Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.08.2012, Síða 14

Fréttatíminn - 03.08.2012, Síða 14
ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI 398 kr. 12 stk. 498 kr. 8 stk. 298 kr. 3 stk. Athyglisverðar rannsóknir Guðrún fylgdi þessum áhuga eftir og hóf haustið 2008 nám í sagnfræði við Háskóla Íslands sem hún stefnir á að ljúka árið 2013. „Rannóknir mínar hafa snúist um búninga á 17., 18., 19. og 20. öld eða eins langt aftur og heimildir leyfa og hefur mér tekist með þeim að bæta heilmiklu við þá vitneskju sem til staðar var. Síðasta sumar fékk ég rannsóknarstyrk úr Nýsköp- unarsjóði námsmanna í verkefnið „Þróun íslenskra kvenbúninga frá 1850-1950. Frá faldbúningi til skautbúnings.“ Og í sumar hlaut ég styrk til að rann- saka innflutning á efnum og tilleggi til fatagerðar frá Danmörku árin 1759-74. Einnig hef ég aðeins komið að rannsóknum á dánarbúum sem skráð voru frá fyrri hluta 18. aldar, en þar er gríðarlega mikinn fróðleik að finna. Rannsóknir sem þessar eru athyglisverðar séð frá ýmsum hliðum, en fyrir mig, með minn faglega bakgrunn í fataiðn, er það ekki síst saga fatagerðar og efnisvinnslu sem stunduð var á hverju heimili fram eftir öldum sem skiptir mál. Einnig er mér mikið í mun að skoða söguna útfrá störfum kvenna sem unnu þessi verk, stórkostlega hæfileika þeirra og þekk- ingu til fatagerðar en ekki síst hið fjölbreytta og fagra handverk sem þær nýttu til að skreyta búningana og fengu þannig útrás fyrir listræna hæfileika sína. Þetta er saga sem nauðsynlegt er á skoða og skrá, saga sem fjallar um daglegt líf almennings í landinu miklu frekar en hugtakið „þjóðbúning“ sem ekki varð til fyrr en á 19. öld.“ Undirstrikaði stöðu kvenna í sjálfstæðisbaráttu Guðrún telur að í okkar hraða, fjöldaframleiðslu-, nútímasamfélagi þar sem allt þarf að gerast strax og verðsamanburður er handverki í óhag sé mikil hætta á að saga búninganna glatist en ekki síður handverks- ins. Sem betur fer er þó til fólk sem vill berjast gegn straumnum og gefa sér tíma til að sinna fögru hand- verki: „Faldbúningar voru til dæmis lítt þekktir meðal almennings á 20. öld þar sem þeir lágu geymdir og gleymdir í hirslum safna. Samkvæmt mínum rann- sóknum er hægt að rekja sögu þeirra að minnsta kosti aftur til 17. aldar en þeir hófu sitt mikla breytingarferli í kringum miðja 19. öld er þeir þróuðust í meðferð kvenna og fyrir hvatningarorð Sigurðar „málara“ Guð- mundssonar í „faldbúning hinn nýa“ það er skautbún- ing. Sigurður var frumkvöðull í öllu er laut að menn- ingarmálum á Íslandi á sínum tíma og hann hvatti konur til að aðlaga búningana í átt til breyttrar tísku frekar en að taka upp danska kjóla. Hann hvatti þær til að nýta handverkið við gerð búninganna því þannig fengi listrænt handbragð þeirra notið sín áfram. Sigurður lagði mikla áherslu á þjóðernishugtakið í umfjöllun sinni um skautbúninginn og nauðsyn þess að varðveita í honum séríslensk einkenni. Hann nýtti búninginn til að undirstrika stöðu kvenna í sjálfstæðis- baráttunni og festi ímynd hans í þeim sessi sem flestir Íslendingar þekkja sem „Fjallkonubúning“. Handverk í útrýmingarhættu Þjóðbúningurinn hefur með öðrum orðum leikið stórt hlutverk í sögu þjóðar. Eftir miðja 19. öld varð mikil breyting á íslensku samfélagi, iðnþróun, aflögð verslunarshöft, tilkoma kvennaskóla, aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna breyttu áherslum í heim- ilishaldinu verulega. „Konur hófu í auknum mæli að stunda handverk og útsaum sér til ánægju og híbýla- prýði, enda fór það svo að margt það sem áður taldist til heimilisiðju telst nú á tímum til forns handverks í útrýmingarhættu,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Með því starfi sem nú þegar er unnið, hefur mikið áunnist til varðveislu búninga og fjölbreytts hand- verks við gerð þeirra. En betur má ef duga skal ef ekki á illa að fara. Aukin fræðsla er nauðsynleg ekki bara um gerð búninga heldur handverk yfirleitt. Það þarf að gæta að handverksmenntun strax í grunnskóla því þar er grunnurinn lagður. Ég þori að fullyrða að áhugi á handverki, hverju nafni sem nefnist sé flestum í blóð borinn það er aðeins spurning um fræðslu og viðhald þekkingarinnar sem gerir gæfumuninn.“ Áhuginn eykst jafnt og þétt En, þó fyllsta ástæða sé að standa vörð um þessa merku menningararfleifð hefur áhugi almenn- ings aukist jafnt og þétt – Guðrún segist skynja það greinilega: „Upphlutir og peysuföt 20. aldar eru alltaf vinsælir búningar, en eftir að farið var að kenna fald-, kirtil- og skautbúningsgerð hefur áhugi almennings ekki síst aukist, þar sem mikið og fjölbreytt handverk við gerð þeirra dregur ætíð að sér mikla athygli. Nám- skeið í gerð barna- og herrabúninga hafa líka verið vinsæl frá upphafi og skemmtilegast er þegar karlarn- ir koma sjálfir að sauma sér búning. Aukningin hefur verið stöðug en þó má merkja meiri áhuga á búninga- gerð í kringum sérstaka stórviðburði svo sem 17. júní 1994 á 50 ára afmæli lýðveldisins og fyrir kristnihá- tíðina árið 2000. Einnig hefur eftirspurn aukist í sam- bandi við fermingar, brúðkaup og slíka viðburði sem gjarnan verður að langtíma fjölskylduverkefni. Oft er hægt að safna saman gömlu silfri úr fjölskyldunni   14 viðtal Helgin 3.-5. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.