Fréttatíminn - 20.07.2012, Qupperneq 40
32 bækur Helgin 20.-22. júlí 2012
ritdómur Box 21
Vinsælar heilsuBækur
ritdómur – Ég er á lífi, paBBi
s iri Marie Seim Sønstelie var í Útey og bjargaðist. Tilviljun ein réði því að hún og þau sem földu sig með henni
í klettaskoru voru ekki tekin af lífi fyrir
réttu ári, þann 22. júlí. Í dag fellur dómur
yfir rasistanum og öfgamanninum sem sá
það sem æðri tilgang í lífi sínu að drepa
sem flesta félaga af yngstu kynslóð Verka-
mannaflokksins norska og þótt réttarríkinu
hjá frændum okkar hafi tekist á þessu ári af
mikilli stillingu að halda yfir Breivik rétt-
arhöld þá er glæpur hans til sönnunar um
vatnaskil í opinberri baráttu gegn hægri-
sinnuðum öfgamönnum sem fara mikinn
um samfélög hér norðurfrá.
Hér á landi er valdboð þeirra bundið við
útlendingahatur almennt, en þó einkum
gegn lituðu fólki, flóttamönnum og inn-
flytjendum, og eru dæmin um það mýmörg.
Fæstir þeirra sem finna ótta sínum farveg
í útlendingahatri átta sig á því samhengi
sem þeir sitja fastir í. Og þótt saga Siri,
sem rekur atburði eftirmiðdagsins 22. júlí
frá upphafi til enda, og faðir hennar bæti
í myndina með sögunni frá sinni hlið, þá
óttast þessi lesandi að fordómafullir landar
okkar eigi í stökustu vandræðum með að
stilla sér upp í hópi hægrisinnaðra öfga-
manna álfunnar þótt grunnmiðin í skoð-
unum þessa fólks séu af svipuðum toga og
eiga sér vissulega sögulegar rætur í gyð-
ingahatri síðustu aldar sem er sama eðlis
og múslimahatrið nú.
Skrif feðginanna eru græðandi: bæði
segja þau sögu sína til að losa sig undan
martraðarkenndri reynslu. Bókin er læsi-
leg, skýr í uppbyggingu og dregur upp ljósa
mynd af þeim örlagaríku klukkustundum
sem kostuðu á áttunda tug barna og full-
orðinna lífið. Undirtitill verksins er Dagur-
inn sem breytti okkur — en hversvegna
hefur sá dagur ekki megnað að breyta
öðrum? Þeim sem hversdagslega hugga sig
við — flestir í velsæld vanþekkingar sinnar
— hatur á öllum þeim sem eru langt að
komnir og eru af annarri trú en trúdaufur
fjöldinn. Því hatur er það og brýtur svo
skelfilega í bága við manngildishugsjón
sem við viljum að ríki hér. Hér starfa póli-
tískir flokkar sem þrífast á svona ótta, hér
ganga fram stjórnmálamenn sem sveipa sig
yfirlæti hins skilningsríka en standa fastir
í andúð á Pólverjum, Víetnömum, mús-
limum, jafnvel kaþólikkum, og kynda undir
slíkum fordómum.
Bók eins og þessi kann að megna að
fylla fólk ofboði, en verkinu er um megn
að vísa á grunninn að þessum ósköpum:
sjálfbirgingshátt hins hvíta, það skipulega
arðrán sem er grunnurinn undir samfélagi
okkar og tryggir okkur lífsgæðin, og um
leið hvernig þekkingarmiðlun okkar daga
skríður hjá því stóra samhengi sem út-
lendingahatur er almennt. Verkið megnar
aftur að bregða skýru ljósi á hvað ofbeldis-
glæpir draga langan dilk á eftir sér, hvernig
ofbeldið setur fórnarlambið ævilangt í
fangelsi tilfinninga sinna sem sækja aftur
og aftur á hugann í endurliti, stinga upp
höfði þegar minnst varir. Ræna það friði
um alla tíð.
Ég er á lífi er því áminning til okkar
hinna að heimta það af samfélagsgerðinni
að alltaf sé risið gegn hinni hatursfullu
smáborgaralegu afstöðu sem stillir okkur
upp sem heild gegn öllum hinum, þeim
sem vilja útlendinga burt, flóttamenn burt
frá eyju sem er sögulega séð hinsta skjól
flóttamanna. Á endanum er það krafa um
lífsafstöðu þeirra sem við kjósum að hafa
í forsvari: hvað eru þeir tilbúnir að ganga
langt í að gera landið að hvítu virki eins og
margir forverar þeirra hafa beitt sér fyrir
með góðum árangri.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Hundrað og tíu ára tímarit
r oslund & Hellström er tvíeyki frá Svíþjóð sem hef-ur á liðnum árum sent frá sér röð spennusagna.
Fyrsta sagan þeirra, Ófreskjan, kom út í fyrra hjá Upp-
heimum, og var upphaflega gefin út 2004, nú er önnur
bók þeirra komin út hjá sama forlagi og Sigurður Þór
Salvarsson þýðir. Alls munu þessir skáldbræður eiga
sex bækur á markaði, nýjasta sagan þeirra, Tveir
bræður, kom út í Svíþjóð fyrir fáeinum vikum.
Box 21 rekur nokkrar sögur samtímis: hér eins og í
Ófreskjunni er Evert Gren, miðaldra og mæddur rann-
sóknarlögreglumaður tengillinn: Forn andstæðingur
hans verður látinn laus innan skamms og Grens er
staðráðinn í að koma honum aftur bak við lás og slá
– hvað sem það kostar. Fanturinn varð þess valdandi
að eiginkona Grens hefur verið á hæli, mikið skert
andlega eftir lögregluslys sem Grens kennir óvini
sínum um. Grens reynir að rekja ferðir fangans þá
hann er laus með því að yfirheyra ungan fíkil en án
árangurs. Skömmu síðar er Grens kallaður í íbúð þar
sem átök hafa átt sér stað og þar er tveimur litháískum
konum haldið föngnum sem kynlífsþrælum: þar með
eru helstu upphafsþræðir verksins ljósir, en það gerist
á nokkrum klukkustundum – þó forsögur og eftirmál
skagi út úr sögunni.
Roslund & Hellström eru býsna miskunnarlausir í
lýsingum sínum, plotta sögurnar vel, og draga hvergi
af sér. Grens er brotinn maður, sérstæður ruddi og
reynist ekki heilagur þegar á hólminn er komið. Hér
skarast áhugasvið löggu og glæpamanna og líkt og í
Ófreskjunni ná þeir félagar að snúa á lesandann fram
á síðustu andartök sögunnar, búa til hverfipunkt sem
er í senn óvæntur og lýsandi. Framvinda sögunnar
er mjög spennandi á löngum kafla og mörgum minni
persónum bregður fyrir sem eru fagmannlega settar
saman og gera plottið og söguumhverfið sannfærandi.
Eins og margir norrænir krimmar er Box 21 sam-
félagsádeila, kafar ekki djúpt í rætur glæpsins sem hér
er í sjónarmiðju: hversvegna leita karlar vísvitandi eftir
því að sækja heim fangnar konur og misbjóða þeim
kynferðislega, þrátt fyrir að slík hegðun sé utan þeirra
hóps talin ósæmileg, lögbrot og geti leitt yfir þá mikla
ógæfu. Oftast er bent á karla sem sitja hátt í veldisstiga
samfélagsins sem einhverja skýringu á því að svona
starfsemi er óáreitt. Sjaldan er litið víðar: hversvegna
er samfélögum okkar svo erfitt að uppræta mansal á
okkar dögum?
- pbb
Hvít þrælasala í Svíþjóð
— Ég er á lífi, pabbi
Siri Marie Seim Sønstelie og
Erik H. Sønstelie
Þýðing: Örn Þ. Þorvarðarson
Draumsýn - Bókaforlag, 302
bls. 2012.
Box 21
Roslund & Hellström
Sigurður Þór Salvarsson þýddi.
Uppheimar, 410 bls. 2012.
Bók eins og
þessi kann að
megna að fylla
fólk ofboði, en
verkinu er um
megn að vísa
á grunninn
að þessum
ósköpum.
Úr Herðubreiðarlindum
Ársfjórðungsritið Herðubreið er komið út á nýjan leik. Lát
varð á útgáfunni eftir fyrstu tvo árgangana en nú er hóað í
þriðja árganginn. Ritstjóri og útgefandi er sem
fyrr Karl Th. Birgisson og er nýja heftið 96
síður að stærð. Árni Páll Árnason skrifar um
hagstjórnarverkefni vorra tíma, Valgerður
Bjarnadóttir fjallar um persónukjör, birt er
erindi eftir Guðmund Andra Thorsson frá
vori 2009, herhvöt af landsfundi Samfylkingar-
innar. Pétur Tyrfingsson skoðar sagnfræðirit
hægri sinnaðra sagnfræðinga, Jóhannes H.
Karlsson skoðar hugmyndir um Ísland sem
skattaskjól. Þá er palladómur að fornum sið
um Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Margt
ljósmynda er í heftinu eftir Ara Sigvaldason
og aldarafmælis Steins Steinars 2008 er minnst með ýmsum
hætti. Þá geymir heftið fjölda merkilegra ritdóma.
Vorhefti þessa árs af Sögu, tímariti
Sögufélagsins, er komið út í rit-
stjórn Sigrúnar Pálsdóttur. Það
er 244 síður að stærð og geymir að
vanda margt góðra greina. Forsíðu
skreytir mynd af verslunarhúsi
Nathan og Olsen á horni Austur-
strætis og Pósthússtrætis sem
auglýst var til sölu fyrr í vikunni
en upphafsgrein heftisins fjallar
um það og er eftir þýska arkitekt-
inn Atla Magnús Seelow sem
sendi á síðasta ári frá sér inn-
gangsrit um íslenska húsagerðar-
list á fyrri helmingi síðustu aldar.
Auður Styrkársdóttir skrifar
um upphafsár kvennabaráttu á
Íslandi og alþjóðlegt samstarf.
Már Jónsson segir
frá skiptabókum og
dánarbúum, Brynja
Björnsdóttir skrifar
um vansköpuð börn á
miðöldum. Magnús
Þ. Bernharðsson
fjallar um stjórnmál
Miðausturlanda og
Svanur Kristjáns-
son fjallar um Kefla-
víkursamninginn 1945-1946. Þá
eru í ritinu viðtöl, viðhorfsgreinar,
ritdómar og andmæli.
Barnamorðin í Útey
Heilsuréttir fjölskyldunnar
eftir Berglindi Sigmarsdótt-
ur er mest selda bók ársins.
Í öðru sæti á metsölulista
bókaverslana er Heilsuréttir
Hagkaups eftir Sólveigu
Eiríksdóttur svo það er
ljóst að landsmenn eru afar
áhugsamir um heilsusam-
legt líferni þetta árið.