Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 66

Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 66
58 bíó Helgin 13.-15. maí 2011 M aður er bara að skella í vél og sækja úr fatahreinsun-inni,“ sagði Rúnar þegar Fréttatíminn náði tali af honum í vikunni. Hann var þá í óða önn að pakka sér niður en hann flaug á vit ævintýranna á hinni mögnuðu kvik- myndahátíð í Cannes á fimmtudag og verður, ásamt fríðu föruneyti, við- staddur frumsýningu Eldfjalls í dag, föstudag. Rúnar er ýmsu vanur þegar há- tíðin í Cannes er annars vegar en hann hefur verið þar í tvígang með stuttmyndir en meira gengur þó vissulega á þegar mætt er til leiks með mynd í fullri lengd. „Þetta er pínulítið öðruvísi og nú er ég með einhvern fjölmiðlafulltrúa sem er á fullu að bóka mig þannig að manni líður bara eins og maður sé allt að því orðinn fullorðinn.“ Í Cannes er margt sem heillar. Partí og veisluhöld eru á hverju horni og áhugaverðar bíómyndir rúlla í fjölda kvikmyndahúsa frá morgni til kvölds. Rúnar gerir þó ráð fyrir að þurfa að neita sér um slíkan lúxus, í það minnsta framan af hátíðinni. „Þetta hefur nú alltaf verið þannig að þegar maður hélt að maður ætti frí, kannski á morgnana, þá komu alltaf upp einhverjir fundir eða eitthvað sem þurfti að gera þannig að ég veit ekki í hvað stefnir með þessa mynd. Ég er búinn að sjá dagskrána mína fyrir fyrstu fjóra dagana og hún er svo stíf að það liggur við að það séu skrifaðar inn klósettferðir á mig. Það er samt svo fyndið við þessa hátíð að það er svo gaman í vinnunni að maður veit ekki alltaf hvenær maður er að skemmta sér og hvenær maður er í vinnunni. Það er skemmtileg móða þarna á milli.“ Kvikmyndahátíðin í Cannes er ekki síst risastór kvikmyndamarkað- ur þar sem fólk keppist við að vekja athygli á sér og myndum sínum. Rúnar þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim þætti hátíðarinnar þar sem sölufyrirtækið Trust Nor- disk hefur tryggt sér alþjóðlegt söluumboð á Eldfjalli. Fyrirtækið er einnig með Melancholia, nýjustu mynd Lars von Trier, á sínum snær- um en hún keppir um Gullpálmann í ár. „Trust sýndi myndinni mikinn áhuga og sótti stíft í hana þannig að það lá beint við að semja við þá enda er þetta traust fyrirtæki.“ Rúnar er í Cannes ásamt fríðu föruneyti. Þar á meðal eru aðalleik- ararnir Theodór Júlíusson og Mar- grét Helga Jóhannssdóttir, helstu leikarar í aukahlutverkum, þau Elma Lísa Gunnarsdóttir, Þor- steinn Bachmann og Benedikt Erlingsson. Þá er tónskáld myndar- innar, Kjartan Sveinsson, með í för auk framleiðendanna Skúla Malm- quist og Þóris Snæs frá ZikZak. „Þetta er alveg heil skrúðganga,“ segir Rúnar. Kvikmyndahátíðin stendur í tvær vikur og Rúnar ætlar að vera allan tímann. „Við ákváðum að vera þarna allan tímann. Og vonandi getur maður meira teygt úr sér þegar líður á seinni hlutann og fengið kannski eitthvert smá sumarfrí út úr þessu og séð góðar bíómyndir. Svo er nú ekkert að ströndinni þarna ef maður kemst á hana.“ Talsverð eftirvænting er eftir frumsýningu Eldfjalls enda hafa fáir leikstjórar hlotið jafn mörg verðlaun fyrir stuttmyndir á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og Rúnar. Þótt Eldfjall hafi verið tekin upp á Ís- landi haustið 2010 hefur eftirfylgni hennar átt athygli og huga Rúnars sem þó er farinn að huga að næstu mynd. „Ég er með næstu mynd í ein- hverri smá móðu í kollinum á mér. Og þegar ég er búinn að ná þessari mynd úr mér þá verð ég að setjast niður og fara að skrifa.“  Matthew Mcconaughey Brunar í réttarsalinn á ný B BíódóMur Fast&Furious 5: rio heist  FruMsýndar  Óljós mörk vinnu og skemmtunar Rúnar Rúnarsson hefur getið sér gott orð fyrir stuttmyndir sínar. Eldfjall er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Myndin er frumsýnd í Cannes í dag, föstudag, en þar keppir hún til verðlauna í flokknum Directors Fortnight og jafnframt um hin virtu Camera d́ Or-verðlaun og óhætt er að segja að Eldfjall sé í brennidepli þar sem Frédéric Boyer, listrænn stjórnandi Directors Fortnight, hefur nefnt Eldfjall sem eina af sínum þremur uppáhaldsmyndum í flokknum. Fast&Furious -myndirnar eru í það heila ekkert síðri hasarspennu- myndir en gengur og gerist í þess- um ómissandi flokki heiladauðrar afþreyingar. Þær eru hins vegar ekkert sérstaklega yfir meðallagi heldur og þótt fyrstu tvær myndirn- ar hafi skilað öllu sem af þeim var ætlast þegar kom að flottum bílum, hraustum gæjum, flottum gellum, hraða og byssulátum þá er nú ósköp fátt sem réttlætir að þessi lopi sé teygður út í hið óendanlega. Þessi fimmta mynd er merkilega góð miðað við hversu oft hefur ver- ið djöflast á F&F-vörumerkinu. Hér leiða þeir saman bíla sína eina ferð- ina enn, Vin Diesel og Paul Wal- ker, og þótt leitun sé að leiðinlegri leikara en Walker þá er alltaf eitt- hvað krúttlegt við að sjá þessa tvo spila sig flotta gæja saman. Diesel kom fram á sjónarsviðið fyrir margt löngu sem grjótharður töffari með magnaða rödd. Hann má muna sinn fífil fegri og svo hratt hefur fjarað undan honum að líklega hefur hon- um verið nauðugur einn kostur að slá til og leika ökufantinn Dominic Toretto eina ferðina enn. Walker endurtekur rullu sína sem fyrrum löggan Brian O’Con- ner. Hann bjargar sínum gamla félaga Dominic úr fangelsi og þeir leggja strax drögin að stórráni í Rio þar sem kraftmiklir bílar eru lykilatriði. Meira er svo sem ekki um söguþráð Fast&Furious 5 að segja enda er hann aukaatriði. Það sem mestu máli skiptir er hasarinn, bílaeltingaleikirnir og bardagarnir og þar svíkur þessi mynd ekki. Þeir sem eru að leita að einhverju öðru eru á villigötum. Dwayne Johnson, áður The Rock, er fersk viðbót í þessu öllu saman en hann leikur járngrimman FBI-mann sem hefur það verkefni að koma Toretto á bak við lás og slá. Það eru samt ekkert sérstaklega góð tíðindi fyrir Diesel að Dwayne sé aðalgæinn enda er nú líklega mál til komið að stíga hraustlega á bremsuna í eitt skipti fyrir öll. Þórarinn Þórarinsson Flóttinn úr helvíti Nicolas Cage kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að hlutverkavali og í þrívíddarmyndinni Drive Angry leikur hann glæpamanninn John Milton (nafna skáldsins blinda sem orti Paradísarmissi í kringum 1650). Milton þessi brýst út út helvíti þar sem hann eyðir eilífðinni í þeim tilgangi að drepa leiðtoga sértrúarsafnaðar sem myrti dóttur hans og rændi barnabarni til þess að fórna því í einhverri djöflamessu. Ung þjónustustúlka slæst í för með Milton í þessum björgunarleiðangri frá víti og ýmislegt gengur á áður en Milton kemst á áfangastað og fær tækifæri til að bjarga dótturdóttur sinni. Aðrir miðlar: Imdb: 6,1, Rotten Tomatoes: 45%, Metacritic: 44/100 Priest Menn og vampírur hafa tekist á öldum saman. Stríðsmaður- inn Priest varð að goðsögn í liðnu vampírustríði en býr nú við kröpp kjör í hrörlegri borg sem lýtur stjórn kirkjunnar. Þegar trylltar vampírur ræna ungri frænku Priests ákveður hann að rjúfa gömul heit og rifja upp gamla takta við vampírudráp og bjarga frænku sinni áður en vampír- urnar breyta henni í lifandi dauða blóðsugu. Sá ágæti leikari Paul Bettany leikur prestinn en hin magnaða Maggie Q (Nikita) slæst í för með honum sem heldur betur vopnfim gella. Aðrir miðlar: Imdb: 5,8, Rotten Tomatoes: 13%, Metacritic: - Animals United Teiknimynd um hóp dýra á sléttum Afríku sem sjá fram á blóðuga baráttu um síðustu vatnsdropana þegar flóð lætur á sér standa. Jarðkötturinn Billy heldur af stað til þess að leita að vatni ásamt félaga sínum, ímyndunarveika ljóninu Socrates. Á leið sini kynnast þeir alls kyns dýrum sem eru á hrakhólum vegna verka mannanna og komast loks að því að stífla heldur vatninu þeirra frá þeim. Aðrir miðlar: Imdb: 4.7, Rotten Tomatoes: 29%, Metacritic: - Water for Elephants Reese Witherspoon, Robert Pattinson og Chri- stoph Waltz fara með helstu hlutverk í þessari mynd sem segir frá dýralæknanem- anum Jacobi sem hættir í skóla og gengur í sirkus eftir að foreldrar hans deyja. Þar hittir hann og kynnist sirkusstjóranum harðsvíraða, August, og konu hans, hinni fögru Marlena. Með þeim tekst ástarsamband sem á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar. Aðrir miðlar: Imdb:6,9, Rotten Tomatoes: 58%, Metacritic: 52/100 Og vonandi getur maður meira teygt úr sér þegar líður á seinni hlutann og fengið kannski eitt- hvert smá sumarfrí út úr þessu. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Eldfjall Rúnars fjallar um Hannes, 67 ára mann sem er að komast á eftirlaunaaldur. Hann er karlmaður af gamla skólanum, einangraður frá fjölskyldunni og heimilinu og þarf nú að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Ágætis fjör en ... Íslenskt bíósumar í Paradís Bíó Paradís sýnir íslenskar bíómyndir daglega í allt sumar. Bæði leiknar bíómyndir í fullri lengd og fjölda heimildarmynda. Myndirnar verða allar sýndar með enskum texta og eru sýningarnar stílaðar inn á erlenda ferða- menn, en hér er einnig kjörið tækifæri fyrir Ís- lendinga til að rifja upp kynni af eldri myndum eða sjá eitthvað sem farið hefur hjá garði. Myndirnar, sem spanna rúmlega tuttugu ára tímabil, verða í sýningum frá maí og fram í septemberbyrjun. Eitt af lykilhlutverkum Bíó Paradísar er að veita íslenskum almenningi, sem og erlendum gestum, aðgang að íslenskri kvikmyndasögu og er þessi sýningaröð hluti af því. Sumarið er tíminn Hentugt fyrir palladekkið! Gott verð á pallaefni! af alhefluðu pallefni. Gagnvarin fura, 22x95 mm, lengd 3,60 m. 30% afsláttur (Vnr. 0058324) Aðeins um helgina!

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.