Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 47
Sumarið er komið!
Má bjóða þér landslagsráðgjöf?
BM Vallá ehf.
Bíldshöfða 7
110 Reykjavík
Komdu til okkar og fáðu hugmyndir fyrir garðinn þinn.
Sími: 412 5000
Fax: 412 5001
sala@bmvalla.is
b
m
va
lla
.is
Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir,
landslags arkitekt okkar, veitir viðskiptavinum ókeypis ráðgjöf
og aðstoð við mótun hugmynda og útfærslu.
Ráðgjöfin ásamt tölvuteikningu er þér að kostnaðarlausu.
Hafðu samband við sölufulltrúa okkar og pantaðu tíma.
Happdrætti
Allir sem nýta sér landslagsráðgjöf og kaupa í
kjölfarið efni til framkvæmda hjá BM Vallá fara
í pott og geta unnið ferð til London fyrir tvo.
Gildir út árið 2011.
PIPA
R
\TB
W
A
• S
ÍA
• 11 1240
Menntað einveldi er lausnin
„Forsetinn frábiður sér afskipti“
Ólafur Ragnar Grímsson forseti frábað
sér afskipti forsætisráðuneytisins af
því að settar yrðu siðareglur fyrir
forsetaembættið. Hann virðist hafa
álitið slíkt rakalausa tilraun til
íhlutunar í samskipti forsetaembættis
og Alþingis.
Krosstré brotna eins og aðrir
raftar ...
„Segir forseta hafa brotið lög“
Umboðsmaður Alþingis telur að
skrifstofa forseta Íslands hafi brotið
lög við ráðningu umsjónarmanns á
Bessastöðum. Þegar starfið var auglýst
var krafist meiraprófs til að aka bíl. Sá
sem var ráðinn í starfið hafði ekki slíkt
próf en tveir umsækjendur sem höfðu
þetta próf kvörtuðu til umboðsmanns.
... og allra bestu þagna líka
kjaftar
„Bað kýrnar afsökunar“
Þingmaðurinn Þráinn Bertelsson
segist á Facebook-síðu sinni
hafa beðið íslenska kúastofninn
afsökunar á því að hafa tengt hann
fasisma. Þráinn kallaði Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur, þingmann
Sjálfstæðisflokks, bæði kúlulána- og
íhaldsbelju og íhalds- og fasistabelju ...
Það er gott að búa í Kópavogi
„Leoncie flytur aftur til Íslands“
Söngkonan Leoncie setti svip sinn á
samfélagið á meðan hún bjó á Íslandi.
Hver man ekki eftir laginu Ást á
pöbbnum sem naut mikilla vinsælda?
Árið 2004 fluttist hún frá Íslandi. Nú
hefur hún ákveðið að flytja aftur til
Íslands og planið er að kaupa húsið af
tengdaforeldrunum í Kópavogi.
Þeir gera ekki annað á meðan
„Mega skoða tölvupóst starfsmanna“
Vinnuveitendum er heimilt að skoða
tölvupóst starfsmanna.
Það er ekki á vísan að róa
„Frávísunarkröfu vísað frá“
Frávísunarkröfu Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, Kristínar systur hans
og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi
forstjóra Baugs, var vísað frá dómi.
Hvaða hógværð er þetta?
„Sigríður verður ekki á tvöföldum
launum“
Sigríður J. Friðjónsdóttir,
ríkissaksóknari og saksóknari
Alþingis, hefur óskað eftir ... að laun
vegna starfa hennar fyrir Alþingi
verði lækkuð ... Sigríður var kjörin
saksóknari Alþingis í október. Hún var
svo skipuð ríkissaksóknari frá 1. maí.
Hún hyggst gegna báðum embættum
samhliða en ætlar að fara fram á
að hún fái ekki greitt að fullu tvöföld
laun.
Vikan sem Var