Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Síða 46

Fréttatíminn - 17.06.2011, Síða 46
Helgin 17.-19. júní 201146 tíska Fjölbreytilegur fataskápur Það er líklega í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem ég lít nú yfir fataskápinn minn og sé fleiri liti en svartan. Án þess þó að vera að reyna að standast einhverjar kröfur sem tískuheimurinn setur þetta sumarið, dregst ég einhvern veginn ósjálfrátt að hvítum kjólum eða litríkum flíkum. Eins og svo margir um þessar mundir. Það hefur alltaf verið svo auðveld lausn að kaupa svörtu buxurnar, svarta jakk- ann eða svörtu skóna. Það passar við allt. En einhvern veginn hefur hugurinn opnast fyrir skemmtilegum litasam- setningum þetta árið og maður reynir að sjálfsögðu að nýta litríku tískubylgjuna. Þessir litir hjálpa köldu sumrinu aðeins af stað og hleypir gleði í loftið. En ég hef það á tilfinn- ingunni að þetta endist ekki lengi. Stærri tískufyrirtæki heims hafa nýlega frumsýnt haust/vetrarlínurnar og allt bendir til þess að við festumst aftur í gamla farinu. Brúnt, svart og grátt. Okkar litla land er svo ósjálfbjarga þegar kemur að tísku og við höfum ekkert vald. Okkur finnst ágætt að halda okkur í skugg- anum af þeim stærri þjóðum sem leiða tískuna og látum þær segja okkur hvernig við eigum að klæða okkur. Við hlýðum; þykjumst vera ein af þessum hlýju og sólríku Evrópuþjóðum og klæðum okkur eftir þeirra reglum. Allar aðrar Norðurlandaþjóðir eru duglegar að ráðskast með tískuna í sínu eigin landi og reyna sem mest að þróa hana að sinni eigin. Við þurfum að fara að læra af þeim. Rós Kristjánsdóttir er 19 ára stundar nám í Menntaskól- anum í Hamrahlíð en vinnur í versluninni Body Shop yfir sumartímann. Einnig er hún á fyrirsætusamningi hjá Eskimó þar sem hún fær alls konar verkefni. „Ég myndi lýsa stílnum mínum sem frekar rómantískum. Innblástur fæ ég smávegis frá hippatímabilinu og svo skoða ég mikið af tískutímaritum og mynda mér skoðun á því hvað hentar mínum persónulega stíl. Ég finn fötin mín mest í Top- shop, Zöru og H&M en uppáhaldsbúðin mín er Urban Outfit- ters. Ég á enga sérstaka fyrirmynd í tísku þrátt fyrir að margar stjörnur séu ógeðslega svalar. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Rómantískur stíll afgerandi 5 dagar dress Alexander Wang selur á eBay Alexander Wang, sem hlaut CFDA- verðlaunin sem fylgihlutahönnuður ársins 2011, sagði frá því í vikunni að ný lína kæmi frá honum í haust; lítil veski og aðrar leðurvörur sem aðeins verða seld á eBay. Hönnuðurinn ákvað þó að gefa eftirvætingarfullum neytendum sínum örlítið forskot á sæluna og hófst uppboð á Zelemyra- veskinu á eBay í dag. Byrjunarverðið er rúmar 60 þúsund krónur. Á dögunum birti The NPD group niðurstöður rannsóknar sem sýndi mest seldu vara- litstegundir heims á þessu ári. Það kemur vart neinum á óvart að varaliturinn frá MAC hafði vinninginn um heim allan. MAC mest seldi varaliturinn 2011 Jimmy Choo endurhannar skó Carrie Bradshaw Skóhönnuðurinn Jimmy Choo fagnar fimmtán ára starfsafmæli sínu í ár og í tilefni þess hefur hann ákveðið að endurhanna fimmtán skópör sem hafa notið vinsælda í gegnum tíðina. Meðal þeirra verða The Feathers shoes endurhannaðir en það eru skórnir sem tískuíkonið Carrie Bradshaw týndi í sinni frægu ferjuferð til Staten Island í þriðju seríu af Sex and the city. Skórnir seldust upp á þessum tíma og hefur Jimmy Choo ákveðið að framleiða nákvæma eftirmynd þeirra. Skórnir munu kosta hátt í 450 þúsund krónur en tíu prósent andvirðisins munu renna til styrktar kvennasamtökum. Lancome L’Absoulu hafnaði í öðru sæti og varaliturinn frá Clinique, Long Last Clinique’s Soft Shine, í því þriðja. Einn af rannsóknaraðilunum, Karen Grant, sagði að útkoman hefði ekki komið á óvart þótt mikill munur sé á milli áranna 2010 og 2011. Hlutlausari litir eru mun eftirsóttari en áður og bjartir og áberandi litir hafa misst gildi sitt – að minnsta kosti í bili. Þriðjudagur Skór: Topshop Buxur: Cheap Monday Bolur: Urban Outfitters Jakki: H&M Mánudagur Skór: H&M Sokkabuxur: Oroblu Stuttbuxur: Spúútnik Belti: Vero Moda Skyrta: Topshop Vesti: Eign mömmu Hattur: H&M Miðvikudagur Skór: Converse Buxur: Zara Bolur: Flóamarkaður Vesti: Vero Moda Föstudagur: Skór: Maripaz Pils: Urban Outfitters Bolur: H&MFimmtudagur: Skór:KronKron Sokkabuxur: Oroblu Kjóll: Zara Jakki: H&M Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.