Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 6
STÆRSTA MÓTIÐ THE PLAYERS FÖSTUDAGUR KL. 17:00 - 23:00 LAUGARDAGUR KL. 18:00 - 23:00 SUNNUDAGUR KL. 18:00 - 23:00 GOLFKORTIÐ VEITIR 40% AFSLÁTT AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA GOLFKORTIÐ FYLGIR MEÐ ÁRSÁSKRIFT TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Í SÍMA 595 6000 EÐA Á SKJARGOLF.IS Sífellt fleiri fara í háskólanám Nýnemar á háskólastigi á Íslandi voru 3.898 haustið 2010 og hafði fjöldi þeirra tæplega tvöfaldast frá hausti 1997. Nýnem- ar á háskólastigi voru enn fleiri haustið 2009 eða 4.372 og hafa aldrei verið fleiri. Nýnemar eru skilgreindir sem þeir nem- endur sem stunda nám á háskólastigi á Íslandi samkvæmt nemendaskrá Hagstofu Íslands og hafa ekki áður stundað nám á háskólastigi frá upphafi nemendaskrár Hagstofunnar árið 1975. Karlar voru að jafnaði tæplega 40% nýnema frá 1997 til 2007. Árin 2008-2010 er hlutfall karla yfir 40% öll árin og hæst árið 2010, 43,5%. Haldist núverandi aldursskipting nýnema munu 83% ungs fólks stunda háskólanám, segir Hagstofan. -jh H elgi Bergs og Þórður Pálsson, fyrrverandi starfsmenn Kaupþings, voru á mánudag dæmdir til að endurgreiða hluta af lánum sínum sem þeir fengu hjá bankanum til kaupa á hlutabréfum í hon- um sjálfum. Niðurfellingu persónulegra ábyrgða starfs- mannanna tveggja á lánum sínum, sem Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, skrifaði undir í september 2010, var rift. Helgi Bergs var dæmdur til að greiða tæplega 700 milljónir til baka í þrotabú Kaupþings vegna tveggja lána sem hann fékk frá bankanum til kaupa á bréfum í bankanum sjálfum. Um var að ræða lán sem stóð í rúmum 1,5 milljarði daginn sem hin ólög- lega niðurfelling átti sér stað. Þórður var dæmdur til að greiða 27 millj- ónir, sem var sú upphæð sem hann var í ábyrgð fyrir áður en til niðurfellingarinnar kom. Báðir starfsmennirnir héldu því fram fyrir dómi að stjórnendur bankans hefðu lofað starfsmönnum því að þeir bæru ekki skaða af hlutabréfakaupunum sem voru hluti af starfskjarastefnu bankans. Ekki þótti sannað að slíkt loforð hefði verið gefið jafnvel þótt fjórir stjórnarmenn bank- ans hefðu komið fyrir dóm og staðfest orð starfsmannanna. Ekki fengu starfs- mennirnir heldur leyfi frá Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra bankans, til að flytja hlutabréfaeign sína í einkahlutafélög árið 2008 jafnvel þótt Hreiðar Már hefði sjálfur flutt hlutabréfaeign sína í bankanum yfir í Hreiðar Már Sigurðsson ehf. tveimur árum áður. Ekki fengust skýringar fyrir dómi á því hvers vegna sömu reglur giltu ekki fyrir Hreiðar Má og undirmenn hans. Báðum málum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Ljóst er að slitastjórn Kaupþings getur fengið dæmda milljarða í endurgreiðslur frá þeim starfsmönnum sem hún hefur stefnt, ef dómarnir verða staðfestir af Hæstarétti. oskar@frettatiminn.is  dómsmál Hreiðar már sigurðsson Breytti sér í ehf. en bannaði öðrum starfsmönnum Dómur féll í málum þrotabús Kaupþings gegn tveimur stjórn- endum bankans í vikunni. Samkvæmt honum þurfa þeir að endurgreiða hluta af þeim lánum sem þeir fengu til hlutabréfa- kaupa hjá bankanum. Hvorugur fékk leyfi forstjórans til að færa hlutabréf sín í einkahlutafélag árið 2008 líkt og hann gerði sjálfur tveimur árum áður. Ekki fengu starfs- mennirnir heldur leyfi frá Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra bankans, til að flytja hlutabréfaeign sína í einkahlutafélög árið 2008, jafnvel þótt Hreiðar Már hefði sjálfur flutt hluta- bréfaeign sína í bank- anum yfir í Hreiðar Már Sigurðsson ehf. tveimur árum áður. Sömu reglur giltu ekki um Hreiðar Má Sigurðsson og aðra starfsmenn Kaupþings. Lj ós m yn d/ H ar i Helgin 13.-15. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.