Fréttatíminn - 03.08.2012, Side 6
Jakob Bjarnar
Grétarsson
jakob@
frettatiminn.is
Heilsueldhúsið
heilsurettir.is
Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár
frá ári og ýmsir hafa áhyggjur af því að
landið þoli ekki aukinn átroðning. Kristján
Freyr Halldórsson, verslunarstjóri í Bóka-
búð Máls og menningar velkist ekki í vafa
um hvert straumurinn liggur og ræður það
af bóksölu. „Kæru leiðsögumenn á Íslandi,
það er eitt ferðakort sem selst áberandi
mest í bókabúðunum og það er kort yfir
Landmannalaugar: Þórsmörk. Þetta gefur
okkur það að það er mun meiri traffík þar
en annars staðar á landinu. Þið mættuð
kannski beina fólki í aðrar áttir núna..?!“
Þessum tilmælum beinir Kristján til Fa-
cebookvina sinna í ferðamálabransanum.
Samkvæmt talningum Ferðamála-
stofu fóru 74.325 erlendir ferðamenn frá
landinu um Leifsstöð í nýliðnum júní-
mánuði eða tæplega níu þúsund fleiri en
í júní á síðasta ári. Þetta þýðir 13,3 pró-
senta aukning milli ára en ferðamenn
eru sem því nemur fleiri í ár en í fyrra.
Ferðamálaráð hefur mælt strauminn í
um ellefu ár og er aukning að jafnaði 9
prósent milli ára. - jbg
Ferðamennska Ferðamenn steFna í LandmannaLaugar og Þórsmörk
Bókakaup sýna hvert straumurinn liggur
Ferðamenn eru nú á hverju strái á Íslandi.
Um 13,3 prósent fleiri fóru um Leifsstöð í
júní en á sama tíma í fyrra. Ljósmynd/Hari
J újú, það er erfitt að eiga við þetta svona eftir á. Og eftir að internetið kom til hættu menn að svara svona vitleysu.
Eftir því sem auðveldara er að svara, þá er
ekkert svarað,“ segir Kristján Hreinsson
skáld.
Breytt verklag vegna greiðslna til texta-
höfunda liggur fyrir og gengur í gildi í lok
þessa árs: Hafi íslenskir textahöfundar ekki
leyfi lagahöfunda fyrir textum sínum fá þeir
ekki greiðslur vegna flutnings. Á árum áður,
þegar Ísland var einangraðara, þótti sjálfsagt
að setja saman texta við lag sem náð hafði
vinsældum ytra og endurgera. Enginn sá
neitt athugavert við það og hefur sá háttur
verið hafður á allt fram á okkar tíma og þá
með ýmsum hætti. Baggalútur til að mynda
hefur nú árum saman sent frá sér nýjan jóla-
texta við vinsæl erlend lög. Þeir sem helst
eru nefndir í sambandi við að þurfa að súpa
seyðið af þessu eru Þorsteinn Eggertsson,
Ómar Ragnarsson, Kristján Hreinsson og
Bragi Valdimar Skúlason. En þeir eru vita-
skuld miklu fleiri. Til að setja þetta í sam-
hengi þá er greiðsla vegna lags sem nær
máli á öldum ljósvakans á ársgrundvelli
milli 300 til 400 þúsund krónur að jafn-
aði. Af því fær textahöfundur helming.
Það liggur því fyrir að um verulegt
tekjutap getur verið að ræða hjá þeim
afkastameiri í þessum geira.
Kristján Hreinsson furðar sig á þessu
sem slíku, segir að hann hafi litið svo á að
það standi meira uppá útgefendur að hafa
þetta á hreinu. „Ég sem kannski texta, ljóð,
sem þykir henta við eitthvað lag. Og það
er svo sett á plötu. Ekki þýðing heldur nýtt
kvæði. Ef það þarf leyfi til þess þá á það
ekki að vera mitt mál.“ Þorsteinn Eggerts-
son er líklega afkastamesti textahöfund-
ur landsins og mjög virkur í textagerð
þegar ekkert þótti sjálfsagðara en taka
upp erlend lög og syngja við þá íslenska
texta. „Já, þetta er töluvert rask. En það
er góður maður að vinna í þessu; Bógómíl
Font eða Sigtryggur Baldursson. Hann er í
samningaviðræðum við erlendar skrifstofur.
Sjálfur er ég svo heppinn að þetta er að koma
uppá núna þegar ég er kominn á ellilaun og
hef því dágóðan tíma til að stússa í þessu.“
Þorsteinn tekur þessu létt þó um verulega
hagsmuni sé að ræða í hans tilfelli; eftir hann
liggja fimm hundruð textar, með endurút-
gáfum um sjö hundruð og þetta eru lög sem
alltaf heyrast.
Jakob Frímann Magnússon er formaður
Félags tónskálda og textahöfunda. Hann
segir að FTT sé mönnum innan handar við
að sækja tilskilin leyfi, átak sé um að ræða.
„Við skrifuðum nokkrum erlendum aðilum
til að afla leyfa og í flestum tilfellum er þetta
hægt. Það sem er viðkvæmt og erfitt í þessu
er að þetta er algerlega undir geðþótta við-
komandi höfundar komið hvort hann vill
veita þetta leyfi; einhverjum lókal textahöf-
undi og í mörgum tilfellum vilja menn fá
hundrað prósent til sín.“
Að sögn Jakobs er verið að þjarma að inn-
heimtustofnunum á borð við STEF allstaðar
í heiminum með þessi atriði, að þau séu í
lagi. „Við hjá STEF erum ein af 230 inn-
heimtustofnunum tónhöfunda í heiminum
og lútum alþjóðlegum samþykktum CISAC.“
Jakob gerir ekki lítið úr því að þetta geti þýtt
tekjutap textahöfunda. Nýlega er búið að
fella þetta að þeim sem elstir eru og látnir.
„Þeirra réttindi í þessu samhengi eru ekki
lengur gild. En, þetta þýðir að menn verða að
huga mjög vandlega að því hvort þeir kjósa
að helga kröftum sínum erlendu lagi og fá
þá hugsanlega ekki krónu fyrir sinn snúð
eða hvort þeir vilja semja texta við nýtt lag.
Ég veit það að félagi minn Bragi Valdimar,
sem iðinn hefur verið við að taka erlend lög
og setja við íslenska texta, hann fór að hugsa
praktískt fyrir tveimur árum og semja lögin
sjálfur. Þetta getur reynst hvati til nýsköp-
unar.“
Jakob Bjarnar Grétarsson
jakob@frettatiminn.is
Farangursbox
Opnunartími:
Opið virka daga
frá kl. 8:00 til18:00
Vagnhöfði 23
Sími: 590 2000
www.benni.is
30%
afsláttur
Vandað farangursbox
til að setja á þakið - 450 l.
Verð aðeins: 45.430 kr.
steFgJöLd regLur um úthLutun hertar
Textahöfundar verða af
hundruðum þúsunda
Innan tíðar
verður tekið
upp breytt
verklag við
útdeilingu
STEFgjalda; sé
um að ræða
íslenskan texta
við erlent lag
fá textahöf-
undar ekki
greitt fyrir
flutninginn
nema fyrir
liggi form-
legt leyfi frá
upprunalegum
höfundi.
Jakob Frímann segir að fátt sé svo með öllu
illt; nýjar STEF-reglur geti meðal annars
stuðlað að nýsköpun.
Þorsteinn
Eggerts-
son er einn
afkastamesti
textasmiður
Íslands
og prísar
sig sælan
að þetta
fyrirkomulag
skuli koma
upp núna,
þá hann er
kominn á
eftirlaun og
hefur tíma til
að stússast í
þessu. Mynd:
Hari.
67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent okt.-des. 2011
6 fréttir Helgin 3.-5. ágúst 2012