Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 53
VERÐHRUN
50-70% afsláttur af útsöluvörum
Vertu vinur okkar á
K R I N G L U N N I
S Í M I 5 6 8 8 7 7 7
67%
... kvenna á höfuðborgar-
svæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent okt.-des. 2011
H a? Er ekki búið að hafa samband við Eldfuglinn? Þetta er menningarslys í uppsiglingu. Það verður reynt að
bjarga þessu fyrir horn. En ekkert skýtið
þó menn óttist að opna fyrir Örvarsfjöl-
skylduna, þetta eru tugir manna. En, hún
sem sér um að bóka þetta er svo ung að hún
þekkir kannski ekki þessa stórsnillinga.
Þyrfti helst að vera sagnfræðingur í þessu.
Ég ætla að hringja og athuga hvort ekki sé
hægt að vinda ofan af þessu hneyksli,“ segir
Logi Már Einarsson, arkítekt, bæjarfulltrúi
Akureyrarkaupstaðar, samfylkingarmaður
og varaþingmaður.
Í ár eru 150 ár síðan Akureyri öðlaðist
kaupstaðaréttindi, mikið er um viðburði á
afmælisárinu en hámarki ná hátíðarhöldin
á svokallaðri Akureyrarvöku sem hefst
24. ágúst og stendur fram til sunnudags 2.
september. Þá verða margir frægustu synir
bæjarins fengnir til að troða upp, að
sögn Sifjar Huldu á Akureyrar-
stofu. „Tónleikar í Gilinu þar
sem við ætlum að fara yfir
Akureyrartónlist
frá ýmsum tímabil-
um. Það hefur
ýmis-
legt gerst og má nefna að Baraflokkurinn
mun troða upp, Naglbítarnir sem eru ættaðir
héðan, Skytturnar og, við erum nokkur sem
höldum utan um þessa viku og Guðrún Þórs-
dóttir er með tónleikana á sínu borði, leyfðu
mér að fletta... jú, Skriðjöklarnir eru líka hér
á blaði.“
Logi var einmitt í Skriðjöklunum sem var
slíkt stórband þegar frægðarsólin skein sem
hæst að þeir voru með sérstakan dansara
á sínum snærum, sem var einmitt Logi.
Og hann ætlar að draga fram dansskóna af
þessu tilefni. En fyrst þarf að afstýra þessu
menningarslysi: „Þetta er stóralvarlegt
mál. Ég óttaðist þetta, að einhverjar hljóm-
sveitir færu milli skips og bryggju svo sem
Norðanpiltar og Möðruvallamunkarnir, sem
er frábært band.“
Karl Örvarsson tónlistarmaður og
skemmtikraftur með meiru segist aðspurður
það ofmælt að hann gráti í koddann sinn en
grútspældur hefur hann beðið við símann.
„Já, ég undrast þessa vanþekkingu á tón-
listarsögu Akureyrar. Þarna er stór póll í eit-
ís-tímabilinu. Stuðkompaníið, sigurvegarar
músíktilrauna ´87,“ segir Karl sem átti eftir
daga Stuðkompanísins farsælan sólóferil.
Jakob Bjarnar Grétarsson
jakob@frettatiminn.is
afmælisHátíð akureyrar GenGið fram Hjá karli Örvarssyni
Menningarlegt stór-
slys í uppsiglingu
Akureyrarbær blæs til stórtónleika í haust til að fagna 150 ára afmæli bæjarins, helstu tónlistar-
menn þeirra norðanmanna í gegnum tíðina munu troða upp en nokkur urgur er þó þeirra á
meðal því ekki hefur enn verið hringt í Karl Örvarsson.
Karl Örvarsson
hefur beðið við
símann og skilur
ekkert í því af
hverju ekki hefur
verið hringt og
hann boðaður
til að taka þátt
í tónleikahaldi
þar sem helstu
frægðarinnar
synir Akureyrar
munu troða upp.
dægurmál 45 Helgin 20.-22. júlí 2012