Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Síða 14

Fréttatíminn - 27.07.2012, Síða 14
Heilsueldhúsið heilsurettir.is F yrir svona þrjátíu og fimm árum mátti sjá litla stelpu raða vand- lega upp alls konar varningi fyrir utan verslunina Ásgeir í Selja- hverfinu. Hverfið var að byggjast upp, stillansar voru utan á flestum húsum og viðskiptavinirnir því kannski ekki mjög margir. En litla stelpan lét það ekki á sig fá. Draumurinn um að verða búðarkona var vakinn og þarna sat hún frá morgni til kvölds með sínar vörur til sölu á tombólunni. Þrátt fyrir mikla vinnu við að drösla vörunum í stórum poka á staðinn og raða upp, var hún alsæl ef hún kom heim með tvö hundruð krónur að loknu dagsverki. Það er næstum því öruggt að hún hefur sungið við vinnuna... Draumurinn um að verða búðarkona „Já, ég var farin að syngja þegar ég var enn á koppi,“ segir Hera Björk hlæjandi, enda hefur hún ekki langt að sækja sönghæfi- leikana. Móðir hennar er söngkonan Hjördís Geirsdóttir, sem án nokkurs vafa hefur hvatt stelpuna sína til að syngja. „En þegar ég sé litlar stelpur með tombólu, stenst ég ekki freistinguna að kaupa af þeim. Mér finnst það mesta kikkið að sjá hvað þær fá mikið kikk útúr því að selja. Þetta búðar- konu-element, það er svo gaman að selja einhverjum eitthvað og það er svo gaman að sjá einhvern kaupa það sem hann langar í. Sjálfri finnst mér alveg dásamlegt að kaupa eitthvað sem mig langar virkilega í. Ég veit fátt skemmtilegra í lífinu.“ Söngkonuhlutverkið bara til skemmt- unar – sagði afi Nú kann einhver að spyrja: Hvers vegna er verið að tala við Heru Björk Þórhallsdóttur söngkonu um tombólur og búðarkonur? Jú, vegna þess að nú er Hera Björk ekki lengur að raða dóti á götuna til að selja fyrir framan Ásgeirsbúð, heldur hefur hún opnað sérdeil- is skemmtilega verslun við Laugaveg 83 sem Púkó og smart letidýr Heru Björk Þórhallsdóttur söngkonu er margt til lista lagt. Frá því hún tók þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir rúmum tveimur árum þar sem hún flutti lagið Je Ne Sais Quoi, hefur hún vart haft við að ferðast um heiminn til að syngja. Slíku er hún svo sem ekki óvön, því eftir nám við Complet Vocal Institute í Kaupmannahöfn, þaðan sem hún lauk prófi sem söngkennari og raddþjálfari, flutti hún fyrirlestra og kenndi á vegum skólans víða í Evrópu. En lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Sem unglingur varð hún fyrir kynferðislegu ofbeldi en hefur unnið úr þeirri reynslu. En hvers vegna er Hera Björk allt í einu orðin bæði púkó og smart á Íslandi? Hún settist niður með Önnu Kristine og sagði henni frá nýjustu ævintýrunum. heitir „Púkó & Smart“. „Hugmyndina að opna verslun tel ég hafa komið í kringum árið 2000, en vinkonur mínar vilja meina að sú hugmynd hafi fæðst löngu fyrr, á níunda áratugnum. Ég fór í við- skiptafræðinám við Háskólann á Akureyri árið 2000 til að ná mér í „alvöru“ menntun eins og lög gera ráð fyrir, enda söngkonu- djobbið bara til skemmtunar að mati margra. Samfélagið gerir einhvern veginn ekki ráð fyrir því að maður geti lifað á þessu og ég fæ enn spurninguna: „Ertu ekki alltaf að syngja? Og hvar ertu svo að vinna?“ Mamma mín hafði sönginn meira og minna sem aðal- starf þar til hún varð fimmtug, en þá skellti hún sér í snyrtifræðina og sjúkraliðann svo nú við titlum hana sem söngsnyrtiliða. Ég er auðvitað búin að vinna í öllum mögu- legum störfum með söngnum. Þegar maður trúir því ekki sjálfur að maður geti haft ofan í sig á með þessu að þá auðvitað er það bara þannig.“ Viðskiptaáætlun ofan í skúffu Þá tók hún ákvörðun um að fara í nám í við- skiptafræði: „Ég flutti til Dalvíkur og Akureyrar og bjó þar í þrjú ár, tók tvö ár í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og þegar ég kom aftur til Reykjavíkur skellti ég mér á nám- skeið sem heitir „Brautargengi fyrir konur í atvinnurekstri“ og mæli ég eindregið með því. Það var alveg frábært og þar kynntist ég frábærum konum og held ennþá sambandi við sumar þeirra. Allt eru þetta „dúerar“ eða ...ég var í leyfisleysi foreldra minna í partýi með eldri vinkonu og þar var ungur maður sem ákvað að ég væri sæta stelpan sem hann ætlaði sér að fá um kvöldið. Framhald á næstu opnu Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Hera Björk Þórhallsdóttir var farin að syngja þegar hún var enn á koppi. Hún á ekki langt að sækja sönghæfileikana en móðir hennar er söngkonan Hjördís Geirsdóttir. Myndir Hari 14 viðtal Helgin 27.-29. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.