Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 10
Toppkiljur Skáldverk, ljóð 08.–14.06.11 Skáldverk, ljóð 08.–14.06.11 Skáldverk, ljóð 08.–14.06.11 Skáldverk, ljóð 08.–14.06.11 Styrkur til barna í Norður-Úganda Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fengið 10 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu fyrir menntunar- og uppbyggingarstarf sitt í Pader og Agogo-héruðum í Norður-Úganda. Samtökin hófu stuðning og þátttöku við uppbyggingu menntunarstarfs í Norður-Úganda í lok árs 2007, að því er fram kemur í tilkynningu. Styrkurinn nú mun, segir enn fremur, tryggja áframhaldandi aðstoð við börn og fjöl- skyldur sem eru að snúa til heimkynna sinna eftir langvarandi stríðsátök á svæðinu. Sérstök áhersla er lögð á menntun, heilsu og vernd barna, ekki síst stúlkna. -jh Atvinnuleysi 7,4% 0,7% ATVINNULEYSI MINNKAÐI Á MILLI APRÍL OG MAÍ JÚNÍ 2011 VINNUMÁLA­ STOFNUN Atvinnuleysi minnkaði annan mánuðinn í röð í maí, um 0,7 prósentustig frá því í apríl og var 7,4%, að því er fram kemur í tölum Vinnumálastofnunar. Ætla má að um árstíðarsveiflu sé að ræða, að mati Greiningar Íslandsbanka. Þetta er í neðri mörkum þess sem Vinnumálastofnun hafði reiknað með fyrir um mánuði, en stofnunin hafði þá áætlað að það yrði á bilinu 7,4%-7,8%. Að meðaltali voru 12.553 manns án atvinnu í maí og fækkaði þeim um 709 manns milli mánaða. Í sama mánuði árið 2010 voru að meðaltali 13.875 manns án atvinnu, eða um 8,3% af vinnuafli. Í lok maí voru 13.296 einstaklingar atvinnulausir og höfðu 60% þeirra verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Er þetta nokkuð hærra hlutfall en mælst hefur að undanförnu. Yfirleitt batnar atvinnuástandið á milli maí og júní, vegna árstíðaráhrifa. Á síðastliðnu ári fór atvinnuleysi úr 8,3% í 7,6% á milli maí og júní. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysi nú í júní verði á bilinu 6,7% -7,1%. Það gæti því farið niður fyrir 7%, í fyrsta skipti frá því í janúar 2009. -jh H eitið biskup á taflborði er grund-vallaratriði í kenningu Guðmundar G. Þórarinssonar, fyrrum forseta Skáksambands Íslands, um að hinir fornu Lewis-taflmenn séu hugsanlega íslenskir að uppruna, skornir út úr rostungstönnum í Skálholti í lok 11. aldar, en ekki norskir, frá Þrándheimi. Þessir merkilegu skák- og listmunir fundust grafnir í sand í Uig á eyj- unni Lewis árið 1831. Þeir eru taldir meðal fimm merkustu gersema í eigu breska þjóðminjasafnsins og einnig þess skoska, þar sem 11 af 93 eru varðveittir. Í kenningu Guðmundar kemur fram að munirnir hafi hugsanlega verið skornir út af Margréti hinni högu og fleiri undir handarjaðri Páls biskups Jónssonar. Í ár er 800 ára ártíð Páls (1155-1211) en stein- kista hans fannst við uppgröft í Skálholti árið 1954. Hinn 19. ágúst verður haldið málþing í Skálholti um mögulegan upp- runa sögualdartaflmannanna sem kenndir hafa verið við Lewis eða Ljóðshús í Suður- eyjum, vestur af Skotlandi (Hebrides- eyjar). Kenning Kristjáns Eldjárns, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta, er að Margrét hin haga hafi skorið út biskupsstaf Páls Jónssonar sem fannst í kistu hans. Mar- grét var kona Þórðar prests í Skálholti í biskupstíð Páls. „Svipmót Lewis-taflmannanna bendir til þess að þeir séu af norrænum uppruna, hrókarnir í berserkslíki og riddarinn á smáhesti og ekki hvað síst biskupinn, sem þar kemur til skjalanna í fyrsta sinn á skákborðinu, svo vitað sé, sem bendir til þess að þeir séu gerðir á biskupsstóli. Auk þess sem mörg önnur, bæði söguleg og málfræðileg rök hníga til þess að þeir séu íslenskir að uppruna,“ segir m.a. í tilkynn- ingu um málþingið. Til frekari stuðnings má nefna að nafn fundarstaðarins, Uig, er dregið af íslenska orðinu vík og þar skammt undan er staður- inn Islivik sem gæti verið dregið af nafninu Íslendingavík. Á málþinginu munu James Robinson, safnvörður frá breska þjóðminjasafninu, og dr. David H. Caldvell frá skoska þjóðminja- safninu, flytja erindi um líklegan uppruna taflmannanna, auk Guðmundar G. Þórar- inssonar og fleiri íslenskra fræðimanna. Málþingið fer fram á ensku og hefst kl. 10. Það er öllum opið. Einar S. Einarsson, fyrrverandi forseti Skáksambandsins, hefur aðstoðað Guð- mund við kynningu kenningarinnar um íslenskan uppruna taflmannanna. Einar segir að Guðmundur hafi sett hana fram árið 2009 en ytra hafi hún verið kynnt í fyrra. „Ég kom þessu síðan í New York Times,“ segir Einar og bendir á að koma  Málþing UpprUni frægra gripa ræddUr á Málþingi í SkálHolti Kenning um að hinir fornu Lewis-taflmenn séu íslensk listasmíð Biskupsheitið er grundvallaratriði í kenningu Guðmundar G. Þórarinssonar sem leiðir líkur að því að Margrét hin haga hafi skorið út taflmennina úr rostungstönnum í tíð Páls biskups Jónssonar í lok 11. aldar. Teikning eftir hugmynd af Margréti hinni högu, fyrstu nafnkunnu myndlistarkonu Íslands, gerð af myndlistarkonunni Svölu Sóleygu Jónsdóttur. Líkur benda til að Margrét hin haga hafi tálgað hina frægu taflmenn úr rostungstönnum. Teikning Svala Sóleyg Jónsdóttir. sérfræðinganna bendi til þess að þeir telji kenningu Guðmundar ekki ólíkegri en aðrar. Einar segir tengingu taflmannanna við Þrándheim helgast af því að þar hafi fundist brot af taflmanni en í Noregi heiti biskup á taflborði hlaupari. Því sé undar- legt að Norðmenn tálgi hann í biskups- líki. Biskupsheitið sé hins vegar í enskri tungu fyrir íslensk áhrif. Einar segir að norrænuprófessorinn Jón G. Friðjónsson styðji kenningu Guð- mundar um að biskupsheiti taflmanns eigi sér uppruna hér á landi en í smiðju hans hefur Guðmundur leitað. Sama gildir um Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörð. Einar bætir við að Páll biskup hafi verið konungborinn maður, en afi hans var Magnús berfætti Noregs- konungur. Skálholtsbiskupi hafi því þótt eðlilegt að biskup stæði næstur konungi á taflborðinu. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Gripirnir er taldir meðal fimm merkustu gripa breska þjóðminja- safnsins. Einar S. Einarsson og Guðmundur G. Þórarinsson fyrir framan mynd af einum hinna frægu taflmanna. Samkvæmt kenn- ingu Guðmundar eru taflmennirnir íslensk listasmíð frá síðasta hluta 12. aldar. 10 fréttir Helgin 17.-19. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.