Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Síða 39

Fréttatíminn - 20.07.2012, Síða 39
Ytri Rangá að stinga af „Minnsti laxinn sem ég hef vigtað er 2,1 kíló og sá stærsti 7,9 kíló. Já, nú er þetta allt í kílóum mælt. Meðalþyngd er um 2,5 kíló,” segir Matthías Þorsteinsson veiðivörður í Ytri Rangá. Það bar til tíðinda í vikunni að Ytri Rangá er komin í efsta sæti á lista Lands- sambands veiðifélaga yfir aflahæstu ár landsins. Þegar eru komnir rúmlega sex hundruð laxar á land. Á hæla árinnar koma svo Norðurá, Eystri Rangá og Elliðaárnar eru rétt á hælum Ytri Rangár. Það gerist svo árlega að Rangárnar stingi af á þessum lista yfir aflahæstu árnar. „Við höfum aldrei náð þessum ám svona snemma. Aldrei náð Norðuránni til dæmis svo snemma sem núna, en það er kannski af því að þetta er frekar lélegt hjá þeim. Þeir náðu ekki hundrað yfir vikuna. Sem telst frekar lélegt. Þetta var ágætt hjá okkur í dag (fimmtudag). Það komu 32 fyrir hádegi. Yfirleitt veiðist minna eftir hádegi. Dagurinn í gær endaði í 48 löxum,” segir Matthías. Þeir eru því kátir á bökkum Ytri Rangár þessa dagana. Að sögn Matta veiðivarðar eru að koma stærri göngur í ána. „Við erum aðeins lægri en 2008 í laxatölu, sem var metár. Þá veiddust rúmlegar 14 þúsund laxar. Ég ætla rétt að vona að það verði í kringum átta þúsund núna eftir vertíðina. En það þarf ekkert að vera. Aldrei á vísan að róa.“ Þessa dagana er farið að bera meira á útlendingum meðal veiðimanna, sem margir hverjir eru að fá sinn Maríu-lax. „Þetta eru nú ekkert rosalega góðir veiði- menn, margir hverjir,“ segir veiðvörðurinn. Hann nefnir það að menn séu á höttunum eftir stórum hrygnum í kistur sem finna má víða um á, til kreistingar, en fyrir slíkan feng fá veiðimenn góð, reykt laxaflök. Í Ytri Rangá þarf hins vegar ekki að sleppa og menn vilja gjarnan drepa bráðina. Oftast er það svo að tveir eru um stöng og helstu flugur þýsk snælda, francis og sunray. Föstudaginn 24. júlí fylgir Fréttatímanum sérblað um nám og námskeið. Þar verða kynnt námskeið sem heast á haustmánuðum og hvað skólar og fyrirtæki bjóða upp á slíkt fyrir fróðleiksfúsa Íslendinga. Áhugasamir hað samband við oskarfreyr@frettatiminn.is SÉRBLAÐ UM NÁMSKEIÐ H E LGA R BL A Ð

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.