Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 2
Alþingi samþykkti á hátíðarfundi á miðvikudaginn, með 47 samhljóða atkvæðum, tillögu forsætisnefndar um prófess- orsstöðu tengda nafni Jóns Sigurðssonar forseta. Einn þingmaður, Valgerður Bjarnadóttir, greiddi ekki atkvæði, að því er fram kom í frétt Ríkisútvarpsins. Í dag, föstudaginn 17. júní, verður 200 ára fæðingarafmæli Jóns forseta fagnað með ýmsum hætti og alþingishúsið verður opið almenn- ingi. Öld er jafnframt liðin frá því að Háskóli Íslands var stofnaður í þinghúsinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra tilkynnti í ræðu sinni um samkomulag allra flokka um stofnun aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands og verða settar 150 milljónir í hann í tilefni afmælisins. -jh Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Prófessorsstaða í nafni Jóns  Heilsugæsla HjúkrunarHeimilið Holtsbúð Fjötrar og mikil notkun lyfja Mörgu er ábótavant á hjúkrunar- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ mið- að við stöðluð gæðaviðmið, að því er fram kemur í grein Auðar Hall- grímsdóttur, hjúkrunarfræðings og fulltrúa Fólksins í bænum, í grein í Fréttatímanum í dag. Þar vísar hún til úttektar Landlæknisembættisins á starfsemi heimilisins. „Þau viðfangsefni sem þarfnast umbóta og kanna þarf frekar í Holtsbúð eru hegðunarvanda- mál, þunglyndiseinkenni, þvag- og hægðaleki, þvagfærasýkingar, fjötrar og mikil notkun lyfja (svefn- lyf, geðlyf og róandi lyf). Um er að ræða vanda sem rekja má til vönt- unar á áætlunum og markmiðum um gæði og þjónustu á heimilinu. Ábyrgð á þessu ber stjórn Holts- búðar sem virðist stefna að áfram- haldandi niðurskurði og skerðingu á þjónustu,“ segir Aður meðal annars í grein sinni. Hún gagnrýnir uppsagnir starfs- manna og að dregið hafi verið úr þjónustu við heimilismenn, meðal annars að sjúkraþjálfun hafi verið lögð niður sem og djáknaþjónusta og að iðjuþjálfi hafi aldrei unnið á heimilinu. Sífellt veikari ein- staklingar komi til vistunar en þrátt fyrir það sé það stefna meiri- hluta stjórnar Holtsbúðar að fækka starfsfólki. „Það er óskiljanlegt að eitt ríkasta bæjarfélag landsins, Garðabær, skuli koma svona fram við elstu og viðkvæmustu íbúa bæjarins,“ segir Auður. Þá bendir greinarhöfundur á að húsaleiga sé ekki í grunni dag- gjalda en þrátt fyrir það dragi Garðabær hana af daggjöldum heimilismanna og skerði þjón- ustuna sem því nemur. Garðabær leigir húsnæði undir starfsemi hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar af nunnunum sem það byggðu. Ljósmynd/Hari Arion samþykkir nauðasamning fyrir Gift Arion banki hefur fyrir sitt leyti samþykkt að Gift fjárfestingarfélag, sem stofnað var utan um eignir og skuldbindingar Samvinnutrygginga um mitt ár 2007, fari í gegnum nauðasamningsferli fremur en gjaldþrotameðferð, að því er Viðskipta- blaðið greinir frá. Bankinn er stærsti kröfuhafi félagsins. Formlega á þó enn eftir að klára samþykkt nauðasamningsins. Í nauðasamningnum felst, segir í frétt blaðsins, að nákvæm skoðun og rannsókn fari fram á öllum viðskiptum Giftar með tilliti til þess hvort lögbrot hafi verið framin eða óeðlileg viðskipti yfirhöfuð. Endur- skoðunarfyrirtækið Ernst & Young annast þá vinnu. „Fjárhagsleg staða Giftar er vægast sagt slæm,“ segir enn fremur. „Hún sveiflaðist að miklu leyti með markaðsvirði hlutabréfaeigna sem félagið átti, á árunum fyrir hrun. Um mitt ár 2007 var eigið fé Giftar um 30 milljarðar króna, eignirnar um 60 milljarða virði og skuldir upp á 30 milljarða.“ -jh Golfið beint í sumarbústaðinn SkjárGolf hefur undanfarin misseri unnið að því að stækka útsendingarsvæði sitt, að því er fram kemur í tilkynningu. Nýlega var sendi komið fyrir við Seyðishóla í Gríms- nesi og í lok júní bætist við annar sendir á Langholtsfjalli í Hrunamannahreppi. Sendarnir gera m.a. íbúum Úthlíðar, Flúða, Laugarvatns og Grímsness kleift að horfa á SkjáGolf. Í Grímsnesi er þétt sumarbú- staðabyggð auk golfvalla í Kiðjabergi og Öndverðarnesi. Sendirinn var ræstur í tæka tíð fyrir US Open sem hófst 16. júní. Golfáhugamenn ættu því að geta fylgst með risamótunum í beinni útsendingu á SkjáGolfi í allt sumar. -jh Samdráttur heildarafla en meiri þorskur Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 10% minni en í maí 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 7% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði, að því er Hagstofan greinir frá. Aflinn nam alls 43.421 tonni í maí 2011 samanborið við 73.550 tonn í maí 2010. Botnfiskafli dróst saman um tæp 1.250 tonn samanborið maí 2010 og nam 37.600 tonnum. Þar af var þorskaflinn rúm 17.300 tonn, sem er aukning um 3.600 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam 4.600 tonnum sem er um 2.600 tonnum minni afli en í maí 2010. Karfaaflinn jókst um rúm 1.600 tonn samanborið við maí 2010 og nam 4.100 tonnum. Tæp 5.600 tonn veiddust af ufsa sem er um 1.650 tonnum meiri afli en í maí 2010. -jh F jölskylda Johnnys og vinir hér heima hafa þungar áhyggjur af honum þar sem hann dvelur einn á heimili föður síns, sem sagður er drykkfelldur og eiga af- brotaferil að baki. Ana Lily er í sambandi við seinni barnsmóður föðurins en sú hefur gefist upp á sambúð við hann og er flutt út með níu mánaða son þeirra. „Faðir Johnnys sýndi honum engan áhuga í mörg ár. Þegar hann var kominn með nýja konu og lítið barn hélt ég að hann hefði breyst og fannst ekki óeðlilegt að hann vildi fá að hitta Johnny. Ég féllst á að senda hann til San Diego yfir jólin vegna þess að ég hélt að það yrði gott fyrir son minn að kynnast föðurfjöl- skyldu sinni. Það hvarflaði ekki að mér að faðir hans myndi neita að senda hann heim og fara fram á forræði yfir honum.“ Ana kynntist íslenskum eiginmanni sínum, Snorra Kristjánssyni, ytra. Þau gengu í hjónaband í Mexico City 2009 og fluttu síðan til Íslands. Þau eiga saman 18 mánaða dóttur, Bríönu Dís, sem stóri bróðir saknar ákaf- lega. Johnny hefur aðlagast Íslandi vel. Hann talar íslensku og hefur eignast góða vini sem spyrja enn reglulega hvort hann sé kominn heim. Ana segist ekki heyra reglulega í syni sínum þótt dómari í Kaliforníu hafi gefið fyrirmæli um að hún eigi að fá að tala við hann í síma tvisvar í viku. „Faðir hans reynir eftir fremsta megni að hamla samskiptum okkar. Hann leyfir Johnny ekki lengur að tala við mig á Skype. Aðeins í síma. Johnny hefur orðið mjög dapur þegar við tölum saman á Skype. Hann biður mig að leyfa sér að sjá litlu systur sína, spyr hvort ég sé búin að breyta einhverju í herberginu hans, hvernig kennarinn hans hafi það og hvað sé að frétta úr skólanum.“ Ana er komin með bandarískan lögmann og bar á miðvikudag vitni fyrir dómstólnum í Kaliforníu í gegnum netið og það tók mjög á hana. Málareksturinn er Önu og Snorra fjár- hagslega ofviða og því hafa vinir þeirra og vandamenn stofnað söfnunarsjóð á Facebook- síðunni Johnny Back Home til að standa straum af kostnaðinum. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Það hvarfl- aði ekki að mér að faðir hans myndi neita að senda hann heim.  ana lily Fær ekki son sinn Frá san Diego Lögmaður Önu mun flytja mál hennar hinn 7. júlí en hún veit hvorki hversu langt ferli er fram undan né hvenær hún getur gert sér vonir um að sjá son sinn aftur. Ljósmynd/Teitur Berst fyrir að fá Johnny aftur heim til Íslands Johnny Knibbs er sjö ára. Hann flutti til Íslands ásamt móður sinni og íslenskum stjúpföður þegar hann var fimm ára, árið 2009. Faðir Johnnys hefur sýnt honum lítinn áhuga frá því hann fæddist en fór óvænt fram á að fá hann í heimsókn til San Diego yfir jólin. Drengurinn er ekki enn kominn heim og móðir hans, Ana Lily Hernandez, stendur nú í kostnaðarsamri baráttu fyrir dómstóli í Kaliforníu til þess að fá son sinn heim. Johnny undi hag sínum vel á Íslandi og þegar hann heyrir í mömmu sinni spyr hann um litlu systur, skólafélagana og hvort herbergið hans bíði óbreytt. 2 fréttir Helgin 17.-19. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.