Fréttatíminn - 13.05.2011, Side 61
dýrin okkar 53Helgin 13.-15. maí 2011
Þ að vakti að vonum heilmikil viðbrögð þegar ísbjörn gekk á land um daginn. Besti
flokkurinn sá sér leik á borði að
geta hugsanlega framfylgt einu af
kosningaloforðum sínum: að koma
ísbirni í Húsdýragarðinn. En fyrr
en varði var ísbjörninn allur og
umræða skapaðist um hvort hægt
hefði verið að bjarga birnu. Það
er að mínu mati ekki raunhæft að
hafa ísbjörn
í Húsdýra-
garðinum því
erfitt væri
að koma
upp nógu
stóru og full-
komnu gerði
til að ísbirni
liði vel þar;
það er þekkt
vandamál að
ísbirnir sýni
stereótýp-
íska hegðun
vegna
vanlíðunar
í dýra-
görðum. Að
koma ísbirni aftur til síns heima
vilja sumir meina að sé of dýrt, og
líklegt að björninn deyi þar fljót-
lega hvort eð er.
Það er samt sem áður falleg
hugsun að reyna að bjarga villtu
dýri í útrýmingarhættu og koma
því aftur til síns heima. Ég reyndi
það einu sinni fyrir um það bil níu
árum. Þá var ég stödd í Ekvador
ásamt vinkonu minni. Við höfðum
tekið okkur hálfs árs frí frá dýra-
læknanáminu og ætluðum meðal
annars að læra spænsku og vinna
sem sjálfboðaliðar í dýraathvarfi.
Dag einn í fjallaþorpinu Otavalo
blasti við okkur sorgleg sjón: lítill,
hríðskjálfandi íkornaapi, fjötraður
með snæri um mittið, og áhuga-
samur kaupandi stóð hjá að spyrj-
ast fyrir um hann. Kalt fjallaloftið
átti engan veginn við litla skinnið
og við hugsuðum með okkur að
við værum nú á leiðinni í Amazon-
frumskóginn eftir nokkra daga
... við gætum bara kippt honum
með. Áður en við vissum af vorum
við búnar að kaupa apann og
hann fékk nafnið Kókó. Þegar við
kynntum hann fyrir ekvadorísku
fjölskyldunni sem við bjuggum
hjá, ráku þau upp stór augu og
hugsuðu vafalaust með sér að
nú væru þessar íslensku stúlkur
endanlega gengnar af göflunum.
En upphátt hlógu þau bara að upp-
átækinu og leyfðu okkur að hafa
Kókó á heimilinu.
Á daginn kom Kókó með okkur
Freyja og dýrin
Hugsjónir sem fara úrskeiðis
Fyrir hundinn þinn
Við höfum áratuga reynslu af ræktun og þjálfun hunda. Við höfum prófað ýmsa valkosti í
fóðrun og niðurstaða okkar er einfaldlega sú að Pedigree sé besti kosturinn. Við treystum
Pedigree fyrir hundunum okkar.
ISCh Threepines Louise of Kaleef „Lúlú“. Stigahæsti öldungur 2010, stigahæsti hundur fjár- og hjarðhundadeildar 2010
og stigahæsti Australian shepherd 2010. Mynd frá verðlaunaafhendingu á síðustu sýningu HRFÍ.
Stigahæsti öldungur 2010
Björn Ólafsson – BIPDT,* hundaræktandi
Lára Björk Birgisdóttir – búfræðingur og hundaræktandi
*British Institute of Dog Trainers
Pedigree® Adult Vitality er framleitt úr sérvöldum
hráefnum sem fullnægja næringarþörf hundsins
þíns í hverri máltíð.
Þróað af dýralæknum Engin tilbúin bragðefni Enginn viðbættur sykur
Adult healthy vitality
mikilvæg vítamín
og steinefni
Öll næring sem hundurinn þinn þarfnast: Rétta blandan af næringarefnum
sem heldur hundinum þínum heilbrigðum og fullum af orku.
Heilbrigð húð og glansandi feldur: Rétt blanda af Omega 3 og 6 fitusýrum
gagnast hundinum þannig að hann hafi það gott og líti vel út.
Styrkir náttúrulegar varnir: Vítamín E, andoxunarefni og valin steinefni
stuðla að verndun náttúrulegra mótefna hundsins þíns.
Sterkar tennur og heilbrigt tannhold: Sérmótaðir stökkir bitar sem halda
tönnunum sterkum. Án viðbætts sykurs.
Vöðvabygging: Úrvalskjötprótein styrkir vöðva.
í spænskutíma og á nóttunni hafði
hann sinn eigin svefnstað, en
þegar ég vaknaði á morgnana var
hann ævinlega búinn að skríða
undir hlýja sængina mína. Að
lokum kvöddum við fjölskylduna
og héldum af stað í langa ferð
með leigubíl, tveimur rútum og
kanó, þar til við komumst loks í
dýraathvarfið í regnskóginum. Þar
vorum við að sjálfsögðu skamm-
aðar fyrir að styðja við ólöglega
verslun á villtum dýrum en Kókó
var komið fyrir í einangrun í
nokkra daga og svo var honum
sleppt. Það var gleðistund; dag-
inn út og inn sveiflaði hann sér í
trjánum og kyssti nýju kærustuna
sína, tamarínapann Kíkí. Þetta
ævintýri endaði síðan ekki eins og
við höfðum vonað; Kókó smitaðist
af sníkjudýrum og varð heiftarlega
veikur og dó. En við hugguðum
okkur við það að síðustu vikur ævi
hans voru að minnsta kosti ham-
ingjuríkar.
Freyja
Kristinsdóttir
freyja
@frettatiminn.is
ÍSLENSKT
HUNDANAMMI
Fæst í Bónus, Samkaup,
10-11, Fjarðarkaup og Inspired
Keflavíkurflugvelli
gott í þjálfun og í leik
VINSÆLVARA