Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Side 31

Fréttatíminn - 20.07.2012, Side 31
Á sunnudagskvöldinu ætlar séra anna sigríður Pálsdóttir að húrra upp einni æðruleysismessu á Edrúhátíðinni að Laugalandi í Holtum ásamt orgelleikaranum Herði Bragasyni en þau tvö, ásamt séra Karli Matthíassyni, bera hitann og þungann af æðruleysismessunum í Dómkirkjunni þriðja sunnudag í mánuði á veturna. ,,Þessar kvöldmessur okkar, æðruleysis- messur, hafa verið vel sóttar,” segir anna sigríður en um er að ræða sænska hugmynd frá presti sem hafði starfað mikið með óvirkum alkóhólistum og komist að því að þeir ættu oft í erfiðleikum með kirkjuna. ,,Við Jóna Lísa Þorsteins á akureyri byrjuðum á þessu, reyndar hélt hún fyrstu messuna og svo við aðra hér í reykjavík viku síðar.” anna lofar léttri og skemmtilegri messu þar sem mikið er laggt upp úr söng og tónlist. ,,Þetta eru mjög einfaldar messur og það er mikið sungið. Það stígur óvirkur alkóhólisti í pontu og segir frá bata sínum og svo er bæði hugleiðsla og bæn.” Þau sem koma að æðruleysismessunum eru tólf sporafólk og sjálf starfaði anna lengi sem ráðgjafi hjá sÁÁ og er enn virk í að halda meðvirknisnámskeið og bera út fagnaðarerindi prógramsins. Hvað: Æðruleysismessa Hvenær: Sunnudagskvöld Klukkan: 20.00 Sigurborg verður með 5 rytma dans um helgina: Dansa sig í gegnum tilfinningarnar Leikarinn Gunnar Eyjólfsson kynnir Qi gong: Qi gong er lífskraftur Það er létt yfir æðruleysismessunum: söngur, hugleiðsla og bæn Verði fyrir stólanudd verður stillt í hóf: stólanudd um verslunarmannahelgi Hvað: 5 rytma dans Hvenær: Laugardagur Klukkan: 17-19 Hvað: Brekkusöngur Hvenær: Sunnudagskvöld Klukkan: 21.00 Hvað: Qi gong Hvenær: Sunnudagur Klukkan: 10.30 Hvað: Kirtan Hvenær: Laugardag og sunnudag Klukkan: 15 (lau) og 13 (sun) sigurborg Kr. Hannesdóttir verður með 5 rytma dans á Laugalandi á laugardeg- inum en hún kennir fólki að nota einfaldar aðferðir til að finna rytmann innra með sér: „allir geta dansað þetta og fengið ofsalega mikla og góða útrás,“ útskýrir sigurborg en í fyrra sló dansinn öll aðsóknarmet og ungir sem aldnir tóku þátt og skemmtu sér konunglega. rytmarnir fimm heita flæði, staccato, kaos, lyrik og kyrrð. sigurborg segir að dansinn fari mjúkt af stað, aukist svo að krafti, fari út í eld, síðan í kaos þar sem dansararnir losi um. Í lyrikinni lyftist dansarinn og líður um eins og á vængj- um og í kyrrðinni finnst honum eins og hann sé að koma heim. „Þetta er eins og alda. Við byrjum í mýktinni og endum í kyrrðinni og útrásin kemur þar á milli. Þó að dansinn henti öllum aldurshópum þá förum við inn í mismikla dýpt eftir hvað hópunum hentar,“ segir hún og útskýrir að líklega verði aldurshópurinn breiður á Lauga- landi eins og í fyrra og því megi búast við að dansararnir fái góða útrás í kraftinum, þetta verði skemmtilegt og leikandi. „Þegar farið er inn í meiri dýpt er magnað að finna til dæmis tengingu við tólf sporin. Þannig getur staccato verið ákvörðunin sem er í öðru sporinu og það að gefa alveg eftir og treysta alveg er svipað því sem við gerum í kaos-hlutan- um í dansinum. síðan er léttleikinn sem kemur eftir uppgjörið eins og lyrikin. Kyrrðin er svo tengingin við æðri mátt. Þannig að 5 rytmarnir geta hæglega verið tólf sporin. Þetta er í rauninni eins og ástundun sporanna,“ segir hún. Dansað verður við allskonar tónlist, dúndrandi afríska tónlist, klassík og nýjustu teknó-tónlistina. „tíminn líður hratt. Fólk verður í sínum dansi, stundum með félaga, stundum eitt, stundum í hópi. Þegar við erum komin í gegnum alla fimm rytmana þá er maður búinn að dansa sig í gegnum tilfinning- arnar og er endurnærður. Þetta er næring bæði fyrir líkama og sál.“ Gunnar Eyjólfsson leikari hefur stundað Qi gong svo árum skiptir og í fyrra nutu margir leiðsagnar hans á Edrúhátið sÁÁ. Í ár kemur Gunnar aftur og leiðir okkur í sannleikan um þessa árþúsunda- gömlu kínversku lífsorkuæfingar. Hann hefur lýst Qi gong á þá leið að þetta sé aðferð mannsins til öflunar, varðveislu og dreifingar orku um líkama sinn. Á íslensku er Qi gong best lýst með orðinu ræktun. Á veturna hefur aflinn – félag iðgenda Qi gong á Íslandi – haft aðstöðu í Von, Efstaleiti 7, húsnæði sÁÁ. Örninn Össi leiðir Kirtan: kærleikurinn er allt sem er stólanudd Þvílíkur unaður verður á Laugalandi um Verslunarmannahelgina. Hvað: Nudd Hvenær: Laugardagur Klukkan: Um miðjan dag gunnar eyjólfsson samkvæmt Gunnari er Qi gong aðferð mannsins til öflunar, varðveislu og dreifingar orku um líkama sinn. ,,Við verðum þarna tvö,” segir unnar Laugi smárason en hann og Olga Fenger ætla að bjóða gestum á Edrúhátíðinni í Laugalandi upp á stólanudd um verslunarmannahelg- ina. ,,Þetta verða 5-10 mínútur og verðinu verður stillt í hóf,” segir hann en þau Olga eru færir nuddar- ar sem vinna bæði á nordica. Edrú VErsLunarMannaHELGina 3.- 6. ÁGúst 7 Sérstakt hugleiðsluherbergi Á Laugalandi í Holtum er öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Þarna er á veturna stór skóli og hefur Edrúhátíðin gott aðgengi að þessum flottum mannvirkj- um. Þetta munum við meðal annars nýta til að vera með sérstakt hugleiðsluherbergi sem verður öllum opið alla helgina. ,,Kirtan er möntrudans,” segir Örninn Össi sem mun leiða okkur í allan sannleikan um Kirtan um helgina. Þá verður dansað og kyrjað möntru sem myndi útleggjast á íslensku svo: Kærleikurinn er allt sem þarf. Þetta er rosa gaman og mikil innlifun. Þegar við erum mörg komin saman myndast ótrúlegur kraftur og eftir að dansinum líkur setjumst við niður og hugleiðum.” Össi segir alla gesti Edrúhá- tíðarinnar velkomna til að taka þátt og býður sérstaklega velkomið fólk sem aldrei hefur prófað þetta áður. Örninn Össi Allir velkomnir með í Kirtan. valgeir með brekkusönginn Valgeir stjórnar brekkusöngnum í ár. séra anna sigríður Það er tólf spora fólk, svokallað, sem stendur að æðruleysis- messunni. Valgeir skagfjörð tónlistarmaður verður með brekkusönginn á útihátíðinni á Laugalandi í Holtum í ár, rétt eins og í fyrra. Hann segir að öllum verði hóað saman í brekkunni og þar verði varðeldur og sungin dæmigerð íslensk útilegu- og fjallasönglög. Gítarinn verður að sjálf- sögðu með í för og sömuleiðis lítill magnari og svo taka allir lagið saman. „Þetta er kallað brekkusöngur því að þetta er svipað því sem Árni Johnsen gerir í Vestmannaeyjum,“ segir Valgeir og hvetur fólk sem er edrú, hefur farið í gegnum meðferð og sótt tólf spora fundi til að mæta á útihátíðina. „Þetta er hugsað sem fjölskylduútilega fyrir fólk sem vill skemmta sér án áfengis og hafa það huggulegt,“ segir hann og rifjar upp að ýmislegt hafi verið á dagskrá hátíðar- innar í fyrra, allskonar listamenn hafi komið fram og skemmt. Lofar dæmigerðum útilegu- og fjallasöngvum Tjaldsvæðið Laugalandi auðvelt er að rata að tjaldsvæðinu. Þú keyrir áleiðis að Hellu, framhjá selfossi og yfir Þjórsárbrú en beygir til vinstri (ef þú kemur frá reykjavík) við afleggjara Galtalækjar. Þá eru aðeins örfáir kílómetrar að tjaldstæðinu sem er vel merkt. Sober Riders Eins og nafnið sober riders gefur til kynna er þetta edrú mótorhjólagengi og heilbrigðið uppmálað. Þeir munu mæta kl. 14 á sunnudeginum og sýna hjólin sín og kannski rúnta um með þá krakka sem eru nógu stórir. um að gera að kynna sér starfsemi þeirra og sjá flottu mótorhjólin þeirra. sló í gegn í fyrra 5 rytma dansinn sló í gegn í fyrra og verður aftur í ár. Hér eru frændsystkinin Tryggvi Geir Torfason og Kristín Una Mikaelsdóttir í góðum fíling.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.