Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.07.2012, Síða 60

Fréttatíminn - 27.07.2012, Síða 60
Njóttu gæðanna og bragðsins og kældu þig niður í leiðinni með hollustu. Joger - hollur og góður og fæst víða.. Prófuaðu bara! Undirbúðu fæturna fyrir ferðalagið Þú færð Heelen fóta-og húðvörurnar í apótekum www.portfarma.is Pottþétt par! Þegar leiðir þeirra lágu saman í fyrsta skipti hér á Íslandi, fyrir einhverjum 60 árum síðan þá vakti það sömu hughrif hjá öllum. Coca Cola og Prince Polo voru sköpuð fyrir hvort annað. Ekkert mun koma upp á milli þeirra. Enn þann dag í dag eru þau uppáhalds snarl-tvenna Íslendinga. Dekraðu við þig, leyfðu þér að kynnast þessu einstaka pari. Coke og Prince – hleyptu ástinni inn fyrir varirnar og leyfðu henni að blómstra.  Þráinn í Skálmöld Setur gítar á uppboð Sjóaður Fender með rokkrispum S ú magnaða hljómsveit Skálm-öld hefur tekið höndum saman við Tuborg, Hljóðfærahúsið og Fender-gítarframleiðandann um að gefa sérskreyttan, handsmíðaðan Fender á uppboð til styrktar sam- tökunum Blátt áfram í haust. „Kvikindið var bara vígt á Eistna- flugi um daginn,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálm- aldar, sem fær að handleika gripinn þangað til hann verður seldur hæst- bjóðanda á tónlistarhátíðinni Rokk- jötnar í Kaplakrika í byrjun septem- ber. „Þetta er snilldargítar en það á samt eftir að klára hann. Það á eftir að lakka hann og leggja lokahönd á. Þetta verður klárað í kringum helgina þannig að uppboðið verður bara sett í gang nánast frá og með 1. ágúst.“ Fenderinn verður kominn með þó nokkra sögu þegar Þráinn skilur við hann. „Hann fer með mér til Þýska- lands. Við erum að spila á festivali með Immortal, Behemoth og fleiri stórkostlegum hljómsveitum í ágúst. Þannig að hann verður orðinn sjó- aður og það verða komnar nokkrar rokkrispur á hann sem er náttúr- lega nauðsynlegt svo hann verði nú almennilegur.“ Listakonan Ýrr Baldursdóttir tók að sér að skreyta gítarinn og þótt hún gefi vinnu sína segir Þráinn ann- ars hvergi til sparað. „Ölgerðin setur heilmikinn pening í svo hægt verði að gera gítarinn eins flottan og unnt er. Guðni í Hljóðfærahúsinu fann hann fyrir mig og gripurinn kostar tæpa hálfa milljón. Við ákváðum að það gengi ekkert að fara að spila á einhvern ódýran gítar og setja hann svo á uppboð. Þetta er alvöru gítar sem búið er að betrumbæta enn frek- ar. Þetta verður eigulegur gítar fyrir þann sem hreppir hann að lokum.“ Þráinn með gítarinn góða ásamt félögum sínum í Skálmöld. Hann segist vera búinn að taka ástfóstri við gripinn og hann sé því í raun í þroskaferli. „Ég fæ að leika mér með hann í sumar og svo bara sleppi ég honum. Það er bara þannig. Svo verð ég bara að vona að sá sem kaupir hann að lokum leyfi mér nú kannski einhvern tíma að heimsækja gítarinn.“ Þetta verður eigulegur gítar fyrir þann sem hreppir hann að lokum.  plötudómar dr. gunna division of Culture & tourism  Ghostigital Álfar á vélmennabar Þriðja Ghostigital-platan er sú „aðgengilegasta“ til þessa. Þó er hefðbundnum melódíum og lagaupp- byggingu að vanda skipt út fyrir órólegt flæði, þar sem frumlegir taktar og alls- konar „speisað“ eyrna- konfekt úr verkfærakassa Curvers hittir Einar Örn, sem lætur móðan mása um ýmislegt smávægilegt en þó stjarnfræðilega stórt. Mörg stórmenni leggja málstaðnum lið, meðal annarra David Byrne og Stilluppsteypa, og er sá gestagangur frábært krydd. Þessa hressandi stuðplötu á að spila hátt til að maður gangi inn í hana eins og álfastein. Sá álfasteinn er vélmennabar á næstu öld og allir álfarnir með eitur- grænt í glösunum. reykjavík er ömurleg  Innvortis Traust trukk Húsfirska rokkmafían hefur getið af sér bæði Ljótu hálfvitana og Skálmöld, en hér er það pönkbandið Inn- vortis. Það dúkkar nú upp með sína aðra plötu (sú fyrsta kom út árið 1998). Pönktrukkið er traust, 17 lög á 40 mín- útum og nánast aldrei slegið af. Pönkið er poppað og í amerískum anda (Dead Kennedys, Bad Religion, jafnvel Weezer). Ofurgrípandi melódíur sullast við hvert fótmál, flutn- ingurinn er ægiþéttur og kraftmikill, textarnir fínir og hamagangurinn stundum skreyttur með frumlegum röddunum og gítardúllum. Hér gengur hreinlega allt upp, nema kannski það að platan virkar full ein- sleit þegar á hana líður. Hljómskálinn  Ýmsir flytjendur Svona er sumarið 2012 Hér eru fimmtán lög úr hinum frábæru Hljóm- skála-þáttum á Rúv: Einskonar vel heppnuð sumarsafnplata með vinsælustu lögunum af Rás 2 síðustu miss- erin. Það er hin sniðuga blanda sem hrífur; það að láta FM Belfast og Jóhann Helgason vinna saman er náttúrlega snilld, eða þá Magnús Þór og Jónas Sig, Prins- póló og Megas; hvað þá Magnús Eiríksson og Valdimar Guðmundsson, nú eða Helga Björns og John Grant! Hér eru bæði glimrandi góð glæný frumsamin lög og flottar nýjar tökur af eldri lögum. Næstum því allt er þrælskemmtilegt, ferskt og spennandi. Næs og töff og dvd fylgir með! 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 56 dægurmál Helgin 27.-29. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.