Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 22
F
ranski rithöfundurinn
Montaigne sagði að vin
áttan væri hæsta full
komnunarstigið innan
mannlegs samfélags.
Það eru orð að sönnu og þegar ég
hitti fjórar elegant dömur á veitinga
staðnum Vox í hádeginu á sólbjört
um vordegi og sit með þeim nokkra
stund, er ég ekki í vafa um að rithöf
undurinn hafði rétt fyrir sér. Döm
urnar eru 83 ára, að undanskilinni
einni sem er árinu eldri, og þær hafa
verið saman í vinkonuklúbbi í 65 ár.
Þetta eru þær Sigrún Flóvenz
Ólafsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ing
unn Egilsdóttir og Valdís Blöndal,
sem kynntust við nám í Verslunar
skóla Íslands á fimmta áratugnum.
Frá útskrift, árið 1946, hafa þær
haldið hópinn og hittast einu sinni
í viku. Já, þið lásuð rétt, einu sinni
í viku!
Ekkert getur eyðilagt vináttuna
„Í upphafi vorum við sjö í þessum
klúbbi,“ segja þær mér, þar sem þær
sitja með vatnsglös fyrir framan sig,
rétt búnar að borða „lunch“ að hætti
hefðardama. „Tvær eru látnar og ein
dvelur á elliheimili. Við bundumst
svona sterkum vinaböndum um leið
og við kynntumst í Versló og það er
ekkert sem hefur komið upp á sem
hefur getað eyðilagt þessa vináttu.“
Þær eru svo huggulegar að ég fer
að telja árin í huganum: „Nei, þær
geta ekki verið 25 árum eldri en
ég!“ hugsa ég. En það eru þær nú
samt og líta út eins og hefðarkon
ur sem maður sér eiginlega bara í
kvikmyndum.
„Eftir að við stofnuðum klúbbinn
hittumst við í fyrstu heima hver hjá
annarri,“ segja þær. „Þá tíðkaðist
ekki að fara út að borða eins og við
gerum núna, en við förum ekki í
hádegisverð vikulega á hótel. Eina
vikuna gerum við það, þá næstu
förum við kannski á kaffihús og um
daginn sátum við á Amokka með
einn kaffibolla og tertusneið og ætl
uðum að tala saman smástund, en
áður en við vissum af var ein og hálf
klukkustund liðin! Á sumrin förum
við oft saman í sumarbústaðinn
hennar Guðrúnar í Skorradal eða
til Ingunnar í Kjósina – og svo á
Sigrún sína Paradís í Kópavoginum,
þar sem garðurinn hennar er stór
og einstaklega fallegur. Á þessum
stöðum þykir okkur gott að hittast
og ræða málin.“
Gjaldeyrishöftin: Afturhvarf til
fortíðar
Þær segja mér að þær tali um alla
mögulega hluti: pólitík, stjórnmála
menn, fortíðina, framtíðina – og
þegar mig hafi borið að garði hafi
þær verið að ræða gjaldeyrishöftin:
„Við vorum akkúrat að tala um
það þegar þú komst að þegar við
fórum til útlanda í fyrsta skipti þá
þurfti að koma með vottorð í bank
ann um að við værum með hreint
sakavottorð og ættum fyrir þeim
gjaldeyri sem sótt var um. Það var
eilífur barningur,“ segja þær.
Sigrún og Valdís héldu báðar til
Danmerkur með eiginmönnum sín
um þar sem þeir fóru til náms og
Valdís segir að svo flókið hafi verið
að fá gjaldeyri að foreldrar þeirra
hafi þurft að styrkja þau til að þau
gætu framfleytt sér.
„Við vorum tvö og hálft ár í Dan
mörku þar sem maðurinn minn var
við nám í verkfræði og án hjálpar
foreldranna hefði þetta einfaldlega
ekki verið hægt. Það er eiginlega
komin upp sama staða núna. Ég er
að fara til Berlínar í maí og fór að
kaupa mér gjaldeyri – en þá var ekki
nóg að sýna farseðilinn heldur líka
vegabréfið! Ég bíð bara eftir að þeir
taki aftur upp þetta með sakavott
orðið!“
Þær skellihlæja allar og eru svo
prakkaralegar á svipinn að það
mætti halda að þær væru ekki með
hreint sakavottorð – en svona fínar
dömur eru að sjálfsögðu með allt
sitt á tæru.
Aldrei rifist, aðeins rætt málin
Ingunn er sú eina þeirra sem á eig
inmann á lífi, hinar eru allar ekkj
ur. Þær hlæja mikið þegar ein sýnir
mér mynd úr partíi frá því í gamla
daga og útskýrir:
„Þarna erum við með mönnunum
okkar þegar þeir voru á lífi.“
„Það þarf nú varla að taka það
fram!“ segir önnur og hláturinn
glymur um veitingastaðinn.
Þær segjast oft ræða um stjórn
mál og séu alls ekki sammála um
allt, en Valdís sé svo ópólitísk að það
sé ómögulegt að fá hana til að taka
afstöðu.
„Við höfum hins vegar aldrei rifist
út af pólitík eða öðru. Við skiptumst
á skoðunum en engri hefur tekist
að snúa annarri á sitt band,“ segja
þær stríðnislega. „Reyndar verðum
við nú að játa að oftast tölum við um
börnin okkar, barnabörn og lang
ömmubörn – og auðvitað verður þá
úr smá keppni í að monta sig af því
hver eigi bestu barnabörnin! Við
rifjum líka upp gömlu, góðu dag
ana í Versló. Ein man eitt, önnur
eitthvað annað og á endanum er
púsluspilið fullkomið og við njótum
þess að ylja okkur við skemmtilegar
minningar.“
Höf og lönd gátu ekki aðskilið
þær
Áður en þær komu í Verslunarskól
ann þekktust þær ekkert þótt tvær
þeirra hafi fæðst í sama húsinu að
Bjarkargötu 8, þær Ingunn og Guð
rún.
„Við smullum strax saman og við
hittumst í skólanum. Auðvitað voru
strákar í klíkunni, en við vinkon
urnar vorum eins og límdar saman.“
Klúbburinn var stofnaður fyrir 65
árum og jafnvel þótt höf og lönd hafi
skilið þær að um tíma, breyttist vin
áttan aldrei. Valdís fór, eins og fyrr
segir, með manni sínum til Dan
merkur þar sem hann lærði verk
fræði og það er ekki fyrr en ég hef
verið með þeim í heila klukkustund
að þær ljóstra því upp að Sigrún sé
menntaður ballettkennari.
„Já, ég hafði verið í ballett hér við
alla skóla sem í boði voru og hélt
að því búnu til Danmerkur þar sem
ég lærði að verða ballettkennari.
Eftir heimkomuna fór ég að kenna
við skóla sem Félag íslenskra list
dansara rak, og kenndi þar ásamt
Sif Þórz og Sigríði Ármann. Svo fór
ég að eignast börn ...“
Valdís segist hafa saknað vin
kvenna sinna mikið þegar hún var
í Danmörku og hafi drifið sig beint
í klúbbinn eftir heimkomuna. Með
þeim í klúbbnum voru Dagbjört
Guðbrandsdóttir, Hanna Helgadótt
ir, sem báðar eru látnar, og Rann
veig Tryggvadóttir sem nú dvelur á
elliheimili og er aðeins eldri en þær.
Örlögin leiddu þær saman
Þegar ég spyr hvort þær trúi á að
örlögin hafi leitt þær saman, taka
þær því ekki fjarri:
„Ég fór nú bara í Verslunarskól
ann því ég vildi ekki fara í MR eins
og bróðir minn,“ segir Guðrún bros
andi. „En ég held að fólk sé hrein
lega leitt saman,“ segir hún og hinar
taka undir það.
Valdís segir engan sérstakan að
draganda að því að hún hafi valið
Versló, en þá hafi aðeins verið val
um þrjá skóla: Verslunarskólann,
Menntaskólann í Reykjavík og
Kvennaskólann:
„Sem betur fer valdi ég Verslunar
skólann því þar kynntist ég þessum
yndislegu konum,“ segir hún ein
læglega.
„Ég vildi ekki fara í Kvennaskól
ann því ég vildi vera í skóla með
strákum!“ segir Sigrún brosandi,
„enda hitti ég þar strák sem síðar
varð maðurinn minn.“ Og þær kíma
allar, enda greinilega sammála
henni. Val Ingunnar á Verslunar
skólanum kom hins vegar í gegnum
Ríkisútvarpið. „Þar var skemmti
þáttur, fluttur af nemendum við
Verslunarskólann, og mér leist svo
Saman í hádegisverðarklúbbi í 65 ár
Fjórar glæsi-
legar vinkonur á
níræðisaldri hafa hist
vikulega í 65 ár og
rifja upp góðar endur-
minningar, tala um
börnin sín, íslenskt
samfélag og margt
annað. Anna Kristine
fékk að setjast með
þeim í „lunch“ og
heyra af óvanalega
sterkri vináttu.
Vinkonurnar á góðri stund.
Við rifjum líka upp gömlu, góðu
dagana í Versló. Ein man eitt,
önnur eitthvað annað, og á end-
anum er púsluspilið fullkomið og
við njótum þess að ylja okkur við
skemmtilegar minningar.
Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins.
Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins:
www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni.
Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll
Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is
Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is
Framhald á næstu opnu
22 viðtal Helgin 13.-15. maí 2011