Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Síða 24

Fréttatíminn - 31.08.2012, Síða 24
Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga lokað BaselTorino Verð áður 270.900 kr Dallas 2+Tunga Aðeins 189.900 kr BonnLyon Smáheili er einkenni í mörgum arfgengum sjúkdómum. Hann er fremur sjaldgæfur sjúkdómur í flokki heila- og taugasjúk- dóma. Heitið vísar í micro – smár og cephaly – heili eða smáheili þar sem heilinn er mun minni en eðlilegt getur talist. Við fæðingu er höfuðmál barnsins mælt og í ungbarnaeftirliti er mæling- unum haldið áfram til að sjá hvort höfuðið fylgir sömu vaxtakúrfu og líkaminn. Sé höfuð barns við fæðingu minna en eðlilegt getur talist er það rannsakað frekar til að sjá hver ástæðan er. Einkennin eru marg- vísleg og fara að miklu leyti eftir orsök og alvarleika sjúkdómsins en algengt er að börn með smáheila sýni ofvirknieinkenni, lítinn andlegan þroska og krampa. Hreyfigeta þeirra getur verið allt frá því að þau séu klunnaleg til þess að þau séu með spastískar hreyfingar. Engin bein meðferð er til önnur en þroskaþjálfun og svo læknismeðferð vegna sjúkdóma sem kunna að vera undirliggjandi ástæða smáheilans. Krampalyf þarf að gefa þeim börnum sem fá krampa. Microcephaly getur verið til staðar þegar við fæðingu en sjúkdómurinn getur líka komið í ljós seinna. Sjúkdómar sem oft eru tengdir Microcephaly eru m.a.: CP (Cerebral palsy, flogaveiki, sjóntruflanir eða sjónleysi og erfiðleikar við að nærast. Greind sjúklinga getur verið frá því að vera nær eðlileg og niður í að vera mikið skert. (Tekið af gen.is) en Eyþór fæddist að sjúkdómurinn væri arfgengur,“ segir Kristrún. „Þegar Andri var sjö ára varð ég ófrísk af Axel og var okkur vísað til erfðafræðings til þess að ráðleggja okkur hvað við ættum að gera. Við gátum ekki hugsað okkur að fæða annað barn í heiminn með sama sjúkdóm því Andri kvaldist í raun öll sjö ár ævi sinnar. Hann var mik- ið veikur og þjáðist oft verulega. Líf hans var mjög sársaukafullt og það var það sem maður gat ekki hugsað sér að ganga inn í aftur,“ segir Kristrún. Eftir nokkrar athuganir komst erfðafræðingurinn að þeirri niður- stöðu að fötlun Andra hefði verið tilfallandi, Kristrún og Falur væru ekki í meiri áhættu en aðrir varð- andi það að eignast fatlað barn. „Hann sagði okkur það að ef barnið sem ég gengi með væri heilbrigt myndi það staðfesta þá greiningu hans. Axel fæddist heilbrigður og á þeim forsendum eignuðumst við fjórða barnið. Þrátt fyrir að ég hefði verið undir miklu eftirliti á með- göngunni kom það ekki í ljós fyrr en mánuður var í fæðingu að Eyþór væri með sömu fötlun og bróðir hans,“ segir Kristrún. Aðspurð segja þau bæði að það hafi verið gríðarlegt áfall. Ekki aðallega vegna fötlunarinnar sjálfr- ar, heldur vegna þess hve bróðir hans hefði átt kvalafullt líf. „Það er óbærileg tilhugsun að fæða barn inn í þetta líf til að kveljast,“ bætir Kristrún við. Stuttu eftir fæðingu Eyþórs hittu þau nýjan barnasér- fræðing sem var mjög undrandi á niðurstöðu erfðafræðingsins og sagði þeim að ef þau hefðu leitað til sín hefði hann sagt þeim að það væru að minnsta kosti 25 prósent líkur á því að þau eignuðust annað fatlað barn. „Þrjú fyrstu árin hjá Eyþóri voru mjög kvalafull en svo tókst okkur að ná tökum á því sem var að kvelja hann,“ segir Falur. „Við náðum tökum á meltingunni og hægða- málunum hans og þá kom í ljós að það sem Guðni Ágústsson sagði á sínum tíma er rétt: Að það væri betra að vera með góðar hægðir en góðar gáfur,“ segir Falur og þau hlæja bæði. Eitt af því sem Andri þjáðist af alla tíð og Eyþór fyrstu árin var loft í meltingarvegi líkt og svo margir með viðlíka fötlun þurfa að stríða við, meðal annars vegna hreyfingarleysis. Kristrún og Falur hafa nú fundið ráð við því: þau „lofttæma“ Eyþór oft á dag með því að draga loft í gegnum slöng- una á maganum á honum og koma þannig í veg fyrir að það fari út í þarmana og valdi þar verkjum. „Við hefðum komið í veg fyrir miklar kvalir hjá Andra hefðum við vitað þetta þá, enda græðir Eyþór á þeirri reynslu sem við fengum í umönnun okkar á bróður hans,“ segir Krist- rún. „Eyþóri líður miklu betur.“ Svæfingarlyf til að sofa En það er einmitt það sem umönn- un hans snýst öll um. Að honum líði vel. Honum eru gefin svæfingarlyf á hverju kvöldi svo hann geti sofið og hvílst því hvíldin er grunnur að vellíðan hans ásamt því að halda meltingunni í lagi. „Það dugir ekki að gefa honum venjuleg svefnlyf því hann er með svo mikla krampa að þeir halda fyrir honum vöku,“ út- skýrir Kristrún. „Við gefum honum því lyf sem eru notuð í létta svæf- ingu og þannig getur hann sofið. Við náðum aldrei tökum á þessu vandamáli hjá Andra og átti það ef Smáheili (Microcephaly) Þrjú fyrstu árin hjá Ey- þóri voru mjög kvala- full en svo tókst okkur að ná tökum á því sem var að kvelja hann. Kristrún Hermannsdóttir „Við vissum ekki fyrr en Eyþór fæddist að sjúkdómurinn væri arfgengur.“ Erfðatengdar ástæður fyrir sjúkdómum Sé sjúkdómur vegna víkjandi erfðagalla þýðir það að báðir foreldrar þurfa að hafa gallað gen. Slíkt gerist frekar ef for- eldrar eru úr sömu fjölskyldu en getur auðvitað orðið líka þó þau séu alveg ótengd. Líkur til að barn fái víkjandi erfðasjúkdóm eru 1 á móti 4 eða 25%, ef báðir foreldrar bera genið. Sé hins vegar um að ræða ríkjandi erfðasjúkdóm er nóg að annað foreldra hafi genið og barnið fái það. Það eru helmingslíkur eða 50 prósent á því að barn erfi ríkjandi sjúkdóm sé annað foreldra með gallað gen. Sé sjúkdómurinn hins vegar vegna gallaðs gens á X- litningi (kynlitningi) eru 25% líkur til að barnið erfi hann. Konur hafa tvo X-litninga en karlar aðeins einn. Því er það að mæður geta látið dreng í té gallaðan X-litining og geta verið berar þó þær hafi sjálfar engin einkenni sjúkdómsins. Faðir getur aldrei verið einkennalaus beri sjúkdóms sem er vegna galla á X-litningi. Það eru meiri líkur til að drengir fái sjúkdóma sem eru vegna galla á X-litningi, einfald- lega vegna þess að stúlkur hafa tvo X-litninga og annar þeirra að líkindum án gallaða gensins. Stundum er hægt að finna X-tengda erfða- sjúkdóma á því að það fæðast mjög fáir lifandi drengir í fjöl- skyldum en hins vegar verða mörg fósturlát. Í manneskju eru 46 litningar sem virka eins og eins konar stjórnkerfi. Hver litningur fyrir sig ber hundruð eða þúsundir gena sem stýra próteinframleiðslu líkamans. Stöku gen geta verið gölluð en í flestum til- fellum kemur það ekki að sök þar sem í hvorum litningi í litningasetti er eitt gen og að jafnaði er nóg að annað genið sé í lagi til að einstaklingur sé heilbrigður. Gallar í litningum geta verið margs konar. Til að mynda getur hluti af litningi fallið brott og öll genin í þeim bút með. Einnig getur orðið yfirfærsla hlutar af einum litningi yfir til annars litnings og úr því verður ruglingur sem stundum veldur alvarlegum sjúkdómum en getur einnig verið smávægi- legur. Einnig geta verið þrír litningar í stað tveggja (sbr. Down’s heilkenni sem kemur til af því að litningur nr. 21 er í þrem eintökum.) Slíkur galli veldur að öllu jöfnu fjölda einkenna. Þrístæða í litningi nr. 18 og litningi nr. 13 eru þekkt sem orsakavaldur í Microcephaly en einnig margir aðrir litningagallar. (Tekið af gen.is) Falur Þorkelsson og Kristrún Hermannsdóttir „Þriðji sonurinn fæddist heilbrigður og á þeim for- sendum eignuðumst við fjórða barnið. Það kom ekki í ljós fyrr en mánuður var í fæðingu að Eyþór væri með sömu fötlun og bróðir hans,“ segir Kristrún. 26 úttekt Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.