Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 52
Við poppum upp á mis- munandi stöðum með mismunandi úrval tísku- hönnuða. www.glowogblikk.isPantanir: og 661 3700 Þú finnur okkur líka á facebook Berglind Laxdal er ein af nokkrum hönnuðum sem standa fyrir Pop-up markaði við Grettisgötu 3 yfir helgina. Markaðurinn stendur í þrjá daga en þar koma saman hönn- uðir úr ýmsum áttu og selja framleiðslu sína. „Þetta eru allt hönnunar- menntað fólk sem skipuleggur þennan markað og það er mikið í þetta lagt. Sjálf er ég að selja hálsmen og kraga undir nafninu Hálsakot sem ég hef verið að gera síðan í byrjun árs. Ég hef haldið úti Facebook- síðu þar sem vörurnar mínar seljast meira og minna upp,“ segir Berglind. Pop-up markaður er milli- liðalaus verslun frá hönnuði til neytandans. „Við poppum upp á mis- munandi stöðum með mis- munandi úrval tískuhönnuða. Nú leggjum við undir okkur þetta húsnæði á Grettisgötunni yfir helgina og markaðurinn verður opinn kl. 12-18 alla dagana.“ -kp  markaður Íslensk hönnun Poppað upp á Grettisgötu Berglind Laxdal er ein af nokkrum hönnuðum sem selja vörur sínar við Grettisgötu 3, við hlið verkstæðis Þráins skóara. Hálsakot eftir Berglindi. Póstkort frá fimm piltum á leið í ferðalag. s nemma í janúar síðastliðnum tóku fimm strákar sig saman og byrjuðu í Yes-Man átaki. Átakið fólst í því að segja alltaf já, við hverju sem var. Þetta var tilraun þeirra til að lífga uppá hið íslenska skammdegi og reka burt myrkur sem hafði safnast upp í hugarskoti þeirra. Átakið gafst mikið vel, sló á myrkrið og bar með sér margvísleg skemmtilegheit. Þessir strákar vorum við og átakið er enn í fullu swingi. Einn merkilegasti ávöxtur þessa upp- átækis er fyrirhuguð ferð til Asíu nú í sumar. Þegar einn í hópnum stakk upp á því um miðjan febrúar að við keyptum okkur flugmiða yfir hálfan hnöttinn gátum við auðvitað ekki sagt nei – urðum að segja já, hversu blankir sem við annars vorum. Svo þannig atvikaðist það að við munum eyða sumrinu öllu í suðaustur-Asíu. Peningar Þegar þessi ákvörðun var tekin vor- um við allir framúrskarandi blankir. Svo við tóku meiriháttar sparnaðar- aðgerðir. Sjálfir viljum við meina að við höfum skákað íslenskum stjórn- völdum margfalt í þeim íþróttum. Okkur hefur í það minnsta tekist að skrapa saman ágætis summu. Það er í sjálfu sér merkilegt hve auðvelt það reyndist. Það eina sem þurfti var skýr ákvörðun, smá agi og ein- beittur vilji. Þannig getur hver sem er hafið sig upp úr vanabundnu svefngöngunni, breytt til og gert ævintýr (í það minnsta meðan hann hefur ekki hlekkjað sig varanlega við hús og bíl - já eða húsbíl. Þá þyngist róðurinn líklega töluvert.) Þrátt fyrir sparnaðaraðgerðirnar höfum við ekki safnað neinum rokna fjárhæðum. Við eigum rétt nægjanlega fyrir flugfarinu og helstu nauðsynjum. Því verður einfaldleiki stefna ferðarinnar. Við munum lifa eins og heimamenn, alltaf ódýrasta gistingin, ódýrasti maturinn og ódýrustu ferðirnar. Þannig munum við óhjákvæmilega kynnast einhverju öðru en borð- tennisborði og sundlaug á fimm stjörnu hóteli og höfum fyrir vikið frá einhverju áhugaverðu að segja – vonandi. Áætlunin Fólk gerir iðulega ráð fyrir því að þeir sem ferðast yfir meira en hálfan hnöttinn séu með mjög vel skipulagða ferðaáætlun, eigi til dæmis fyrirfram pantaðar flugferðir milli staða og bókuð gistiheimili á leiðinni. Við viljum hafa þetta öðru- vísi. Við höfum vitanlega lesið um svæðið og þekkjum helstu ferða- mannastaðina. En við viljum ekki paufast einhvern fyrirfram stikaðan veg eða elta fyrirfram bókaðar flug- ferðir. Við viljum hafa tækifæri til að lenda í óundirbúnum ævintýrum og segja já við óvæntum tillögum. Tækifæri til að vera Yes-menn, í því er gamanið fólgið. Þess vegna höfum við ekki skrifað upp nákvæma ferðaáætlun. Það eina sem er neglt er að í dag lendum við í Bangkok í Tælandi og um miðjan ágúst fljúgum við heim frá Kúala Lúmpúr í Malasíu. Við stefnum að því að heimsækja einnig Víetnam, Laos og Kambódíu. Skýr- ari ferðaáætlun er ekki að heilsa. Helstu markmiðin eru að verða ekki leti að bráð, halda sjálfsag- anum og segja já við öllum (góðum) hugmyndum – smá fyrirvari nauð- synlegur, annars lendum við fljótt í mjög vafasömum aðstæðum. Það verður gaman að sjá hvernig okkur reiðir af og hvaða ævintýr bíða hinum megin á hnettinum. Framhald í Fréttatímanum von bráðar ... Já-drengir halda út í heim  coolpackers Á ferð um asÍu Coolpackers er fimm manna teymi sem hyggur á Asíureisu í sumar. Hópinn skipa (frá vinstri) Birkir Blær, Þorkell Helgi, Jón Helgi og Örn Ýmir. Fimmta liðsmanninn, Eystein Hjálmarsson, vantar á myndina. Auða sætið stendur fyrir fjarveru hans. Íslenska vefsíðan Live Project gefur notendum kost á að hlaða inn myndum og myndböndum af völdum viðburðum í rauntíma þannig að hver og einn sem er vopnaður nettengdum farsíma er í raun fréttaritari á vettvangi og getur deilt upplifun sinni með umheiminum. Live Project og Hróarskelduhá- tíðin hafa komist að samkomu- lagi um samstarf og er Live Proj- ect viðurkennd útsendingarsíða hátíðargesta. Öllum sem hátíðina sækja verður kleift að deila mynd- brotum og ljósmyndum í beinni útsendingu á vefsíðunni www. liveproject.me úr símum sínum með Live Project-„appi“. Það er fáanlegt bæði á Android- og iPhone-símum og gerir ferli inn- sendingar afar einfalt og á allra fræi. Vefsíða Live Project er raun- tíma myndbrota- og ljósmynda- síða þar sem öllum er kleift að deila sinni upplifun í beinni út- sendingu. Vefsíðan gerir fólki um allan heim mögulegt að upplifa stemningu hátíðarinnar í beinni útsendingu, með myndskeiðum og ljósmyndum skotnum af öllum þeim sem hana sækja. Tilraun var gerð með liveproj- ect.is á Iceland Airwaves í október og þótti heppnast vel. Innsetn- ingarferlið hefur verið einfaldað síðan þá og ekki alls fyrir löngu nýttu gestir á Reykjavik Fashion Festival sér síðuna til þess að deila því sem þar bar fyrir augu. Ætla má að það sé ekki síður fengur í Live Project fyrir þá sem ekki komast á Hróarskeldu þar sem þeir geta þá fengið stemn- inguna beint í æð í tölvuna. Live Project á Hróarskeldu  Íslensk nettækni strandhögg Í danmörku Hörður Kristbjörnsson ásamt félögum sínum, Daníel Frey Atlasyni og Benedikt Frey Jónssyni, en á myndina vantar fjórða manninn sem stendur að síðunni, Arnar Yngvason. 52 dægurmál Helgin 17.-19. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.