Fréttatíminn - 13.05.2011, Page 24
Hið nýja NIVEA Aqua Sensation markar tímamót
hvað varðar raka. Öflugur rakinn sem nær til
neðri laga húðarinnar veldur því að húð þín
verður stinnari og frísklegri. Þú munt skynja
létta áferð kremsins þegar þú berð það á húð
þína. Það mun smjúga samstundis inn í húðina
og vinna með henni að uppbyggingu hennar. Í
þessari Aqua Sensation línu eru Refreshing Day
Care - dagkrem fyrir venjulega húð, Nourishing
Moisturizer Day Care - dagkrem fyrir þurra og
viðkvæma húð, Nourishing Moisturizer Night
Care - næturkrem fyrir þurra og viðkvæma húð
og Anti Shadow Eye Care - augnkrem sem vinnur
gegn baugum og þrota.
NÝTT NIVEA VISAGE AQUA Sensation
þýska móður og þýskan er henni
því í blóð borin, en auk þess talar
hún ensku, sænsku, dönsku og
spænsku:
„Ég hef verið leiðsögumaður á
Kanaríeyjum og Mallorca svo auð
vitað þurfti ég að læra spænsku.“
Þær vinkonurnar hafa ferðast
mikið saman, bæði á eigin vegum
og eins með konum úr kvenfélaginu
Hringnum, sem þær starfa með á
fullu:
„Við höfum farið saman til Skot
lands, Berlínar, Prag, Barcelona
og til Gardavatnsins. En líklega er
besta minningin okkar vikudvöl á
Flórída í húsi sem Guðrún og Agnar
maðurinn hennar áttu hlut í.“
Því húsi fylgir saga sem Guðrún
segir okkur:
„Maðurinn minn, Ólafur Agnar
Jónasson, alltaf kallaður Agnar, var
flugvélstjóri hjá Loftleiðum,“ segir
hún. „Flugfélagið ætlaði svo að taka
þetta allt saman yfir þegar samein
ingin varð, en þá var fundur úti í
Nesvík og ég heyrði að Agnar minn
sagði: „Nei, þetta breytist ekki fyrr
en næsta kynslóð tekur við,“ og það
rættist.
Loftleiðamenn voru með félags
skap og þeir keyptu land uppi í
Brautarholti og ...“
„Þarft ekki að segja alla
söguna!“
„Heyrðu, þú þarft ekki að hafa sög
una svona langa!“ skýtur Valdís inn
í, en Guðrún segir að víst verði hún
að gera það – það sé tilgangur með
sögunni!
„Loftleiðamenn byggðu klúbb
hús og annað lítið hús úr fjölum
sem höfðu verið utan um flugvél
sem kom hingað með skipi. Svo
kom þeim saman um að kaupa eða
byggja hús fyrir félagsskapinn á
Flórída í Ameríku. Þeir eyddu öllum
sínum stundum í að velja landið og
semja um kaup á því. Það var ekk
ert á svæðinu sem þeir völdu, en nú
er það gróðri vaxið og fallegt. Svo
var húsið byggt en þá gerðist það
að stjórn starfsmannafélagsins sam
þykkti ekki kaupin. Þá keyptu þeir
húsið þrír, minn maður, tveir flug
stjórar, Óskar Sigurðsson og Hilm
ar Jónsson. Það var sagt við þá að
það væri í lagi að tveir ættu saman
hús, en þrír – það gengi aldrei. Það
gekk nú aldeilis ekki eftir, því það
var alltaf allt í fullri vinsemd.
Svo einhvern tíma í boði segi ég
við stelpurnar: „Oh, hvað það væri
gaman ef við gætum farið vestur og
átt þar stund saman. Við erum ekki
vanar að tvínóna neitt við hlutina
svo við í klúbbnum skelltum okkur
til Flórída og vorum þar saman í
viku. Það var dýrðleg vika.“
Minniskubbar í stað flugvélstjóra
En svo varð breyting á högum Agn
ars:
„Þegar nýju flugvélarnar komu
var öllum flugvélstjórum sagt upp
og í staðinn komu minniskubbar,“
segir Guðrún. „Við hlógum oft að
því að kubbar gætu komið í stað
allra þessara vönu manna. Þegar
Agnar var orðinn atvinnulaus og
við fórum að velta fyrir okkur hvað
við vildum gera sagði ég honum að
mig langaði í sumarhús. Við fórum
að leita og fundum fallegan sum
arbústað í Skorradal. Það kostaði
auðvitað sitt, svo við seldum hinum
strákunum okkar hlut í húsinu í Am
eríku. En við áttum margar yndis
legar stundir í Skorradalnum og ég
hef notið þess að vera með stelp
unum í klúbbnum þar líka.“
Eftirlætisstaðir
Þar sem þið hafið ferðast svona
mikið um heiminn, langar mig að
vita hvort þið eigið ykkur eftirlætis
staði?
„Ég er búin að fara um allan
heim,“ segir Valdís. „Ég er auðvit
að tengd Þýskalandi þar sem móðir
mín var þýsk en mér þykir mjög gott
að vera á Ítalíu. Þar á ég systurdótt
ur sem hefur búið þar um árabil og
heimsæki hana reglulega. Á meðan
systir mín var á lífi fórum við árlega
í tíu, tólf ár til dóttur hennar.“
Guðrún þarf ekkert að hugsa sig
um:
„Eftirlætisstaðurinn minn er
Skorradalur!“ segir hún brosandi.
„Ég fór víða með manninum mínum
því hann kenndi í því sem var kallað
„kassinn“, sem var gerviflugvél og
Flugleiðir voru alltaf að spara svo Ís
lendingarnar fengu yfirleitt kennslu
stundir á nóttunni. Mér var nú alveg
sama um það, ég svaf bara á meðan.
En þegar ég lít til baka, þá er eini
staðurinn sem mig myndi reglulega
langa til að heimsækja aftur Havaí
eyjar.“
Ingunn og hennar maður fóru
mikið á skíði:
„Við fórum oftast á skíði hér á Ís
landi en líka í Lech í Austurríki, sem
er afar fallegur staður.“
„Ég á enga uppáhaldsborg,“ segir
Sigrún. „Ég er bara sæl þar sem ég
er hverju sinni.“
Framtíð Íslands ekki björt
Svo frétti ég af ykkur fjórum á
djamminu á Hótel Örk fyrir ekki svo
löngu ...
„Já, Guðrún átti afmæli og við
ákváðum að vera í fimm daga á Örk
inni,“ segja þær. „Það var auðvitað
kolvitlaust veður en við létum það
ekkert á okkur fá. Við erum reyndar
löngu hættar að djamma en finnst
alltaf jafn gaman að vera saman og
spjalla. Ef eitthvað annað kemur upp
á þann dag sem klúbburinn ætlar að
hittast – þá gengur klúbburinn fyrir.“
Hvernig líst ykkur á unga fólkið í
þjóðfélaginu?
„Mér líst vel á ungt fólk og það
er svo mikið af hæfileikaríku ungu
fólki til, en fjölmiðlar nefna bara
vandræðaunglingana,“ segir Sigrún.
„Ég er mjög leið yfir því, þar sem ég
þekki bara góða unglinga og vini
þeirra. Það má gjarna tala meira um
það.“
Hinar taka undir og Valdís segir
að flestar þeirra eigi hámenntuð
börn: „Það er mikið lán að eiga góð
börn og barnabörn.“
En hvernig líst ykkur á framtíð Ís
lands – konur með ykkar lífsreynslu
hafa nú upplifað margt:
„Ég sagði nú NEI við Icesave
samningnum,“ sagði Guðrún. „Það
er hræðilegt að sjá fólk standa í bið
röðum eftir mat. Mér finnst það af
skaplega dapurlegt. Mér finnst fram
tíðin fyrir Ísland ekkert sérstaklega
björt, það hvorki gengur né rekur og
við erum alltaf að borga.“
Skin og skúrir
Á 65 árum hafa auðvitað skipst á skin
og skúrir í lífi þessara vinkvenna.
Þær segjast alltaf vera til staðar til
að samgleðjast á góðum stundum og
styrkja hver aðra á þeim erfiðu:
Það er öruggt að svo hefur ver
ið,“segir Ingunn. „Við fögnum hverju
barni sem fæðist, barnabörnum og
langömmubörnum. Það hafa verið
mestu gleðistundirnar.“
Valdís segir sorgarsögu sína, en
hún var á leið ásamt manni sínum til
Kanaríeyja þegar hann fékk hjarta
áfall um borð í flugvélinni og lést
samstundis.
„Þegar ég kom heim með líkið af
honum voru fyrstu manneskjurnar
sem komu til mín að sýna mér stuðn
ing þessar yndislegu vinkonur mín
ar,“ segir hún. „Sigrún missti sinn
mann fyrir tveimur árum og Guðrún
fyrir örfáum mánuðum og við höfum
alltaf verið til staðar hver fyrir aðra
á slíkum stundum, veitt styrk og
stuðning. Til þess eru vinir.“
Þær segja líka gríðarlega erfitt að
fylgja æskuvinum til grafar.
„Það var mjög erfitt þegar við
misstum bekkjarsystkini okkar Dag
björtu og Begga á sama árinu á besta
aldri. Þau fóru bæði úr krabbameini.
Hanna dó fyrir fjórum árum. Það er
mjög erfitt að fylgja æskuvinum, en
okkar reynsla er sú að þá þéttist hóp
urinn okkar enn betur saman.“
„Ég kom frá Ameríku morguninn
sem Hanna var kistulögð,“ segir
Valdís. „Ég var búin að kveðja hana
áður en ég fór, því ég var ekki viss
um að ég myndi hitta hana aftur á
lífi. Ég keyrði svo hratt til að ná í
kistulagninguna að ég keyrði aftan
á bíl, en hélt bara áfram því ég vildi
kveðja vinkonu mína á viðeigandi
hátt.“
Hefðum átt að taka milljarða
lán árið 2007!
Við reynum að beina talinu að ein
hverju glaðlegu og ég spyr hvort
þær tali stundum illa um einhvern
– hvort það sé til dæmis einhver
stjórn málamaður sem þeim líki
ekki við og svarið er skellihlátur:
„Já, já, við höfum mjög svipaðar
skoðanir á mönnum og málefnum.
En við ætlum ekki að nefna nein
nöfn sko!“
„Heyrðuð þið fréttirnar í morg
un?“ spyr Guðrún allt í einu. „Það
á bara að strika út skuldirnar hjá
körlunum! Við hefðum betur tekið
nokkurra milljarða króna lán hér
um árið, þá værum við skuldlaus
ar núna! Bara allt afskrifað. En við
erum bara heiðarlegt fólk og heiðar
legt fólk gerir ekki svona.“
Kúvending á þjóðfélaginu
Þær segja að svo margt hafi breytst
„Hér erum við bekkjarsysturnar úr Versló; Sigrún, Ingunn, Valdís og Guðrún. Fyrir
framan eru Hanna Helgadóttir, látin, Rannveig Tryggvadóttir, sem dvelur á elli-
heimili, og Dagbjört Guðbrandsdóttir, látin. Þessi mynd var tekin þegar við vorum
upp á okkar besta!“
... þá segi ég við
stelpurnar: „Oh,
hvað það væri
gaman ef við gæt-
um farið vestur og
átt þar stund saman.
Við erum ekki vanar
að tvínóna neitt við
hlutina svo við í
klúbbnum skelltum
okkur til Flórída og
vorum þar saman í
viku. Það var dýrð-
leg vika.
vel á þau að ég tók ákvörðun um að
fara í þann skóla.“
83 ára leiðsögumaður
Nú þegar þær hafa ljóstrað upp um
ballettnám Sigrúnar er komið að
því að segja frá Valdísi.
„Hún er ferðamálafrömuður,“
segja þær, „og hefur verið leiðsögu
maður í fjölda ára. Og er enn að,
orðin 83 ára!“
Þessu trúi ég nú varla, en Valdís
staðfestir það:
„Jú, jú, í morgun fékk ég listann
yfir þau skemmtiferðarskip sem
eru væntanleg hingað í sumar, en
á síðustu árum hef ég einkum ver
ið leiðsögumaður fyrir farþega af
skemmtiferðaskipum. Ég hef marg
oft sagt að ég sé hætt, en það tekur
bara enginn mark á mér!“
Hver um sig er lítið fyrir að tala
um sjálfa sig, svo ég verð að halda
áfram að fá hinar til að ljóstra upp
um hæfileika hinna. Hvað með Ing
unni?
„Hún er mjög mikil veiðikona,“
segja þær. „Þau hjónin áttu hluta af
Laxá í Kjós og þau buðu okkur ár
eftir ár að veiða þar.“
„Já, pabbi, Egill Vilhjálmsson,
átti þennan hluta Laxár ásamt
Eggerti Kristjánssyni,“ útskýrir
Ingunn.
„Og ég veiddi einu sinni tuttugu
punda lax í Þverá í Borgarfirði,“
hvíslar Sigrún að mér.
Ferðast saman um heiminn
Starfs síns vegna hefur Valdís
ferðast um allan heim. Hún átti
24 viðtal Helgin 13.-15. maí 2011