Fréttatíminn - 13.05.2011, Page 25
Eignastýring • Markaðsviðskipti • Fyrirtækjaráðgjöf
Arctica Finance er framsækið, óháð og sjálfstætt
fjármálafyrirtæki sem hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu.
Fyrirtækið er í eigu starfsmanna sem búa að áralangri og
víðtækri reynslu af innlendum og erlendum fjármálamörkuðum.
www.arctica.is | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi | Sími 513 3300
frá því þær voru ungar að það sé
varla hægt að ræða það:
„Það hefur orðið algjör kúvend
ing í þjóðfélaginu. Þegar við vorum
ungar var mikil fátækt. Á árunum
milli 1930 og 1940 fyrir stríð var
óskaplega mikil fátækt hér í Reykja
vík. Fólk flutti hingað en hér var
ekkert betra að fá.“
Sigrún minnist þess þegar hún
hafi dag eftir dag horft niður á
bryggju, sem var yfirfull af karl
mönnum í von um vinnu:
„Ég man svo vel eftir því að hafa
margoft séð hóp af mönnum niðri
við höfn í von um að fá einhverja
vinnu við uppskipun en örfáir úr
hópnum fengu vinnu. Þetta var fólk
sem átti ekki neitt – ekki neitt. En
samheldnin hefur alltaf verið til
staðar í íslensku samfélagi og það
hefur ekkert breyst og breytist von
andi aldrei.“
Fyrst og fremst lífsglaðar
dömur
Samanlagt eiga þessar fjórar vin
konur þrettán börn og afkomendur
þeirra eru sjötíu og þrír talsins:
„Þegar börnin okkar voru lítil
hittumst við oft með þau um jól og á
sumrin og það var virkilega gaman
að vera með allan krakkahópinn.“
„Ingunn á ægilega fínan sumar
bústað og Guðrún líka,“ segir Val
dís. „Við höfum hist þar á sumrin og
á okkar yngri árum slettum við úr
klaufunum, en við erum bara orðn
ar svo stilltar á efri árum! Við höf
um þó aldrei hagað okkar svo illa að
það hafi þurft að hringja á lögregl
una á okkur, en auðvitað vorum við
með partí þegar við vorum yngri,
djömmuðum stundum og oft bara
við stelpurnar. En fyrst og fremst
vorum við og erum enn afskaplega
lífsglaðar konur.“
Þegar ég spyr hvort þær spili golf
svara þær neitandi:
„Það er svolítið skrýtið, að engin
okkar spilar golf og engin okkar
spilar brids nema Ingunn,“ segja
þær.
Þurfum að taka leigubíla
oftar!
Og eins og vanalega eru næstu
mánuðir alveg fastmótaðir hjá vin
konunum:
„Næsta miðvikudag hittumst
við á fundi hjá Hringnum, svo er á
planinu að fara í bústaðinn til Guð
rúnar og Ingunnar í sumar og sitja
í fallega garðinum hennar Sigrúnar
sem er hennar sumarbústaður.“
Fáið þið ykkur ekki sjerrí eða
hvítvín eða rauðvín þegar þið hitt
ist?
Jú, þegar við munum eftir að
koma ekki á bílum!“ segja þær hlæj
andi. „Við þurfum endilega að muna
eftir að taka leigubíla oftar!“
Anna Kristine
ritstjorn@frettatiminn.is