Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 28
Frekar gefum við fólki frí til að fara í uppgrip því annars hættir það og fer. S amtök verslunar og þjónustu völdu nýlega Landspítalann sem eitt af þremur bestu þjónustufyrirtækjum ársins 2011. Björn segist undrandi á árangrinum. „Við erum alltaf að hugsa um öryggi sjúklingsins en það kom mér á óvart að við skyldum vera nefnd þarna með helstu fyrirtækjum landsins. Við komumst í þriggja liða úrslit eins og sagt er. Ég vissi ekki að þetta væri mögulegt því mér fannst við bara vera að reyna að lifa af.“ Hafðir þú lengi haft metnað fyrir því að stjórna spítala? „Nei, alls ekki. Þetta var röð tilviljana. Ég var á fundi í Harvard Business School í Boston í byrjun árs með Michael Porter. Hann er einn sá áhrifa- mesti í akademíunni í viðskiptum núna og bauð mér að koma á þennan fund með mjög mörgum forstjórum spítala í heiminum. Þar þurftu allir að segja aðeins frá sjálfum sér og ég sagðist bara vera forstjóri fyrir slysni. Þetta þróaðist þannig hjá mér. Ég vinn að styttri markmiðum og að verða forstjóri spítalans var aldrei markmið hjá mér. Þegar ég kláraði doktorsprófið mitt í Svíþjóð á sínum tíma sögðu þeir við mig að ég yrði að velja á milli frama innan akademíunnar eða stjórnunar. Ég ákvað þá að fara í stjórnun og það liðu innan við sex mán- uðir þar til búið var að setja mig í yfirmannsstöðu á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg.“ Enn að skera upp sjúklinga Björn sérmenntaði sig í bæklunarskurðlækningum og er með doktorspróf frá Gautaborgarháskóla. Auk þess að vera forstjóri á stærsta vinnustað landsins starfar hann enn sem skurðlæknir í hjáverkum. Hann rekur líka stórt heimili með eiginkonu sinni, Hörpu Árnadóttur myndlistarmanni, og saman eiga þau fimm börn. Hvernig í ósköpunum er vinnuvikan hjá þér? „Ég vinn í skorpum. Frá átta á morgnana til sex eða sjö á kvöldin, þá tek ég mér tíma með fjölskyld- unni. Flest kvöld vinn ég svo aftur milli tíu og tólf. Svo reyni ég að eiga sem mest frí um helgar en það tekst ekki alltaf.“ Hvernig lífi lifir þú fyrir utan vinnuna? „Aðallega venjulegu fjölskyldulífi. Það gefst ekki tími til mikils annars en að vera með fjölskyldunni og hugsa um reksturinn. Undanfarin ár hefur þetta verið ákveðinn lífsstíll. Ég hef líka verið aðeins í íþróttum og sinnt einhverri sjálfboðavinnu hjá Val.“ Björn bjó í Gautaborg í tæpan áratug og segist hafa kunnað ákaflega vel við sig þar. Undir það síðasta var hann reyndar orðinn óánægður í starfi á Sahlgrenska sjúkrahúsinu og kom því aftur til heim til Íslands. Hver er munurinn á því að stjórna spítala í Gauta- borg og á Íslandi? „Ég komst nú aldrei svo langt upp að stjórna spítalanum þar. Ég flutti heim í lok árs 2002 og var þá yfir einingu sem velti milljarði og var með 250 manns í vinnu. Það var ótrúlega mikið af góðu fólki á spítalanum en stjórnkerfið var mjög þungt og boðleiðir hægar. Ég fékk eiginlega bara nóg. Mér fannst ganga hægt að breyta. Málum var frestað yfir á næstu fundi sem haldnir voru þremur mán- uðum síðar og þannig gekk þetta. Ég varð fyrir vonbrigðum með ákveðna starfsmenn enda lenti spítalinn í töluverðum hremmingum sem hann er að ná sér út úr núna. Þetta umhverfi hentaði ekki nútíma læknisfræði. Þannig að ég kom heim og var ráðinn yfirlæknir á skurðstofunum hérna. Síðan hefur leiðin legið áfram og ég hef fengið útrás fyrir skrítnar hugmyndir.“ Eru bákn eins og spítalar spennandi vinnustaðir fyrir stjórnendur? „Það skiptir máli að hafa með sér gott fólk, auk þess að vera ekki of bundinn af því hvernig hlut- irnir voru gerðir áður. Maður lærir mikið af því og þótt ég hafi mikinn áhuga á sagnfræði finnst mér ekki að maður eigi að lifa á sagnfræði heldur þora að breyta. Ég hef gert mest af því að breyta mjög róttækt.“ Ársskýrsla spítalans var kynnt á dögunum og á síðasta ári skilaði reksturinn 71 milljón í afgang. Árið á undan var hallarekstur spítalans rúmur milljarður. Er þetta ekki í fyrsta skipti í óratíma sem rekstur spítalans er hallalaus? „Ég er ekki mjög góður í þessari sagnfræði en spítalinn, í þeirri mynd sem hann er núna, var settur á laggirnar 1999-2000. Rekstur hans hefur allavega ekki verið réttu megin við strikið undan- farin fimm ár. En þetta er erfitt að bera saman. Stundum hafa verið teknar ákvarðanir á miðju ári um að keyra spítalann yfir en bæta það upp með fjárveitingum.“ En það lofar væntanlega góðu að spítalinn skilar 71 milljón í rekstrarafgang? „Sem er bara 0,2% af umfangi starfseminnar þannig að það er ekki neitt neitt. Við veltum hátt í 40 milljörðum. En síðan 2007 höfum við samt minnkað spítalann um 23%.“ Stundum er talað um að tilhneiging og eðli stórra stofnana sé að þenjast út. Þegar spítalinn er minnk- aður, er þá ekki kúnst að halda smæð hans? „Starfsemin hlýtur að þenjast út. Bæði vegna þess að þjóðin er að eldast og eldra fólk þarf meiri heil- brigðisþjónustu. Svo fleytir tækninni fram og það þarf stöðugt ný tæki. Þessi þróun er krefjandi á fjár- magn og fólk. Það er oft talað um að háskólaspítalar úti í heimi þurfi að hagræða um 2% á ári til að geta mætt þessum nýju þáttum.“ Finnur spítalinn mikið fyrir því að þjóðin er að eldast? „Já, við finnum að við erum í auknum mæli að glíma við veikindi eldra fólks. Álagspunktarnir eru margir og sérstaklega mikið er álagið í janúar, febrúar og mars þegar helstu flensurnar ganga. Bæði venjuleg inflúensa og síðustu tvö ár hefur nóróveiran herjað illa á okkur. Hún leggst harðar á gamalt fólk en þetta geta verið lífshættulegar sýkingar fyrir einstaklinga sem eru gamlir eða veikir fyrir. Við vitum ekki hvort faraldurinn sem geisaði í vetur var óvenjuslæmur eða hvort við erum með fleiri gamla einstaklinga. En vegna þess að við erum búin að minnka spítalann og fækka fólki verður erfiðara að bregðast við þegar holskeflurnar koma.“ En rekstur spítala er á margan hátt mjög pólitísks eðlis. Að hvaða leyti finnur spítalinn fyrir póli- tískum sviptingum? „Hann finnur áherslumuninn hjá þeim fjórum eða fimm heilbrigðisráðherrum sem hafa verið við völd á mjög stuttum tíma. Sviptingar hafa verið örar í pólitíkinni og sem dæmi má nefna að ráðuneytistjór- inn í nýju sameinuðu ráðuneyti er sá fjórði síðan 2007. Áhugi ráðherranna á að skipta sér af rekstri spítalans hefur líka verið mismikill. Ég held að það væri markvissara ef við hefðum lengri tíma áætlun algjörlega á hreinu. Mér finnst það vera á reiki hvert endanlegt hlutverk spítalans sé og hvert sé hlut- verk heilsugæslunnar. Hvaða þjónustu á spítalinn að veita og hvaða þjónustu á að kaupa af sérfræði- læknum úti í bæ? Hversu mikla þjónustu á að veita í Reykjavík og hversu mikla á landsbyggðinni?“ Ómetanleg ráð starfsmanna Björn hefur haldið ótal fundi með starfsmönnum og fengið fjölmargar tillögur um hvernig spara mætti á spítalanum og reka hann betur. Hvað hefur áunnist með ráðum starfsfólksins? „Þegar fyrir lá að við þyrftum að spara þessa miklu upphæð á árinu 2010 byrjaði ég með ákveð- ið snið af fundum þar sem við reyndum að ná sem flestum starfsmönnum saman. Ekki eftir stétta- skiptingu eða deildum heldur að þeir sem ynnu saman kæmu saman á fundi. Ég byrjaði á að segja fólki frá því sem við þurftum að gera. Og að ef hverjum starfsmanni tekst að spara þúsund krónur í nærumhverfi sínu á viku, þýddi það fyrir allan spítalann um 260 milljónir á ári. Það voru næstum tíu prósent af því sem þurfti að spara. Svo fórum við í ákveðna hugmyndavinnu. Upp komu alls konar góðar og praktískar hugmyndir, eins og að stækka ruslatunnur og tæma þær sjaldn- ar og spara þannig gönguferðir og tíma starfsfólks- ins. Við höfum ekki getað sett verðmiða á hverju þetta skilaði. Að minnsta kosti skilaði vinnan okkur Forstjóri fyrir slysni Björn Zoëga segir fjárlög ársins 2010 hafa verið mesta áfallið í starfi sínu sem forstjóri Land- spítalans. Hann þurfti að útfæra mesta niðurskurð í sögu spítalans en gerði það meðal annars eftir 3.400 tillögum frá starfsfólki. Í fyrsta sinn í langan tíma er reksturinn hallalaus og við- horfskannanir sýna að starfsánægjan á spítalanum fer batnandi. Þóra Tómasdóttir ræddi við Björn, meðal annars um offituna sem hann óttast og mistökin sem hann telur að borgin hafi gert í niðurskurði skólanna. Framhald á næstu opnu Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 13.-15. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.