Fréttatíminn - 20.07.2012, Page 34
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri:
Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í
82.000 eintökum í Landsprenti.
U Uppgangur ferðaþjónustu hérlendis er mikill. Um það bera allar tölur vitni. Fjöldi erlendra ferðamanna sem hingað kom í fyrra var met en tölur þessa árs sýna, að óbreyttu, að það verður slegið rækilega. Í maí fjölgaði gistinótt
um erlendra gesta um 17 prósent, miðað við
sama mánuð í fyrra og um 28 prósent ef litið er
til fyrstu fimm mánaða ársins, miðað við sama
tímabil árið áður. Dagsmet var sett 18.júní
síðastliðinn þegar á milli 15 og
16 þúsund erlendir gestir komu
hingað einn og sama daginn
með fjórum stórum skemmti
ferðaskipum og 40 farþegaflug
vélum.
Þróunin er fagnaðarefni en
að mörgu er að hyggja í ört
vaxandi atvinnugrein sem
færir okkur dýrmætan gjald
eyri, umhverfismálum, sam
göngumálum og auknu álagi á
heilbrigðiskerfið. Fjárfesting
er mikil í greininni, í gistirými, veitinga
rekstri, farartækjum og margs konar afþrey
ingu og hún þarf að skila sínu. Háönnin, það
er að segja sumartíminn, gerir það. Náttúra
Íslands hefur mikið aðdráttarafl enda sýnir
fjöldi kannana ytra að Ísland er ofarlega á lista
áhugaverðustu staða. Samkeppnin í flugi er
mjög aukin, bæði meðal innlendra og erlendra
flugfélaga. Það er vel. Farþegarnir eiga val
þegar kemur að ferðatíðni, verði og þjónustu.
Áhersla hefur verið aukin, með réttu, á
tímann utan háannar. Koma ferðamanna
hingað að hausti, vetri og vori bætir nýt
ingu fjárfestingar í greininni og um leið
arðsemi fyrirtækjanna. Ísland hefur upp
á margt að bjóða allan ársins hring, sífellt
betri ráðstefnuaðstöðu, margs konar menn
ingarviðburði, góð veitingahús, aðstöðu til
vetraríþrótta og útiveru, norðurljósadans og
náttúru í öðru ljósi. Gullfoss er ekki síður
fallegur í klakaböndum en sólarljósi sum
arsins. Til þess að ná árangri utan háannar,
vekja athygli á því sem í boði er, þarf öfluga
markaðssetningu.
Skref í þá átt var stigið á liðnu hausti þegar
verkefninu „Ísland allt árið“ var hrundið af
stað en þar kom ríkisstjórnin til móts við
ferðagreinina með því að leggja til fjár
magn til þriggja ára markaðsátaks. Upphæð
ríkisins jafna aðilar í ferðaþjónustu og fleiri.
Markmiðið er að fjölga erlendum ferðamönn
um um 100 þúsund þrjú næstu árin með því
að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar
utan háannar. Mælanlegur árangur var tíma
bilið frá september á liðnu ári fram í apríl á
þessu ári en þá fjölgaði erlendum ferðamönn
um um 40 þúsund miðað við árin áður.
Fjölgun ferðamanna utan háannar er for
senda aukinnar arðsemi og aukin vetrarþjón
usta fjölgar heilsársstörfum í greininni.
Uppgangur ferðaþjónustunnar
Fjölgun utan háannar
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Hugleiðing um kosningaréttinn
Fjöregg lýðræðisins
A llt frá fyrstu tilburðum til kosninga, þegar þorpskarlar lögðu kjörstein í steinahrúgu þess sem þeir vildu
kjósa, hefur kosningarétturinn þróast. Með
lögum um kosningar hafa ýmsir ágallar
fyrri aðferða verið aflagðir og margskonar
nauðsynleg réttindi kjósenda lögfest.
Þar vegur þyngst réttur kjósenda til að
koma á sérútbúinn kjörstað þar sem þeim er
tryggð aðstaða til að kjósa án þess að nokkur
annar geti haft fullvissu um það hverjum eða
hvernig þeir greiða atkvæði. Í kosningalög er
bundið hvernig kjörstaður skuli búinn og er
það á ábyrgð stjórnvalda að rétt sé að fram
kvæmd kosninga staðið.
Dæmi um komu kjósanda á kjörstað:
A. Þegar kjósandi kemur í kjördeild sína þarf hann að
sýna kjörstjórnarfólki persónuskilríki, nafni hans er flett
upp í kjörskrá og merkt við það til vitnis um komu hans.
Með merkingu við nafn hans er tryggt að sami kjósandi
geti ekki kosið oftar en einu sinni í hverjum kosningum.
B. Kjósandinn fær í hendur kjörseðil og er vísað á kjör
klefa þar sem hann getur greitt atkvæði sitt í einrúmi
fullviss, vegna varðstöðu kjörstjórnarfólks, að hann verði
ekki fyrir truflun.
C. Að lokinni kosningu brýtur kjósandi saman kjörseðil
sinn, setur hann í kjörkassa, enn að viðstöddu kjör
stjórnarfólki sem getur vottað, að koma hans á kjörstað og
gjörðir hans þar hafi verið að öllu leyti lögum samkvæmt.
Ef kjósandinn tekur þá ekki upp á því að sýna einhverj
um viðstöddum ósamanbrotinn kjörseðil sinn þannig að
sjá megi hvernig hann greiddi atkvæði. Geri hann það þá
ber kjörstjórnarfólki að koma í veg fyrir að kjörseðill hans
verði settur í kjörkassann. Kjósandinn verður að sýna
kosningaréttinum og grunngildum hans, sem og öðrum
kjósendum, þá sömu hollustu og virðingu sem honum
sjálfum hefur verið búin.
Fyrir skömmu ógilti Hæstiréttur kosningu til Stjórn
lagaþings á þeim forsendum að gallar hefðu verið á fram
kvæmd hennar. Þar mun fyrst og fremst hafa verið litið
til þess að kjörklefar hafi verið ófullnægjandi í nokkrum
kjördeildum.
Þetta sýnir og sannar að ábyrgð löggjafans er mikil og
mjög þarf að vanda til verka þegar lög og fyrirmæli eru
sett um framkvæmd kosninga, og kjörstjórnir verða að
hlíta þeim lögum og fyrirmælum af mikilli nákvæmni. Og
nú er enn komin upp deila um framkvæmd nýafstaðinna
forsetakosninga.
Þegar á kjörstað kemur kjósandi sem vegna fötlunar
getur ekki af eigin rammleik sett merki sitt á kjörseðil, þá
segja kosningalögin skýrt fyrir um að kjósandinn má velja
einhvern af viðstöddu kjörstjórnarfólki sér til aðstoðar.
Kjörstjórnarfólk er bundið þagnarskyldu um allt sem
viðkemur störfum þess og það kann að verða vitni að við
störf sín.
Enginn kjósandi getur fengið heimild til þess að hafa
aðra persónu með sér inn í kjörklefa nema
hann sé ófær vegna fötlunar um að greiða at
kvæði af eigin rammleik. Það eru því ekki til
önnur fordæmi í kosningalögum um aðstoð
við kjósendur í kjörklefa. En slík krafa er nú
komin fram og því ber að skoða hvort annað
fyrirkomulag er mögulegt án þess að rýra á
nokkurn hátt gildandi rétt fatlaðra kjósenda
til leyndar og öryggis.
Ef fatlaður kjósandi kemur inn á kjördeild
með aðstoð hjálparmanns og óskar eftir því
að sá hjálparmaður aðstoði sig við að kjósa,
hvernig getur kjörstjórn kjördeildarinnar
brugðist við? Það er jú hún sem ber ábyrgð
á að framkvæmdin sé í fullu samræmi við
gildandi kosningalög. Getur hún verið viss um hvort kjós
andinn valdi aðstoðarmanninn af frjálsum vilja, eða hvort
aðstoðarmaðurinn er kominn með kjósandann til að láta
hann kjósa? Er hægt að tryggja að kjósandinn ráði för, að
hans vilji skili sér á kjörseðilinn? Það er réttur kjósandans
að kjörstjórn tryggi honum sömu aðstæður og öðrum sem
í kjörklefa koma að þeir geti greitt þar atkvæði af eigin
sannfæringu. Ég fæ ekki séð að það sé hægt með öðrum
öruggari hætti en að samband hans við þann fylgdar
mann sem með honum kom verði rofið meðan hann er í
kjörklefanum og að í hans stað komi kjörstjórnarmaður
sem undirritað hefur eiðstaf að hlutleysi og þagnarskyldu
vegna starfsins. Annað væri afsláttur á rétti kjósandans.
Þann afslátt má hvorki hann né kjörstjórn veita.
Hugsanlega mætti bæta í kosningalögin ákvæði um
að hinn fatlaði kjósandi léti kjörstjórn vita með nægum
fyrirvara fyrir kjördag hvern hann vill fá sér til aðstoðar
og sá kæmi svo til kjörstjórnar og undirritaði samskonar
trúnaðarheit og kjörstjórnarmenn. Hefði það með sér á
kjörstað þegar hann mætir með kjósandanum.
Verði tekið upp rafrænt kjör til helstu almennra kosn
inga, þá samrýmist það því aðeins lögbundnum rétti kjós
enda til leynilegra kosninga, að þeim verði tryggð fullgild
aðstaða á kjörstað. Að notað verði lokað tölvukerfi með
gagnagrunn sem aðeins tengdist tölvum í kjörklefunum.
Að heimila kosningu frá tölvum utan kjörstaða er útilokað
af sömu ástæðum og fötluðum er ekki heimilt að nota til
aðstoðar hvern þann sem með þeim kemur á kjörstaðinn.
Þeirri ástæðu að kjörstjórn getur ekki tryggt að kjósand
inn sitji þar sjálfur og einn við tölvuna, né sé þar sjálfráður
gjörða sinna.
Höfum líka í huga að kosningaleyndin er helsta stoð
sjálfstæðis kjörinna fulltrúa gagnvart ráðríkum flokksfor
ingjum.
Þeir eru fulltrúar kjósenda og ber að fara eftir eigin
sannfæringu í sínum störfum. Kjörbréf verður ekki af
þeim tekið með samþykktum flokksþinga, heldur aðeins
með næstu kosningum, nema sakfelling um glæpsamlegt
athæfi komi til.
Gætum grunngilda kosningaréttarins í hvívetna og af
nákvæmni. Hann er fjöregg lýðræðisins.
Jökull Guðmundsson
ellilífeyrisþegi
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Grillpakkar
fyrir hópa og
samkvæmi
Allt í
grillmatinn
www.noatun.is
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum N1 um land allt
HELGARBLAÐ
26 viðhorf Helgin 20.-22. júlí 2012