Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 27

Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 27
Veldu skelina sem þér finnst best! Síríus skeljarnar eru frábærar með kaffinu, eftir matinn, með sjónvarpinu, í saumaklúbbunum eða bara hvenær sem er. Þú getur valið skelina sem þér finnst best eða látið bragðið koma þér skemmtilega á óvart. Síríus Skeljar úr hinu sígilda Síríus rjómasúkkulaði Rjómaskeljar Skeljar úr ljúffengu 56% dökku súkkulaði 56% Konsumskeljar Sex spennandi og bragðgóðar fyllingar Fylltar skeljar Súkkulaðiskeljar með frískandi appelsínubragði Orange skeljar F í t o n / S Í A Kisan Krúsa hefur einstakt lag á hestunum: Hún leggst á bakið og krefst þess að þeir nuddi á henni magann – og þeir hlýða! mig á því fyrsta sumarið að kaupa alltof dýrt í matinn! Ég var með kjúklingabringur og dýrindis rétti – en einu sinni í viku er ég alltaf með fisk. Ég hefði ekki trúað því hvað börn eru hrifin af heimagerðum fiskibollum. Fyrst borðuðu þau þrjá, fjóra diska, þangað til ég sá að þau voru löngu orðin södd. Ég get sko alveg sagt þér að ég kom ekki út í miklum plús eftir að hafa verið með hótelmat í heilt sumar!“ segir hún hlæjandi. Hestamennska að breytast í stelpusport Þegar ég spyr hana um muninn á elstu og yngstu börnunum, segir hún hann alveg fara eftir því hvort viðkomandi barn hafi vanist hestum áður en það kemur á námskeiðið. „Flest þeirra sem koma til mín hafa aldrei umgengist hesta fyrr og það er áberandi hversu stóra drauma litlu stelpurnar hafa átt um að komast á hestbak. Þetta er að verða meira stelpusport en stráka- sport, það er að breytast mikið. En það koma auðvitað líka strákar á námskeiðin. Ég hef fengið krakka sem eru að fara í hestaferðalag með foreldrum sínum eða ömmu og afa og þurfa smá kennslu og þjálfun áður. Þetta eru börn sem kunna rétt taumhald og slíkt, en þurfa meiri þjálfun áður en farið er í hestaferð. Ég legg mikla áherslu á að þau sitji rétt, haldi rétt á taumi og læri að halda jafnvægi á hesti. Í jafn- vægisæfingum ríða þau berbakt og beislislaust og ég stýri hestunum. Það hefur enginn slasast hjá mér, sem betur fer.“ Hestarnir velja sér börn Þar sem við sitjum innan um hvíta glamúrinn í versluninni spyr ég hana hvort henni finnist engin við- brigði að fara þaðan í hestana í tvo mánuði á ári? „Nei, síður en svo! Það er draumurinn að vera innan um hestana í sveitinni minni. Það er fríið mitt. Ég er stundum svo upp- gefin eftir daginn að ég tek ekki símann! Þetta er töff, en þetta er skemmtilegt og gefandi. Og að upp- lifa hestana í kringum börn er alveg stórkostlegt. Ég er kannski með öskuviljuga hesta sem gjörbreytast um leið og börn koma. Þá verða þeir afslappaðir og rólegir og passa börnin. Það er gefandi að sjá þessa verndartilfinningu hestanna. Fyrsti dagurinn fer í að finna rétta hestinn fyrir rétta barnið og eftir það eru þau með sína hesta. Hestar eru eins og flest önnur dýr; þeir velja sér „eiganda“. Hestarnir hér eru fljótir að sigta út hvaða barn þeir vilja „eiga“ á námskeiðinu og ganga hiklaust að því barni.“ Kisan Krúsa í nuddi hjá hest- unum Þótt þetta sé auðvitað fyrst og fremst reiðnámskeið finnur Anna Bára ýmislegt fyrir börnin að gera á meðan þau bíða þess að verða sótt: „Hér rétt fyrir neðan hesthúsin rennur Suðurá og við förum stund- um með krakkana þangað og lofum þeim að búa til stíflur og leika sér í grunnri ánni – en allt auðvitað und- ir mjög ströngu eftirliti. Þau hafa líka gaman af að leika við tíkina Indu og kisuna Krúsu, sem mér var gefin þar sem það þykir tilheyra að hafa hesthúsakisu. Inda og Krúsa fara með mér í langar gönguferðir á hverjum degi og Krúsa hefur ein- stakt lag á hestunum: Hún leggst á bakið og krefst þess að þeir nuddi á henni magann – og þeir hlýða!“ seg- ir hestaunnandinn, dýravinurinn, reiðkennarinn og damask-drottn- ingin Anna Bára sem bíður þess að maí renni sitt skeið svo að hún geti farið að taka á móti börnum og vera á hestbaki allan daginn, alla daga. Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is viðtal 27 Helgin 13.-15. maí 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.