Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 13.05.2011, Qupperneq 32
Þ að er létt yfir Evu Gabri- elsson þegar hún gengur eftir Bræðraborgarstígnum undir glampandi reykvískri maísólinni. „Reykjavík er eiginlega alveg eins og ég hafði gert mér í hugarlund en mér skilst að ég sé mjög heppin með veður,“ segir hún létt í bragði og ekki er hægt að segja að hún beri það utan á sér að hafa staðið í miðju Millennium-hvirfilbylsins sem hefur gengið yfir heimsbyggðina á síðustu árum. „Rússíbani er mjög gott orð til þess að lýsa lífi mínu frá því að Stieg dó. Og kannski má segja að ég hafi hleypt þeim rússíbana af stað sjálf sumarið þegar fyrsta bókin kom út í Svíþjóð. Að Stieg gengnum var vitaskuld enginn til að tala um bókina og kynna hana í fjölmiðlum þannig að ég tók það að mér. Á þessum tíma hafði ég ekki hugmynd um hvað beið mín í samskiptum við föður Stiegs og bróður og gerði þetta í raun af greiðasemi við þá og sænska útgefandann sem þurfti á allri umfjöllun að halda. Þarna varð ég opinber persóna og það má segja að ég hafi sett rússíbanann af stað. En síðar fór annar og mun háskalegri rússíbani í gang,“ segir Eva og vísar til illvígra deilna hennar við þá feðga. Stendur vörð um arfleifð Stiegs Eva, sem er arkitekt og nú rithöfundur, og Stieg hófu sambúð árið 1974 og bjuggu saman þar til Stieg fékk hjartaáfall og dó árið 2004. Eva og Stieg töluðu mikið um Millennium-söguna og hún lagði ýmislegt til sem rataði í bækur Stiegs og óhætt er að segja að hún hafi tekið virkan þátt í sköpun Mikaels Blomkvist og Lisbeth Salander. Barátta Evu við feðgana snýst, að hennar sögn, ekki um Millennium-milljarðana heldur arfleifð Stiegs sem hún lætur sér svo annt um. „Ég hef ekki fengið neitt en það er bara þannig og fólk sem les bókina mína sér að hún snýst ekki um þessa deilu við feðgana. Þær eru í raun aukaatriði. Ég held samt að þörfin fyrir að skrifa bók um samband okkar Stiegs hafi sprottið upp úr deilunum við þá feðga,“ segir Eva og nefnir sérstaklega að eftir dauða Stiegs hafi alls kyns sögur komist á kreik um Stieg, hana og hversu náinn Stieg hafi ver- ið fjölskyldu sinni. „Mér fannst ég verða að stíga fram og segja að þetta væri ekki satt. Mér fannst þessi söguburður sýna svo greinilega versu slæmt það væri að þessir menn færu með höfundarréttarmál Stiegs. Þetta á nefnilega ekki aðeins við um skáld- skap hans heldur öll pólitísk skrif hans í gegnum tíðina og ég vildi koma þvi til skila að verkum hans er best borgið í minni umsjá en hingað til hef ég ekki haft erindi sem erfiði.“ Réttlætisbaráttan endalausa „Ég ætlaði mér að vísu aldrei að skrifa bók. Ég fór að halda dagbók þegar Stieg dó. Systir mín neyddi mig til þess að gera það. Nokkrum árum síðar gat ég ekki enn skilið hvað hafði gerst með feðgana og hvernig ég komst í þessa stöðu að vera heimilislaus og að verða fyrir stöðugt meiri reiði og illsku frá þeim. Þá settist ég niður og fór að færa handskrifaðar dag- bækurnar mínar í tölvuna til þess að reyna að átta mig á þessu og fá skýrari mynd af þessum atburðum fyrir sjálfa mig. Eva dregur ekki dul á að henni finnst hún hafa verið beitt rangindum og hefur ekki gefið feðgunum þumlung eftir í þessu nú bráðum sjö ára stríði. „Mikael og Lis- beth tala ekki bara um réttlæti. Þau gera eitthvað í málunum. Það er til fullt af fólki sem talar og talar en daginn eftir er það búið að gleyma öllu. Eða hefur fundið eitt- hvað ennþá áhugaverðara til þess að velta sér upp úr. Flest þetta fólk gerir aldrei neitt. Stieg var sérstakur að því leyti að hann lagðist í rannsóknarvinnu, hann skrifaði og reyndi að gera eitthvað í mál- unum. Hann var einhvers konar aktívisti og vildi breyta hlutum.“ Eva segir áhyggjur sínar af áhrifum feðganna á höfundarverk Stiegs ekki ástæðulausar enda hafi þeir nú þegar átt við texta og gert breytingar sem Stieg hefði aldrei samþykkt. Þeir hafi til dæmis gefið grænt ljós á að titli Karlar sem hata konur yrði breytt í Stúlkan með drekatattú- ið í ensku útgáfunni. „Sænski útgefandinn vildi líka fá að breyta nafninu á Karlar sem hata konur en Stieg var alveg óhaggan- legur með að bókin skyldi heita þetta og ekkert annað. Þeir leyfðu líka breytingar á ensku útgáfunni sem gera hana frá- brugðna þeirri sænsku. Þetta hefur líka með bíómyndirnar að gera.“ Sá Stúlkan sem lék sér að eldinum í sjónvarpinu Þegar talið berst að hinum vinsælu kvikmyndum sem gerðar hafa verið eftir bókum Stiegs kemur á daginn, og nokkuð á óvart, að Eva sá þær frekar seint og ekki einu sinni í réttri röð. En hún var heldur ekki æskilegur boðsgestur á frum- sýningar. „Ég var ákveðin í því að borga mig aldrei inn á þessar myndir. Í mínum huga var það alveg útilokað þannig að ég sá mynd númer tvö þegar hún var sýnd í sænsku sjónvarpi. Þá fyrstu fékk ég frá dönsku kvikmyndahúsi á Nörrebro þegar ég vann með þeim í fyrra við leikrit. Þetta var kynningareintak, eða eitthvað svoleið- is, þannig að ég fékk það ókeypis. Þriðju myndina sá ég síðan á lokaðri forsýningu fyrir frumsýninguna í Stokkhólmi. Þetta var sérstök sýning fyrir fólk sem hafði hjálpað til við gerð myndarinnar. Þannig að ég fór og sá myndina með slökkvi- liðsmönnum í Stokkhólmi, lögreglunni, fulltrúum borgaryfirvalda og fjölmiðlum.“ Þegar Eva er spurð hvort hún hafi verið sátt við útkomuna á hvíta tjaldinu segir hún að sér hafi fundist ansi margt tapast frá bók yfir í bíómynd og þá sérstaklega í þeirri fyrstu. Fjórða bókin kemur aldrei Lengi hefur legið fyrir að Stieg Larsson skildi eftir sig uppkast að fjórðu bókinni um Blomkvist og Salander en lítið er vitað um innihaldið annað en að sagan hefst á Grænlandi. Eva segir að þetta séu eitthvað um 200 blaðsíður og langt í frá að vera full- sköpuð bók. „Ég held að Millennium-bækurnar eigi ekki að halda áfram án Stiegs eða að nafn hans sé notað til þess að bæta við bókaflokkinn með bókum skrifuðum af leigupennum. Hann hefði verið mjög mót- fallinn slíkum hugmyndum.“ Síðasta hálmstrá aðdáenda Blomkvists og Salander hefur verið Eva sjálf. Að hún taki verkið að sér og klári bókina enda þekkir enginn betur til persónanna og sagnaheimsins þegar Larsson er allur. „Ári eftir að Stieg dó ráðlagði fyrsti lög- maðurinn minn mér að leggja til við feðg- ana að ég fengi yfirráð yfir höfundarrétt- inum gegn því að ég kláraði fjórðu bókina. Þeir gætu þá grætt enn meiri peninga ef þeir gæfu þetta eftir. Ég er ekki einu sinni viss um að þeir hafi vitað af því að drög að fjórðu bókinni væru yfirleitt til. Mér fannst þetta góð hugmynd þá, enda gerði ég mér enga grein fyrir stöðu minni gagnvart feðgunum en nú hef ég miklar efasemdir um þetta. Eftir á að hyggja held ég að það hafi verið mistök hjá lögmanninum að blanda þessu saman við samningaborðið. Ég var tilbúin að klára söguna þá, fannst það ágæt hugmynd, og trúi að Stieg hefði viljað að ég gerði það. Að því gefnu að ég hefði erft hann vegna þess að þá hefði ég yfirráð yfir öllum skrifum hans. Eins og staðan er gæti ég klárað bókina og feðgarnir gætu svo stýrt ferðinni og þá væri ég búin að opna fyrir þann möguleika að alls konar leigupennar tækju að sér að skrifa bækur um Blomkvist og Salander. Þá værum við svo allt í einu komin með 25 Millennium- bækur og það er eitthvað rangt við það. Þessu er lokið og þessu lýkur með reisn. Ef það verður framhald á Millennium er hætt við að þetta endi sem lélegur bóka- flokkur og þá væri búið að gengisfella verk Stiegs, nafn hans og persónur hans og þá væri allt hans starf unnið fyrir gýg.“ Persóna Mikaels Blomkvist á það sameiginlegt með höfundi sínum að báðir eru blaðamenn og krossfarar í réttlætisbar- áttu. Eva Gabrielsson segir að þar sleppi samanburðinum. „Þeir eru mjög ólíkir og ég held að það megi segja að það eina sem þeir eigi sameiginlegt sé baráttan fyrir frelsi fjöl- miðla. Báðir byggja skrif sín á traustum rannsóknum, góðum heimildum og standa harðir á því að vernda heimildarmenn sína. Báðir eru ábyrgir útgefendur og meðvitaðir um hættuna á því að vera dregnir fyrir dómstóla hvenær sem er og fari svo þá verði þeir að geta tekið því.“ Lisbeth Salander er helsti drifkraftur Millennium-þríleiksins og raunveruleg aðalpersóna. Eva segir að Larsson hafi ekki haft neitt fyrir því að búa til þennan margbrotna persónuleika. Sal- ander hafi bara sprottið fram fullsköpuð í fullum leðurklæðum. „Hún var bara þarna þótt hún hafi ekkert átt að vera með strax. Hugmyndin var að láta söguna hverfast um Millennium og Mikael Blomkvist en það reyndist bara vera leiðinlegt og þannig kom Salander til sögunnar. Það vantaði einhverja andstæðu Mikaels til þess að ná jafnvægi í söguna og þar gafst tækifæri til að sýna nýja gerð konu. Lisbeth býr yfir mörgum eðliseiginleikum karlmannsins og birtist sem slík líka sem andstæða Blomkvists sem er mjúkur nútímamaður. Þetta eru tvær nútíma- manneskjur sem eru hvorki alveg karl né kona heldur einhvers konar blanda. Þegar andstæður þeirra renna saman til þess að leysa mál losnar meginkraftur sögunnar úr læðingi.“ Berst fyrir minningu Larssons, Salander og Blomkvists Fyrir sex og hálfu ári féll Stieg Larsson, sambýlismaður Evu Gabrielsson í þrjá áratugi, óvænt frá aðeins fimmtíu ára að aldri. Skömmu eftir andlát hans kom glæpasagan hans, Karlar sem hata konur, út í Svíþjóð og framhaldið þekkja flestir. Eva hefur staðið í harðri baráttu við föður Stiegs og bróður um yfirráð yfir höfundarréttinum en feðgarnir eru einkaerfingjar Larssons og Eva hefur ekkert séð af Millennium- milljörðunum. Hún sendi nýlega frá sér bókina Millennium, Stieg och jag þar sem hún reynir að rétta sinn hlut. Þórarinn Þórarinsson hitti Evu í miðborginni og ræddi við hana um Stieg, deilurnar um arfinn og fjórðu bókina sem marga dreymir um að fá að lesa. Ég held að Mill- ennium- bækurnar eigi ekki að halda áfram án Stiegs eða að nafn hans sé notað til að bæta við bókaflokk- inn með bókum skrifuðum af leigu- pennum. Eva hefur ekki farið leynt með að sér finnist nóg um þá peningamaskínu sem sköpunarverk mannsins hennar er orðið en telur þó víst að Stieg hefði haft gaman af því að bækur hans skyldu enda í Hollywood. „Ég held að hann hefði orðið ánægður en væri hann á lífi, þá réði hann yfir skrifum sínum og hann hefði hvorki gefið bandarískum né sænskum framleiðendum bíómyndanna svona lausan tauminn og hefði ekki samþykkt allt sem framleiðendur sænsku myndanna gerðu.“ Lj ós m yn d/ H ar i 32 viðtal Helgin 13.-15. maí 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.