Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.08.2012, Side 44

Fréttatíminn - 03.08.2012, Side 44
– Lifið heil Lægra verð í Lyfju ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 04 20 0 6/ 12 Gildir út ágúst. Voltaren Gel 15% verðlækkun. 100 g. Áður: 3.815 kr. Nú: 3.243 kr. Undirbúðu fæturna fyrir ferðalagið Þú færð Heelen fóta-og húðvörurnar í apótekum www.portfarma.is  Í takt við tÍmann Berglind Pétursdóttir dansari Sá engan mun á Batman og Armageddon Berglind Pétursdóttir er sjálfstætt starfandi dansari og danshöfundur. Hún heldur úti hinni vinsælu vefsíðu The Berglind Festival og fylgist vel með hvað margir heimsækja síðuna. Staðalbúnaður Ég starfa sem dansari svo ég er oftast í sveittum joggingbuxum og þeim bol sem er minnst skítugur þann daginn. Þegar ég er ekki að vinna er ég oftast í því sem er efst í hillunni hverju sinni. Uppáhaldið mitt þessa dagana eru grænar velúrbuxur úr versluninni Kassettu á Laugaveginum og skósíður netakjóll úr sömu búð. Ég er eins og lax í neti í þeim kjól, sem sagt mjög glæsileg. Svo er best að vera bara í skærbláum Nike Free skóm við. Þeir eru svo mjúkir og góðir fyrir hnén. Ég get ekki farið út úr húsi án þess að taka með mér son minn, og iPhone. Mér er alveg sama um allt annað. Hugbúnaður Mig langar að fylgjast með fleiri sjónvarpsþáttum en ég gleymi því alltaf. Horfði síðast á Girls. Annars hef ég horft á allar Simpsons seríurnar svona fjórum sinnum og er að meta að læra þær utan að. Svo elska ég upprunalegu Dallas þættina. Síðasta bíómynd sem ég sá var Batman en á undan því horfði á á Armageddon. Ég sá engan mun á þessum tveimur myndum en það er af því að ég er stelpa. Um þessar mundir er ég að vinna að sýningunni Dúnn með sviðslistahópnum Litlar og nettar, dansa í verki eftir Steinunni Ketilsdóttur sem verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í desember og taka þátt í og skipuleggja RVK dansfestival sem verður haldið 21.-31.ágúst. Vélbúnaður Appy Hour Reykjavík er besta appið sem iPhone býður upp á. Það sýnir mér hvar er happy hour í bænum og það hentar hófdrykkjufólki eins og mér mjög vel. Instagram er líka mjög mikil- vægt, ég bara verð að pósta svona 20 myndum af syni mínum á dag, fólk verður að sjá hvað hann er fyndinn og skemmtilegur. Ég er forfallinn Facebook sjúklingur, ef það er ekki á Facebook þá gerðist það ekki. Svo er ég orðin fíkill í að skoða hvað margir heimsækja heimasíðuna mína á dag í gegnum Google Analytics. Ég elska líka að senda tölvupóst. Mail er mjög vanmetið forrit. Ég þyrfti eiginlega að eignast svona 200 e-mail pennavini til þess að geta alltaf verið í Mail. Aukabúnaður Starfsins vegna má ég náttúrlega ekkert maula nema salat og kotasælu. Þess vegna finnst mér mjög gaman að borða reglulega pítsu. Fólk sem talar um einhver lambalæri og nautalundir sem uppáhaldsmat hefur greinilega ekki smakkað pítsu eða hamborgara. Ruccola pítsan á Eldofn- inum skákar klárlega hvaða lambalæri sem er. Latté og croissant á Kaffismiðjunni eða latté og túnfiskbeygla á Kaffitári og ég er glöð í marga daga á eftir. Ef ég er að fara út að skemmta mér, sem gerist örsjaldan, fer ég á Prikið á virkum kvöldum og Kaffibarinn um helgar. Þegar ég panta mér drykk á barnum er það oftast bjór, rauðvín, hvítvín, gin og tónik, vodki í sóda eða Fernet Branca. Ég ferðast um á eldgömlum stationbíl sem er vís til þess að brotna í tvennt mjög bráðlega. Ég ferðast þegar ég á pening, sem er að meðaltali aldrei, en ég fór síðast til Marseille í júní með kærastanum mínum í vinnuferð. Ég var að vinna en hann var fullur allan tímann. Berglind Pétursdóttir heldur úti hinni vinsælu heimasíðu The Berglind Festival. Ljósmynd/Hari 44 dægurmál Helgin 3.-5. ágúst 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.