Fréttatíminn - 31.08.2012, Page 64
52 bækur Helgin 31. ágúst-2. september 2012
RitdómuR NætuRóskiN
Nýjasta bók danska spennu-
sagnahöfundarins Jussi
Adler-Olsen, Flöskuskeyti
frá P, rýkur upp metsölulista
bókaverslana, situr í fjórða
sæti kiljulistans og áttunda
sæti aðallistans. Jussi er nú
í heimsókn hér á landi sem
ýtir væntanlega enn frekar
undir vinsældirnar.
Jussi á uppleið
RitdómuR FaNtasíuR
H elst nýjung í útgáfum á Vesturlöndum eru svokallað „mommy porn“, erótískar sögur skrifaðar
af konum sem stefnt er inn í lesenda
hóp kvenna á öllum aldri. Snemma í vor
var greinilegt að íslenskir útgefendur
höfðu hug á að notfæra sér þessa bylgju
blautlegra rómana þegar auglýst var eftir
textum til útgáfu sem lýstu fantasíum
íslenskra kvenna. Hildur Sverrisdóttir
lögfræðingur var ábyrgðarkona verksins
en efni til útgáfu var safnað um vefsíðu.
Skilmálar fyrir birtingu voru ljósir.
Uppruni sagnanna skyldi órekjanlegur,
ritlaun voru gefin eftir og útgefanda var
heimilt að snikka óraskrifin til. Í formála
bókarinnar, sem er fallega frágengin en
með nokkuð smáu letri, þá kemur fram
að 51 texti var valinn úr nær 200 inn
sendingum. Nafnleynd var við innsend
ingu og því ekki loku fyrir skotið að ein
hverjir karlar hafi laumast í tölvuna sína
og slett úr klaufunum. Segir í formála
að í „flestum tilvikum var textinn aðeins
stílfærður lítillega en stundum var hann
unninn meira, ýmist styttur eða skerpt
á einstökum atriðum.“ Ekki er getið um
aldur höfunda sem hefði verið fróðlegt.
Hér er því ýmislegt að athuga.
Sögurnar fimmtíu eru flestar skrifaðar
út frá gamalkunnugum staðalímyndum
um konur (há, grönn, barmmikil, stinn
og brún) og karla (hár, stæltur, grannur,
fagurhærður, kraftalegur) á fengialdrin
um. Dagdraumar þessir ganga nær allir
út á beinar samfarir karls og konu, þeir
fara oft fram með valdi, sumir ókunn
ugir, en einnig eru í bland safamiklar
lýsingar á kynlífi kvenna. Ástarfundir
eiga sér stað innan veggja heimilis og
á opinberum stöðum, vinnusvæðum
og gististöðum. Lyftur og skápar njóta
hylli. Endimörk hverrar sögu eru mikil
og lostaþrungin fullnæging. Höfunda
dreymir um hópkynlíf, makaskipti, eigin
menn lána konur til vina, margir órarnir
ganga nærri nauðugu samræði, í nær
öllum tilvikum er samræðið án varna.
Einn smokkur er minnisstæður eftir
lesturinn en hann fór á banana. Fullyrða
má að væru sögurnar sagðar eftir karl
menn mundi það vekja almenna hneyksl
un. Stílfræðilegt og bókmenntalegt gildi
þeirra er lítið, nema þær gefa sína mynd
af þröngu og þjökuðu ímyndunarafli frá
segjenda sem eru fastir á klafa arfsagna
klámiðnaðar okkar daga þótt lítið sé um
bindingu og meiðingar, engin dýr komi
við sögu og sneytt sé hjá misnotkun á
ófullveðja einstaklingum.
Okkur er sagt að kverið státi nú efst
á sölulistum. Forvitni rekur sýnilega
marga í hnossið. Það er frekar til marks
um velheppnaða söluaðferð í kynningu en
gæði verksins sem er lítið svo staglsamt
sem það er í skautaskoðun og skapa
skemmtun sinni. Erindi frásagnanna er
vitaskuld að vekja losta með lesanda,
koma fólki til, erótískur litteratúr er til
þess að vekja losta með lesanda, eins og
klám er yfirleitt.
Þessi búningur er í hreinlegri kápu
en er milli spjaldanna ósvikið klám og
ekki betra né verra þó það sé sagt runnið
undan rifjum kvenna. Það sem er um
hugsunarvert, fyrir utan nauðungarþrána
sem mörg skrifin einkennast af, hina
klisjukenndu draumsýn um líkama aug
lýsingaiðnaðar Vesturlanda, er tvískinn
ungurinn milli þessara blautu drauma og
veruleikans, hér þýðir nei ekki nei. Ónei.
Í þessari pakkningu er reynt að telja
okkur trú um að klámið sé fínt og gefi
okkur innsýn í hugarheim kvenna svo að
kverið er helgað kynfrelsi kvenna. Væri
þessi blauta brók af karlkyni mætti kalla
hlutina réttum nöfnum: klám fyrir karla
er ógn við líf kvenna, klám fyrir kerlingar
er frelsandi.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Tittlinganámur
Í ritröðinni Íslensk klassík er komin út síðari hluti
sjálfsævisögu Tryggva Emilssonar, Baráttan um
brauðið. Fylgir hún fyrra bindinu, Fátæku fólki,
sem kom út í þessari ritröð 2010 sem var þá tekið
með kostum og kynjum, eins og var raunar með
bæði þessi verk við frumútgáfu þeirra á áttunda
áratugnum. Hefur Baráttan um brauðið nú komið út í
fjórum útgáfum sem segir sitt um viðtökur lesenda,
því fátítt er að verk sem þetta komi út í síendur-
teknum útgáfum á fjórum áratugum. Svo vitnað sé
til gamals meistara bókmenntagagnrýni dagblaða,
Ólafs Jónssonar: „Minningar Tryggva Emilssonar
veita yfirsýn mikillar sögu eins og einn einstaklingur
úr hópi þúsundanna hefur sjálfur lifað hana og hún
bregður um leið upp ótal skilríkum dæmum mann-
lífs og reynslu alþýðufólks...“
Baráttan um brauðið í kilju
Sagan um Önnu litlu í Grænuhlíð er nú komin út
í fimmta sinn á íslensku í nýrri þýðingu Sigríðar
Láru Sigurjónsdóttur. Ólíkt fyrstu þýðingunni
sem kom út 1933, aldarfjórðungi eftir fyrstu út-
gáfu verksins vestanhafs, þá er verkið nú óstytt.
Dvöl Önnu í Avonlea varð að ritröð og fyrir
tæplega tveim áratugum var gerð eftir henni
vönduð sjónvarpsmynd sem naut þá mikilla
vinsælda. Ætti því söguefnið að eiga sér vísa
aðdáendur hér á landi. Sögurnar af Önnu eiga
bæði erindi til barna, unglinga og fullorðinna og
teljast með réttu sígildar bókmenntir. Forlagið
Ástríki gefur verkið út.
Anna í Grænuhlíð
í fimmtu útgáfu
Norski rithöfundurinn Anne B.
Ragde átti óvæntum vinsældum
að fagna hér á landi með þríleik
sínum sem kenndur er við Berlín
araspirnar, ættarsögu þriggja
kynslóða sem kom út fyrir fáum
árum. Íslenskur útgefandi fylgdi
þeim vinsældum eftir með skáld
sögunni Arsenikturninum og
nú rekur lestina stutt skáldsaga,
Næturóskin. Þar segir af konu
sem nær fertugu býr ein og starf
ar sem blaðakona og sérhæfir sig í
skrifum um popptónlist. Sagan er nánast samin við
hljóðrás, fylgir norsku og alþjóðlegu poppi síðustu
tveggja áratuga af natni. Lífshlaup konunnar það
stutta tímabil sem sagna lýsir er að öðru leyti undir
lagt af áköfu kynlífi, konan heldur úti misstuttum
samböndum við fjölda karlmanna sem gagnast
henni misjafnlega. Samfara ítarlegum og skorinorð
um lýsingum á samlífi hennar rekur höfundur sam
band hennar við fáar samstarfskonur sem eru ýmist
í föstum samböndum eða lausum. Svo fer reyndar
að lokum að gjálífi aðalpersónu verksins rekur hana
á sker, ekki af heilsufarslegum ástæðum því hún
ástundar heldur ábyrgðarlaust kynlíf, heldur af til
finningalegum skorti. Lausn sögunnar er trúverð
ug, hún finnur sinn prins á endanum. Að því leytinu
er faflan forn, skipreika finnur hún höfn.
Ragde er fædd 1957 og á að baki langan feril
sem höfundur barnabóka, ljóða, skáldsagna fyrir
unglinga og fullorðna. Næturóskin er bein tilraun
til að fá sneið af lesendahópi svo kallaðra skvísu
bókmennta: hin einhleypa kona lifir skorðuðu lífi
í skjóli menntunar og hæfileika sinna en sú Nóra
verður að finna sér nýjan stað eftir hurðarskellinn.
Ragde en flinkur höfundur, gamansöm og glögg.
Stíll hennar, ef sannfærandi þýðingu Hjalta Rögn
valdssonar má marka, er stríður, flæðandi, fullur af
sterkri skynjun fyrir stöðu konunnar og tilfinninga
lífi, kaldrifjaðri drottnunarþörf hennar sem víkur
sér frá tilfinningalegu bandi í skjóli stöðugra kyn
lífsblossa. Karllæg krafa hennar um stöðugt nýja
drætti er íronísk. Hún er þannig lengi vel á skjön við
fórnarlambstón margra skvísubóka. Texti Hjalta er
afbragð í þýðingunni. Sagan er því merkileg viðbót
við kvennalitteratúr okkar daga og verður örugg
lega mörgum kærkomin í hispursleysi sínu hvað
sem niðurstaða verksins færir þeim lesendum. -pbb
Næturlíf í Noregi
Fantasíur
Hildur Sverrisdóttir ritstýrir
JPV, 208 bls. 2012.
Næturóskin
Anne B. Ragde
Hjalti Rögnvaldsson þýddi.
Mál og menning, 220 bls. 2012.
Anna B. Ragde.
Hildur
Sverrisdóttir.
Væri þessi blauta brók
af karlkyni mætti kalla
hlutina réttum nöfnum:
klám fyrir karla er ógn
við líf kvenna, klám fyrir
kerlingar er frelsandi.
H E LGA R BL A Ð
H E LGA R BL A Ð