Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Page 48

Fréttatíminn - 20.07.2012, Page 48
Byltingarkennd förðunarlína frá Lagerfeld Aðalhönnuður tískuhússins Channel, Karl Lagerfeld, vinnur nú að sinni fyrstu snyrtivörulínu sem hönnuð er sérstaklega fyrir japanska fyrirtækið Shu Uemura. Hönnuðurinn frumsýndi fyrstu teikningar línunnar fyrr í vikunni á vefsíðu franska tískutíma- ritsins Vogue. Línan er að hans sögn gríðarlega kraftmikil, full af litum og mikilli gleði. Innblástur línunnar kemur frá japanskri snyrtifræði í bland við þá evrópsku. Þetta verða förðunarvörur sem eru ólíkar öllu því sem til er. Línan er væntanleg í Japan í byrjun næsta árs og verður seld á heimsmarkaði um mitt árið. „Hann einkennist af algjörri óreiðu; mjög litríkur og lífsglaður,“ svarar Snædís Anna Valdimarsdóttir, 20 ára við- skiptafræði nemi í Háskóla Reykjavíkur, þegar hún er spurð út í fataskápinn sinn. „Innihald hans er mjög blandað; allt frá sígildum „vintage“ vörum yfir í nútíma- legar tískuvörur og allt þar á milli. Fötin mín reyni ég að kaupa helst í útlöndum og þá í H&M, Urban Outfitters og skemmtilegum vintage-verslunum. Hér heima liggur leið mín helst í Topshop, GK og þessar helstu vintage-verslanir eins og Spúútnik og Rokk og rósir. Ég fæ mikinn innblástur tísku frá hinum og þessum tískubloggum ásamt því að glugga stundum í tískublöð eins og ID og Vogue. Einnig fæ ég mikinn innblástur frá tískugyðjunni Mary Kate Olsen, en hún er algjör töffari og í algjöru uppáhaldi hjá mér.“ Ákaflega fjöl- breyttur stíll Helgin 20.-22. júlí 201240 tíska Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is 5 dagar dress Mánudagur Skór: Gs Skór Buxur: Dótturfélagið Skyrta: H&M Jakki: Topshop Vesti: H&M Fimmtudagur Skór: Jeffrey Campbell Buxur: Topshop Skyrta: Rock It Föstudagur Skór: Gyllti Kötturinn Samfesting- ur: Nostalgía Miðvikudagur Skór: Topshop Stuttbuxur: H&M Skyrta: Rock It Þriðjudagur Skór: Jeffrey Campbell Pils: Rokk og rósir Peysa: Forever21 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Litrík nútímatíska í Afríku Að koma til Suður-Afríku, eftir sex vikna ferðalag um sjö lönd í Afríku, var mikill léttir. Þrátt fyrir að hafa eytt yndislegum tíma í þessari dýrmætu heims- álfu er gott að vera komin á vestrænar slóðir þar sem það þykir sjálfsagt að geta þrifið fötin sín eftir þörfum. Síðustu vikur hef ég þurft að múta þjón- ustustúlkunum á hótelunum til að mega handþvo fötin mín og trúið mér, þær kunna sko að semja. Suður-Afríka býður þó upp á meira en ágætar þvottavélar. Það er ótrúlegt hvað þetta land sker sig úr nágrannalöndunum. Fólkið hér er mun með- vitaðra um vestrænar hefðir og tískan í landinu er mér að skapi. Eftir ítarlega leit að fallegum en ódýrum tískuvörum í Afríku er ég loksins komin á heimavöll. Óteljandi fataverslanir, bæði litlar og stórar, leynast á hverju götuhorni þar sem hægt er að gramsa eftir fallegum flíkum og aukahlutum á lágu verði. Lítið er af utanaðkomandi verslunar- keðjum sem við þekkjum vel frá Evrópu eða Banda- ríkjunum. Helst er að finna vörur sem framleiddar eru og hannaðar í landinu. Það er líklega þess vegna sem landið býr enn yfir einstakri nútímatísku sem blönduð er við þá afrísku. Samfélagið heldur í gamlar hefðir, þá litríku og lífsglöðu en hleypir þó vestrænum nýjungum inn í fataskápinn sinn. Hannar föt fyrir breskt tískuhús Fyrr í vikunni staðfesti söngkonan Rihanna þann orðróm sem lengi hefur legið í loftinu að hún vinni að nýrri fatalínu á viðráðanlegu verði í samstarfi við breska tískuvöru- merkið River Island. Línan er væntanleg í verslanir fyrirtækisins á næsta ári og verður fjölbreytt með innblæstri frá persónulegum stíl söngkonunnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem söngkonan leggur fatahönnun fyrir sig. Fyrr á þessu ári frumsýndi hátískufyrirtækið Armani línu sem hún vann að ásamt hönnuðum fyrirtækisins. Í þetta sinn fær hún þó að spreyta sig sjálf og munu hönnnuðir River Island ekki koma að gerð línunnar. Söngkonan Rihanna vinnur að nýrri fatalínu í samstarfi við River Island. Á tískupallinum á ólympíuleikunum Bresku ofurfyrirsæturnar Kate Moss og Naomi Campell verða báðar þátttakendur í lokaathöfn ólympíuleikanna í London þann 12. ágúst næst- komandi. Þær hafa samþykkt að taka aðeins eitt pund, eða tæpar 200 krónur fyrir vinnu sína. Fyrirsæturnar munu ganga niður sýningarpall klæddar fötum frá breska tískuhúsinu Alexander McQueen. Við athöfnina munu fleiri fræg andlit frá Bretlandi fá borgað eitt pund fyrir að sýna hæfileika sína, meðal annars Russel Brand, George Michael og One Direction. Ofurfyrirsæturnar Naomi Campell og Kate Moss verða meðal þátttak- enda í lokaathöfn ólympíuleikanna í London. Mynd: NordicPhotos/Getty Karl Lagerfeld vinnur að sinni fyrstu snyrtivörulínu sem hönnuð er sérstaklega fyrir Shu Uemura.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.