Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 60
52 dýrin okkar Helgin 13.-15. maí 2011 Ö ll vitum við að hundar geta verið til margra hluta nytsamlegir. Þeir geta unnið sem blindrahundar, aðstoðað fatlaða, þefað uppi eiturlyf og sprengjur, fundið fólk í snjóflóði eða húsarústum. Það sem færri vita er að hundar geta einnig greint ýmsa sjúkdóma. Undanfarin ár hafa margar rannsóknir sýnt að hægt er að þjálfa hunda til að greina nokkrar tegundir krabbameins, jafnvel á frumstigum meinsins áður en sjúklingurinn finnur fyrir nokkrum einkennum. Hundar hafa ótrúlegt þefskyn sem er um það bil 10.000 til 100.000 sinnum næmara en þef- skyn mannsins og því geta hundar fundið lykt af minnstu breytingum sem verða í líkama okkar. Upp úr aldamótunum 2000 hófu vís- indamenn að rannsaka hvort hundar gætu greint krabbamein í blöðruhálskirtli með því að lykta af þvagi. Niðurstöðurnar voru ekki nákvæmar en lofuðu góðu og því fylgdu fleiri rannsóknir í kjölfarið. Vísindamenn hjá Pine Street Foundation í Kaliforníu birtu niðurstöður rannsóknar árið 2006 þess efnis að hundar gætu greint lungnakrabbamein og brjóstakrabbamein með því að lykta af andardrætti fólks. Sýni af andardrætti hjá sjúklingum og heilbrigðu fólki var sett í tilraunaglös, og svo farið með glösin til hundanna þar sem þeir gátu þefað af sýnunum. Hundarnir höfðu verið þjálf- aðir til að láta vita með því að setjast eða gelta við þau sýni sem þóttu grunsamleg og hundarnir höfðu rétt fyrir sér í 88 til 97 prósentna tilfella. Í upphafi þessa árs birtu japanskir vísindamenn niðurstöður sínar í ristilkrabbameinsrannsókn þar sem fram kom að hundar gætu greint ristilkrabba- mein með 97 til 98 prósentna nákvæmni með því að þefa af hægðum fólks. Þessi niðurstaða þykir áhugaverð þar sem marga hryllir við tilhugsuninni um ristilspeglun og því gæti sumum þótt fýsilegri kostur að láta hund rannsaka hægðasýni. Krabbamein er þó ekki eina heilbrigðis- vandamálið sem hundar geta aðstoðað okkur mannfólkið við. Margir hundaeig- endur með sykursýki eða flogaveiki halda því fram að hundarnir láti vita áður en þeir fái kast. Þetta hefur ekki verið rannsakað nægilega vel og því eru engar haldbærar sannanir um það hvernig hundarnir fari að þessu. En talið er að þeir skynji breytingar á líkamslykt eigandans. Hægt er að þjálfa hunda í að þekkja muninn á lykt þegar sykursjúkur eigandi er með of háan eða of lágan blóðsykur, og bregðast við með því að sækja blóðsykurmælinn. Sumir hundar flogaveikra byrja að væla eða krafsa í eig- andann þegar flogakast er á næsta leiti og hægt er að þjálfa hunda í að ná í farsímann rétt fyrir flogakastið. Það er enn þörf fyrir frekari rannsóknir á þessu sviði og það er öruggt að ekki eru allir hundar hentugir í svona vinnu. Það er þó skemmtileg tilhugsun að hundar geti aðstoðað lækna við vinnu sína en margir telja líklegra að reynt verði að finna upp tölvubúnað sem líki eftir nefi hundsins.  Fjöleignarhús Meiri sveigjanleiki ný lög gætu aukið hundaeign Nýlega samþykkti Alþingi breyt- ingar á lögum um fjöleignarhús. Þar með hefur réttur fatlaðra og sjónskertra með hjálparhund aukist. Enn fremur verður nóg fyrir hinn almenna hundaeiganda að fá samþykki tveggja þriðju hluta nágranna með sama inngang í fjölbýlishúsi, en áður þurfti sam- þykki allra íbúa. Það mun því verða auðveldara að fá leyfi fyrir hundi í fjölbýlishúsi en verið hefur. Þetta mun vafalaust kæta marga hunda- eigendur og þá sem lengi hefur dreymt um að eignast hund. -fk Ekki voru allir mennskir í herliðinu sem umkringdi hús hryðjuverkamanns- ins Osama Bin Laden og tók hann af lífi. Einn hundur var á meðal þeirra og seig hann niður úr þyrlu ásamt einum hermannanna. Allir sem tóku þátt í þessari leynilegu aðgerð njóta nafn- leyndar og þar á meðal hundurinn, en talið er að þetta hafi verið hundur af tegundinni Belgískur Malinois. Þess háttar herhundar eru þjálfaðir í að finna sprengjur og þefa uppi óvinalið í allt að þriggja kílómetra fjarlægð.  Besti vinur Mannsins Merkilegar tilraunir Hundar þefa uppi veikindi Þefskyn hunda er um það bil 10.000 til 100.000 sinnum næmara en þefskyn mannsins. Freyja Kristinsdóttir freyja@frettatiminn.is Undanfarin ár hafa margar rannsóknir sýnt að hægt er að þjálfa hunda til að greina nokkrar tegundir krabba- meins, jafnvel á frum- stigum meinsins ... Tilraunir hafa sýnt ótrúlegan árangur hunda við að greina lungna- og brjóstakrabbamein af andardrætti fólks. Ljósmyndir/Nordic Photos/Getty Images Herhundurinn bandaríski er af sömu gerð og sá á myndinni, Belgískur Malinois.  herþjónusta seig úr þyrlu Hundurinn sem fann Bin Laden Næsta umfjöllun um gæludýr í Fréttatímanum verður 10 júní og á fjögurra vikna fresti. Freyja Kristinsdóttir dýralæknir og hundaþjálfari sér um að skrifa eins og áður. Á Íslandi eru um 14.000 heimili með hund og enn fleiri með kött þannig að það ættu að vera nokkrir áhugasamir lesendur. Þarna verður fjallað um gæludýrin okkar, þetta er s.s lesefni fyrir fullorðið fólk sem á gæludýr en ekki dýrasíða fyrir börn. Ef þú hefur ábendingar um efni eða hefur áhuga á að kynna þitt fyrirtæki á þessum síðum þá hikaðu ekki við að hafa samband við auglýsingadeild Fréttatímans. Gæludýr Allir sem tóku þátt í þessari leynilegu aðgerð njóta nafnleynd- ar og þar á meðal hundurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.