Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 8

Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 8
Toppkiljur Kiljulisti –04.05 -10.05.11 Kiljulisti –04.05 -10.05.11 Kiljulisti –26.–01.06.10 Kiljulisti –04.05 -10.05.11 Ljósi varpað á ósýnilegu börnin í samfélaginu Meðal verkefna sem lokanemar til BS-prófs í hjúkr- unarfræði kynna í dag, föstudaginn 13. maí, má nefna verkefni Berglindar Þallar Heimisdóttur og Guðrúnar Maríu Þorbjörnsdóttur, sem fjallar um áhrif sem vímuefnaneysla á meðgöngu hefur á fóstur og nýbura. Kristín Rún Friðriksdóttir og Ragnheiður Halldórs- dóttir varpa ljósi á ósýnilegu börnin í samfélaginu, en verkefni þeirra er um stuðning við börn sem eiga for- eldra með geðsjúkdóma. Handleiðsla hjúkrunarfræðinga er síðan viðfangsefni Aðalbjargar Stefaníu Helgadótt- ur, en heitið á verkefni hennar er Handleiðsla hjúkrunar- fræðinga: Umhyggja þeim sem umhyggju veita. Að þessu sinni kynna 59 nemendur 38 lokaverkefni sem eru hin fjölbreyttustu og snerta flest svið hjúkrunar. Kynningin er öllum opin og fer fram í húsnæði Hjúkrunarfræði- deildar, Eirbergi, Eiríksgötu 34 og hefst kl. 13. -jh Rekstrarafkoma Kópavogs jákvæð um milljarð Rekstrarafkoma Kópavogsbæjar á árinu 2010 var betri en ráð var gert fyrir í fjárhags- áætlun ársins. Hún var jákvæð um 1.032 milljónir króna en árið á undan var hún neikvæð upp á 4.068 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða bæjarins varð 988 milljónum krónum betri en áætlunin, að því er fram kemur í tilkynningu bæjarins. Þar segir enn fremur: „Með áframhaldandi hagræðingu og út- sjónarsemi tókst að halda uppi þjónustu- stigi í bænum á árinu. Tekjur bæjarfélagsins urðu heldur hærri en áætlað var en íbúum fjölgaði um 383 milli ára, eða í 30.697 í árslok 2010. Aðrir þættir sem hafa áhrif á jákvæða rekstrarút- komu eru gengis- hagnaður erlendra langtímalána sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhags- áætlun og lækkun lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir hækkun skuldbindingarinnar. Útgjaldaliðir vegna félags-, fræðslu- og atvinnumála urðu hins vegar nokkuð hærri en áætlað hafði verið.“ Eigið fé bæjar- félagsins í árslok 2010 nam rúmlega 14 milljörðum króna en var 10,4 milljarðar árið á undan. Eigin- fjárhlutfallið fór upp í 24%. -jh G öngu- og hjólastígar á Arnarnesi í Garðabæ eru hagsmunamál höfuð-borgarsvæðisins, ekki bara Garða- bæjar og enn síður bara húsanna við strönd- ina, segir Auður Hallgrímsdóttir, varamaður Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garða- bæjar. Nú stendur yfir vinna og kynning á deiliskipulagi á Arnarnesi en þar er, að sögn Auðar, ekki gert ráð fyrir stígum meðfram ströndinni, eins og víða er á höfuðborgar- svæðinu, heldur stígum niður að sjó á þremur stöðum þar sem koma á fyrir pöllum þar sem fólk getur sest niður. Auður segir landið á sunnanverðu nesinu, Arnarvogsmegin, í umsjón Garðabæjar. Í að- alskipulagi hafi verið gert ráð fyrir göngustíg þar en á skipulagsnefndarfundi hafi orðinu göngustíg verið breytt í útivistarleið. Um- hverfisstofnun hafi beðið Garðabæ um skýr- ingu á því hvað útivistarleið væri og fengið þau svör að verið væri að hnykkja á lögum um frjálst aðgengi fólks 50 metra frá sjávar- línu. Ekki sé gert ráð fyrir mannvirkjum. Nú sé beðið álits lögfræðings Skipulagsstofnun- ar ríkisins á því hvort bæjaryfirvöldum hafi verið heimilt að breyta orðinu í aðalskipulagi án kynningar. „Í dag þarf fólk að hjóla inn í Arnarnes- hverfið og þar er kvartað undan álagi af hjólafólki. Við, hjá Fólkinu í bænum, erum að tala um tvenns konar hjólastíga,“ segir Auður, „annars vegar stíga þar sem fólk kemst hratt um, t.d. í vinnu inn á göngu- og hjólastíga- kerfi Hafnarfjarðar og Kópavogs og þá í átt til Reykjavíkur, þ.e. hjólastíg meðfram hljóð- möninni við Hafnarfjarðarveg. Hins vegar stíga kringum Arnarnesið sem hægt er að hjóla, t.d. öll fjölskyldan, á góðviðrisdögum um helgar eða að kvöldi til.“ Gegn þessu leggst fámennur en hávær hópur húseigenda við strandlengjuna á Arnarnesi, að sögn Auðar, en hún tekur fram að það eigi ekki við um alla íbúa á Arnarnesi. Óskadraumurinn sé að fá hjóla- og göngu- stíg fyrir nesið en það sé ekki raunhæft eins og mál standa, vegna eignarréttarákvæða á norðanverðu nesinu, Kópavogsmegin. Fram- kvæmanlegt ætti hins vegar að gera stíg Arn- arvogsmegin og inn í Arnarnesið og tengjast þannig stígakerfinu til Kópavogs. Nú sé hægt að hjóla frá Gróttu, í gegnum Kópavog en þegar komið sé í Garðabæ verði að fara út í umferðina. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar, segir að í upphaflegu skipulagi hafi ekki verið gert ráð fyrir stígum við ströndina á Arnarnesi. Eigendur lóðanna hafi keypt eignir sínar og ekki gert ráð fyrir stíg fyrir framan. Málið hafi hins vegar komið upp með reglulegu millibili, sérstaklega við endurskoðun aðalskipulags. „Hingað til hefur ekki verið vilji til að gera þetta,“ segir Arinbjörn. Hann segir það að gera göngu- og hjólastíga meðfram ströndinni sé algerlega gilt sjónarmið en slíkt verði að gera í sátt við íbúana. Eins og er sé slík stígagerð ekki í sjónmáli, menn yrðu mjög ósáttir. „Það stendur ekki til að fara með stíg kringum nesið, en ég tek það fram að það er ekki búið að afgreiða tillöguna frá skipulagsnefnd og því síður að afgreiða málið frá bæjarstjórn til kynningar. Málið fer í kynningu á næstu mánuðum og þá skýrist það,“ segir Arinbjörn. Skipulagsstjórinn segir að fyrirhugað sé að ganga frá hjólastíg meðfram hljóðmön- inni við Hafnarfjarðarveginn og að styrkja eigi stíga sem fyrir eru og liggja þvert yfir nesið og niður í fjöru á þremur stöðum, með útivistarpalli. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  Garðabær Unnið að deiliskipUlaGi á arnarnesi Segir göngu- og hjólastíga hagsmunamál fjöldans Fulltrúi Fólksins í bænum í skipulagsnefnd segir fámennan en háværan hóp eigenda strandlóða standa gegn stígagerð. Stendur ekki til að fara með stíg kringum Arnarnes, segir skipulagsstjóri. Útivistarpallar á þremur stöðum í fjörunni og hjólastígur meðfram Hafnarfjarðarvegi. Göngu- stíg breytt í útivistar- leið í skipulagi. Arnarnesið sunnanvert. Unnið er að gerð deiliskipulags á nesinu en deilt er um gerð göngu- og hjólastíga líkt og víða hafa verið gerðir meðfram ströndinni á höfuðborgarsvæðinu. Lj ós m yn d/ H ar i 8 fréttir Helgin 13.-15. maí 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.