Fréttatíminn - 27.07.2012, Page 4
T jahh, jú, eða þetta er alltaf smá ævintýri. En, hreyfði lítið við hjartslættinum. Svo
var maður bara lentur,“ segir Guð-
mundur Hjaltason flugmaður; pollró-
legur þegar flughræddur blaðamað-
ur Fréttatímans spyr hvort þetta
hafi ekki verið alveg svakaleg lífs-
reynsla?
Fréttatíminn náði tali af Guð-
mundi nú í vikunni en hann var þá
nýlega kominn heim til Íslands eftir
að hafa ferjað flugvél sem hann hafði
fest kaup á til landsins. Ferðin reynd-
ist háskaleg því bensíndæla vélarinn-
ar gaf sig með þeim afleiðingum að
Guðmundur þurfti með skömmum
fyrirvara að nauðlenda í Nevada-
eyðimörkinni við erfiðar aðstæður.
„Ég hafði flogið í tæpa þrjá tíma.
Í ægilegum hita og óþægilegu flug-
veðri. Og þá stoppaði mótorinn
þarna yfir eyðimörkinni. Þarna er
hátt landið og ekki reyndist mikill
tími til stefnu. Nokkrar mínútur. Í
þessari flugvél er vél sem dregur
upp hjólin, ekki allar vélar sem gera
það, og ekki um annað að ræða en
nauðlenda vélinni. Mótorlaus. Eins
og þeir sögðu síðar flugvirkjarnir;
„In the middle of nowhere“. Allt
sambandslaust. En, þarna var ein-
hver lítil sandslétta. Þó þetta sé eyði-
mörk fer því fjarri að þarna sé hægt
að lenda allstaðar. Þetta er gróið
og búskar hér og þar. En, ég fann
þarna einhvern sköllóttan blett og
tókst að koma henni niður án þess
að skemma hana. Botninn á henni
var alveg eins og steypa,“ segir Guð-
mundur.
Vinirnir með öndina í hálsinum
Áður og meðan á þessu gekk mátti
lesa á póstlista Félags íslenskra
einkaflugmanna: „Félagi Guðmund-
ur Hjaltason sem átti TF-VHH er
þessa dagana að fljúga frá Napa til Ís-
lands á nýrri vél sinni Meyer N-480S
...“ Og seinna birtust svohljóðandi
skilaboð: „Við höfum orðið vör við
að margir eru að fylgjast með heim-
ferð félaga okkar Guðmundar Hjalta-
sonar á nýju vélinni sinni N-480S.
Um helgina þurftu þau að nauðlenda
þar sem bensíndæla bilaði, eru þau
stödd rétt vestan við Salt Lake City
í 10.000” hæð. Er verið að bíða eftir
varahlutum og vonast þau til þess
að geta farið í loftið aftur eftir 1-2
daga.“ Og áfram bárust spenntum
vinum og félögum fregnir í gegnum
póstlistasendingar: „Vorum að heyra
frá Guðmundi. þau eru komin með
varahlutina og er byrjað að vinna í að
skipta um, það er það heitt hjá þeim
(100 F) að aðeins er hægt að vera úti
í ca 10 mín í senn. Þau vonast eftir
að komast í loftið um þetta leytið á
morgun.“
Heppinn með lendingarstað
Með Guðmundi í för var eigin-
kona hans Elísabet. Hremmingum
þeirra var ekki lokið. „Þarna var
ekkert samband en ég var með
svona tæki, „Find Me Spot Locator“
sem sendir út reglulega hvar þú ert
staddur. Þetta var um kvöldmatar-
leytið og við biðum. Reyndum að
kalla en svo var það ekki fyrr en um
fimm að morgni sem við sendum
út neyðarkall.“ Þá leið ekki á löngu
þar til hjálpin barst, með þyrlu og
næsta dag fór Guðmundur með
flugvirkjum með trukki á staðinn,
til að bjarga vélinni. „Þeir sögðu
mér að þetta væri óvenjulegt, að
menn sem lentu í slíku, væru yfir-
leitt dauðir.“
Ný bensíndæla var sett í vélina
og Guðmundi tókst að ná vélinni á
loft þrátt fyrir mikla hita. „Ekki var
hægt að finna betri braut á þessum
slóðum en nákvæmlega þarna þar
sem ég hafði nauðlent. 700 metr-
ar sem er ekki mikið í tæplega 40
stiga hita í 5600 feta hæð.“ Guð-
mundur segir það ekki hafa verið
tiltakanlega erfitt að fara aftur af
stað þrátt fyrir hremmingar. „Ég
hafði átt vél með samskonar mótor
í 25 ár þannig að ég þekki hann vel.
Ótrúlegt hvað þetta snýst. En við
vorum í kapphlaupi við veðrið, ef
við hefðum fengið mikla rigningu
hefði vélinni ekki verið flogið úr
eyðimörkinni þar sem vatnsbotninn
er víst fljótur að breytast í drullu-
forað.“
Öllu vanur
Guðmundur segist hafa fallið fyrir
þessari vél, Meyer, sem er sjaldgæf
tegund, innan við hundrað vélar
þeirrar gerðar eru fljúgandi í dag,
þær voru einungis framleiddar tvö-
hundruð á sínum tíma. „Ég var ekk-
ert að yngja upp. Seldi Cessnuna og
keypti þessa, ´67 módel og er hún
þá 45 ára gömul.“
Guðmundur var sem sagt ekkert
að láta þetta áfall slá sig út af laginu,
hefur enda lent í ýmsu á löngum
ferli en hann fékk flugprófið 1978;
meðal annars nauðlenti hann árið
2003, ásamt syni sínum Hjalta Geir,
í heimreiðinni að Bessastöðum og
sumir muna ef til vill eftir.
Jakob Bjarnar Grétarsson
jakob@frettatiminn.is
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
YFIR 40 GERÐIR
GRILLA Í BOÐI
LANDMANN
eru frábær grill
fyrir íslenskar
aðstæður
44.900
Opið til kl. 14 á morgun laugardag
12734
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
OYSTER PERPETUAL DATEJUST II
Michelsen_255x50_E_0612.indd 1 01.06.12 07:21
Einkaflug guðmundur HjalTason í HrEmmingum við fErjuflug
Nauðlending í Nevada-eyðimörkinni
Íslenski flugheimurinn fylgdist grannt með gangi mála, og með
öndina í hálsinum, þegar Guðmundur Hjaltason einkaflugmaður
ferjaði nýja og einstaka vél sína til landsins. Ekki vildi betur til
en svo að bensíndælan gaf sig með þeim afleiðingum að Guð-
mundur þurfti að nauðlenda í Nevada-eyðimörkinni.
Þeir sögðu
mér að
þetta væri
óvenjulegt,
að menn
sem lentu í
slíku, væru
yfirleitt
dauðir.
Guðmundur og vél
hans „in the middle
of nowhere“ í Ne-
vadaeyðimörkinni.
vEður fösTudagur laugardagur sunnudagur
Sólríkt um nánaSt allt land oG
fremur Hlýtt V- oG S-til
HÖfuðBorGarSVæðið: Létt-
skýjað Eða HEiðrÍkt.
HeiðríkJa oG HæGur Vindur.
Hlýtt, en SValt um nóttina.
HÖfuðBorGarSVæðið: Léttskýjað
oG HafGola.
HlýJaSt á na- oG a-landi. Þar Sól,
en meira SkýJað VeStantil.
HÖfuðBorGarSVæðið: sól framaN
af dEGi, EN væta um kvöldið.
Sól og sumar
Hæðarsvæði mun ráða veðrinu hjá okkur
yfir helgina. Það verður sólríkt um land allt
og fremur hlýtt að deginum eða 15-18 °C og
á stöku staða hlýrra eins og gefur að skilja.
Á nóttinni kólnar niður í 6-7°C. Hæg N-átt í
grunninn og því heldur svalara,
einkum við sjóinn norðan- og
norðaustanlands. Á sunnudag
verður vindur meira sv-
stæður og þá verður hlýjast
fyrir norðan og austan, en
þá um kvöldið þykknar í
lofti og fer að rigna á vest-
fjörðum og vestanlands
15
14 12
12
17 16
15 15 15
18
13
14 17
18
15
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
4 fréttir Helgin 27.-29. júlí 2012