Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 51
Plötuhorn Dr. Gunna
Ég trúi á þig
Bubbi & Sólskuggarnir
Bubbi skilur
köttinn sinn
Tónlist Bubba er svo
nálægt kvikunni að það
hefur alltaf verið hægt
að heyra hvernig honum
er innanbrjósts þegar
hann gerir plöturnar
sínar. Nú er hann glaður
og að mestu sáttur
við umhverfi sitt: „Ég
köttinn minn skil,“
syngur hann í París,
einu af heimilislegu
lögum plötunnar. Þau
eru allnokkur svoleiðis,
notaleg „feelgood“
sumarlög í sannfærandi
soul-búningi þeirra fag-
manna sem spila með:
Benzín-bræður Börkur
og Daði þar fremstir
í flokki ásamt súper
soulsöngkonunni Krist-
jönu Stefáns. Það er þó
ekki eintómt sólskin því
bláminn læðist víða inn í
hrynheitum soul-ballöð-
unum. Þótt undarlegt
megi virðast með
allan þennan lagabálk í
farteskinu getur Bubbi
ennþá fundið ferska
vinkla á afköstin. Soul-
herðasláin fer honum vel
og Bubbi hefur líklega
aldrei sungið betur en á
þessari sallafínu plötu.
Pink Boats
Vigri
Allir í bleiku
bátana!
Ekki veit ég hvað þetta
togara-blæti í hljóm-
sveitinni Vigra á að
fyrirstilla. Hljómsveitin
spilar að minnsta
kosti ekki brimsölt
sjómannalög, heldur
sandblásið og seig-
fljótandi draumarokk
og allir í hljómsveitinni
eru eflaust með lokuð
augun þegar tilfinn-
ingarík tónlistin er flutt
– enda full ástæða til að
vera í fílingi. Bræðurnir
Bjarki og Hans Pjeturs-
synir fara fyrir vel
spilandi hljómsveitinni
og tónlistinni má lýsa
sem bræðingi af Sigur
Rós, Coldplay og alt-
kántrí dóti eins og Bon
Iver og Fleet Foxes.
Þeir syngja að mestu
á ensku og stundum
með krúttlega ýktum
hreim. Platan er mjög
sannfærandi frumsmíð
sem nostrað hefur verið
við; lögin mis sterk, en
mörg alveg frábær. Ég
hef fulla trú á að þessir
strákar eigi mikið inni
enn, en þeir mættu
samt minnka aðeins
hátíðleikann næst.
Gas - Góðir alþýðusöngvar
Lögreglukórinn
Blúsaðar
löggur
Þetta er þriðja plata
Lögreglukórsins. Hér er
vandað til verka, leik-
menn úr popplandsliðinu
leggja kórnum lið í bandi
sem Samúel J. Samúels-
son og Ómar Guðjónsson
fara fyrir. Kórinn sjálfur
er oftast í aukahlutverki,
kyrjar karlmannlega
í bakgrunni og styður
við á áherslupunktum á
meðan sjö gestasöngv-
arar syngja aðalrödd
– fólk eins og Sigtryggur
Baldursson, Jónas
Sigurðsson og Sigríður
Thorlacius. Kórinn er
einn og óvaldaður í
fjórum lögum af ellefu
og stendur sig vel. Laga-
valið tekur mið af meintri
kreppu. Lögin koma frá
Bergþóru Árnadóttur,
Bubba, KK, Herði Torfa
og fleirum og hér er
sungið um óréttlæti,
fordóma og manns-
vonsku; kjarabaráttu,
smáborgarahátt og
lífið í sollinum – blúsað
innihald á köflum, en
engum þyngslum er fyrir
að fara í nettum og á
stundum reggívæddum
útsetningunum.
Helgin 17.-19. júní 2011
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum N1 um land allt
HELGARBLAÐ
fyrir ómetanlegt starf í þágu gull-
smíðagreinarinnar.
María Kristín fæddist 1977
og er fulltrúi kynslóðar sem
hefur tileinkað sér meira frelsi í
verkefna- og efnisvali. Efniviður
hennar er band sem formað er
í skartgripi með aðferðum sem
þekktar eru úr hnýtingum, auk
aðferða sem hún hefur sjálf þróað
til þess að ná fram þeim formum
sem hún sækist eftir.
Hálsmen eftir Maríu Krist-
ínu. Sýningin á verkum
hennar og Dóru Guðbjartar
stendur til 10. september.
Mynd/Oddvar
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum N1 um land allt
HELGARBLAÐ