannahelgina. Kiriyama Family gáfu út samnefnda plötu fyrr á árinu og hún hefur heldur betur slegið í gegn. Lagið Weekend hefur verið á toppi vinsældarlista rásar 2 síðustu vikur en sveitin ku vera það besta, tónlistarlega séð, sem hefur komið frá selfossi. Gummi hlær reyndar að þeirri fullyrð- ingu og segist vera sá eini frá selfossi. Hinir eru nær- sveitamenn. Battle royal En hvaðan kemur þetta nafn? Eða er það eitthvað sem er alltaf verið að spyrja ykkur að í viðtölum? ,,reyndar ekki. Þetta úr japönsku skáldsögunni Battle royal.” Já, eruð þið kannski fyrsta World of Warcraft bandið? ,,nei, við völdum snemma að gera eitthvað viturlegra við tímann okkar og höfum flestir verið spila á hljóðfæri síðan við vorum smápollar. sumir okkar hafa verið hljómsveitum síðan við vorum tólf ára,” svarar Gummi skilmerkilega en strákarnir þekkja hvern annan úr Fjölbrautarskóla suðurlands. Þeir byrjuðu samt ekki að spila saman sem Kiriyama Family fyrr en eftir útskrift – í bílskúr á selfossi fyrir tveimur árum. mússík sem þeir fíla Og verðiði þéttir um verslunarmannahelgina? ,,Við erum búnir að spila um hverja helgi í allt sumar og þéttumst með hverri helginni,” útskýrir Gummi og segist aðspurður ánægður með að fólk sé að fíla tónlistina þeirra. Hann þakkar fyrir það en upplegg hljómsveitarinnar er að búa til mússík sem þeir sjálfir myndu hlusta á. kaffi, kökur og rokk & ról Í vetur sló fyrirbærið kaffi, kökur og rokk & ról heldur betur í gegn í Von, Efstaleiti 7, en um er að ræða magnaða tónleikaröð í þessum góða sal sÁÁ. Þar hafa allar helstu og bestu hljómsveitir Íslands spilað við mikinn fögnuð. um Verslunarmannahelgina verður sannkölluð uppskeruhátíð fyrir þetta fyrirbæri að Laugalandi í Holtum en í vetur heldur þessi tónleikaröð áfram í Von. Hvað: Kaffi, kökur og rokk & ról Hvenær: Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld Klukkan: Frá kl. 20 hvert kvöld Hvað: Tónleikar Hvenær: Laugardagskvöld Klukkan: 23.00 Natali Gunnarsdóttir verður ein af plötusnúðum hátíðarinnar: sundlaugapartí á miðnætti Kiriyama Family spila á laugardagskvöldinu: vinsælasta bandið á íslandi í dag Krummi Björgvinsson: Legend í Laugalandi natali gunnarsdóttir „Þema tónlistarinnar er gleði,“ segir Natali. Hvað: Sundlaugapartí Hvenær: Laugardagskvöld Klukkan: 00.00 natali Gunnarsdóttir verður ein af plötusnúðum helgarinnar. Hún ætlar meðal annars að sjá um að spila í sundlaugapartíi sem verður á miðnætti á laugardagskvöldinu og svo spilar hún ásamt terror Disco á dansiböllum sem húrrað verður upp í íþróttarsalnum að Laugalandi öll kvöld helgarinnar. „Við eigum tvö að bera hitann og þungan af böllunum og sundlaugapartí- inu og ég get sagt fyrir mitt leyti að þetta verður ekkert annað en dansiball með skemmtilegri danstónlist og diskói. Þarna verða líka hljómsveitir en við ætlum að sjá til þess að allir aldurshóp- ar geti skemmt sér og koma líka til móts við þá sem eru ekki endilega fyrir live bönd. Við ætlum að brúa það bil og spila danstónlist fyrir gesti og gang- andi. Þema tónlistarinnar er gleði,“ segir natali. Ylja stefnir að breiðskífu í haust: kassagítar og raddir Hvað: Tónleikar Hvenær: Laugardagskvöld Klukkan: 22.00Hljómsveitin Ylja varð til árið 2007 þegar leiðir Bjarteyjar sveinsdóttur og Guðnýjar Gígju skjaldardóttur lágu saman. Með sameiginlegan áhuga á kassagítarleik og rödduðum söng að vopni lögðu þær upp í tónlistarlegt ævintýri sem hefur sífellt tekið á sig nýjar myndir. Fyrstu árin voru þær stöllur iðnar við að koma fram víðs vegar um landið og bættu í reynslubankann með hverjum mánuðinum. Ylja kom meðal annars fram á Bræðslunni á síðasta ári og hitaði einnig upp fyrir írska tónlistarmanninn Glen Hansard. Bjartey og Guðný Gígja fengu síðan liðsauka þegar slide-gítarleikar- inn smári tarfur Jósepsson bættist í hópinn á síðasta ári. Ylja vinnur nú að sinni fyrstu breiðskífu en tvö lög af henni, Konan með sjalið og Á rauðum sandi, hafa ómað á öldum ljósvakans síðustu mánuði. Frum- burður hljómsveitarinnar mun koma út í haust en áhugasamir geta farið á Youtube og hlustað á lög þeirra (meðal annars sköpun mannsins en það er ljóð eftir Örn arnarson). ylja Spila kl. 22 á föstudagskvöldinu. Krumma Björgvinsson tónlistarmann þarf vart að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum. Í rúman áratug hefur Krummi verið í framvarðarsveit íslenskra rokkara og meðlimur frábærra banda á borð við Mínus og Esju. nýjasta ævintýrið hans er Legend og mun það fyrirbæri trylla lýðinn á föstudags- kvöldinu. krummi Tekur yfir strax á föstudagskvöldinu. Hvað: Tónleikar Hvenær: Föstudagskvöld Klukkan: 23.00 Þétt hljómsveit Kiriyama Family skipa þeir Guðmundur Geir Jónsson, Karl Magnús Bjarnarson, Víðir Björnsson, Jóhann Vignir Vilbergsson og Bassi Ólafsson. 4 Edrú VErsLunarMannaHELGina 3.- 6. ÁGúst

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.