Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Page 38

Fréttatíminn - 27.07.2012, Page 38
Þæfðir nískupokar F Foreldrarnir sem eiga von á þríburum, eftir að hafa þurft að fækka fóstrum um tvö að læknisráði, eins og Fréttatíminn hefur greint frá hafa að ýmsu að hyggja eins og fram kom í viðtali við þau í blaðinu fyrr í mánuðinum. Meðal annars hafa ungu hjónin reiknað út að þau þurfi að kaupa um sjö þúsund bleiur fyrsta árið. „Svo er allt hitt, þrír bílstólar þrí- burakerra, þrjú barnarúm... Þetta verður ævintýri,“ sagði þríburafaðirinn tilvon- andi og vissulega er það svo. Hvert barn er ævintýri, svo ekki sé talað um að þrjú í einu. Það verður líf og fjör á því heimili. Þessi væntanlegu bleiukaup komu í huga mér þegar stórfjölskylda okkar dvaldi saman yfir helgina í sumarhúsi en í þeim hópi eiga sonur okkar og tengda- dóttir tvö börn á bleiualdri. Það er mikil vinna að sjá um ungbörn, sem margfalt skilar sér til baka, þótt ekki sé minnst á kostnaðinn sem þeirri umönnun fylgir. Þó gat ég ekki annað en spurt móður barnanna um þann fjölda bleia sem þarf þar sem skipt var á tveimur í einu. „Ætli það séu ekki svona tveir pakkar á viku,“ sagði hún en hafði ekki velt sérstaklega fyrir sér kostnaðinum heldur tekið hon- um eins og öðru sem stór fjölskylda þarf sér til viðurværis. „Hvað kostar pakkinn?“ spurði afinn því næst og fékk það svar að hann kostaði um tvö þúsund krónur. Þótt sá gamli sé máladeildarstúdent réð hann við reikn- ingsdæmi sem var ekki flóknara en þetta og gat því upplýst tengdadóttur sína um það að hún færi með rúmlega tvö hundr- uð þúsund krónur í bleiur á svokölluðum ársgrundvelli, þótt vissulega styttist í það að eldra barnið hætti bleiunotkun. Þótt ég hafi ekki kynnt mér gaum- gæfilega þann kostnað sem fylgir hverju barni er ljóst að hann er ærinn og ekki er ég alveg viss um að samfélagið styðji nægilega við bakið á unga fólkinu sem viðheldur þjóð okkar. Í flestum tilfellum vinna báðir foreldrar utan heimilis að loknu fæð- ingarorlofi og þurfa þá að greiða dagforeldri fyrir barnagæsluna og síðar mánaðarlegt leikskóla- gjald. Þótt það sé niðurgreitt af sveitarfélögum er það engu að síður umtalsverður kostnaður fyrir ungt fólk sem er að borga af lánum vegna íbúðarkaupa og margir samhliða af námslánum. Matarreikningurinn hækkar með hverju barni, fatnaður allur kostar sitt sem og sá búnaður sem fylgir, og væntanlegu þríburafor- eldrarnir voru farnir að huga að; barna- vagn, kerra, bílstóll og fleira af því tagi. Bílnum má ekki gleyma og hann er dýr í rekstri. Eigi fólk fleiri börn en þrjú þarf að kaupa stærri bíl en hinn hefðbundna fimm manna, farartæki sem tekur alla fjölskylduna – og þá er bíll- inn væntanlega dýrari, hvort heldur er í innkaupum eða rekstri. Eflaust myndi það æra hvern mann að reikna hvern lið út í heimilishaldinu öllu. Þá kæmist unga fólkið að því að því að það væri því sem næst gjaldþrota. Þess í stað setur það undir sig hausinn og gerir það sem gera þarf. Þetta sama unga fólk sofnar dauðþreytt eftir hamaganginn – og vaknar svo nokkrum sinnum á nóttu til þess að sinna yngstu borgurum þessa lands. Þá getur verið gott að eiga að afa og ömmu sem hlaupa stundum í skarðið, einkum þau dásamlegu fyrirbrigði sem ömmur eru, með sinn stóra faðm sem nær utan um allan skarann. Oddný skattmann hefur þennan ágæta aldurshóp eflaust að einhverju leyti í huga en grun hef ég um að betur sé gert við barnafólkið í sumum löndum í kringum okkur. Það er náttúrlega ekki hægt að gert allt fyrir alla, og síst í krepputíð, en þessi hópur hlýtur að hafa nokkurn for- gang. Það er jú verið að ala upp skatt- greiðendur framtíðarinnar. Við hin, sem eigum börn sem eru farin að eiga börn, reynum bara að spara svo við getum greitt okkar hlut í samfélags- sjóðinn. Ég er að vísu ekki sérstaklega flinkur í sparnaði, kaupi yfirleitt það sem sett er fyrir í fyrstu búð. Þó hefur mér verið innrættur einn sparnaður, það er að fara varlega í pokakaupum í verslunum, draga úr greiðslu pokagjalds eins og unnt er. Í skottinu á bílnum er því geymdur margnota innkaupasekkur. Hann vill því miður gleymast þar í verslunarferðum, jafnvel þegar gerð eru stórinnkaup. Sparnaðurinn fer því fyrir lítið í þau skipti. Við smáinnkaup hefur mér lærst að grípa svokallaða nískupoka, sem liggja upprúllaðir á afgreiðsluborðum, glærir og alls ekki til stórræðanna. Vandinn er hins vegar sá að ég er óttalegur klaufi við að opna þá, of þurr á fingrum eða eitt- hvað. Því tef ég raðir meðan ég bisa við þá glæru, að minnsta kosti ef mikið er að gera. Ég reyni að þæfa pokana og krumpa eða rífa í sundur þegar vart verður óþolin- mæði en það gengur báglega. Ég veit að blautir puttar ná að opna þessa poka- skjatta hratt og örugglega en ég hvorki kann við það né vil sleikja á mér puttana við þessar aðstæður. Ég efast um að það sé mjög hollt. Ég þumbast því við, hvað sem líður stækkandi röð við kassann, og kaupi ekki fullvaxna poka nema tilneyddur. Með því spara ég í heimilishaldinu og stend því betur að vígi þegar Oddný leggur á mig klyfjarnar – svo hún geti fremur létt undir með barnafólkinu. Þennan sparnað hef ég hins vegar ekki treyst mér til að reikna út, að minnsta kosti ekki á ársgrundvelli. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL hugrakkar hugmyndir á gottimatinn.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Á vefnum okkar gottimatinn.is finnurðu ótal grilluppskriftir sem og aðrar sumarlegar uppskriftir sem kitla bragðlaukana í sólinni. Te ik ni ng /H ar i 34 viðhorf Helgin 27.-29. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.