Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 39
Sumarfríin eru fram undan, jafn-
vel ferðir á fjarlægar slóðir. Við þær
aðstæður slaknar gjarna á aðhaldi í
mat. Freistingarnar eru margar og
erfitt að gera sér grein fyrir innihaldi
fæðunnar, sem oftar en ekki er fitandi.
Einn ís verður fljótlega að fimm.
Lise Bolting hjá SlankeDoktor gefur
ferðamönnum ráð í Jótlandspóstinum.
Hún bendir fólki á að hafa t.d. hnetu-
pakka við höndina þannig að nartað
sé í hollustu í stað þess að freistast til
ískaupa. Þá er skynsamlegt, segir Lise,
að hafa með sér í ferðalagið trefjaríkt
hrökkbrauð, smurost og hafragrjón að
heiman. Tilvalið sé að fá sér slíkt milli
mála í staðinn fyrir ís og kökur. Það er
því gamli góði hafragrauturinn sem
gildir, jafnvel þótt menn séu komnir á
sólarströnd.
Lise segir síðan að ferðafólkið eigi að
sleppa frönsku kartöflunum og panti
menn sér salatdisk eigi að fara fram á
það við þjóninn að olían sé borin fram
sérstaklega.
Loks má ekki gleyma göngutúrnum
eftir ströndinni. 0g að minnsta kosti
500 metra sundtúr í lauginni. -jh
Hafragrautur
á sólarströnd
Í náttúruhamförum standa Íslendingar
saman. Grímsvatnagos olli íbúum á
gossvæðinu miklum erfiðleikum og tjóni,
því stendur fjársöfnun yfir til styrktar
íbúum þar sem tryggingum sleppir.
Söfnunin stendur út júnímánuð.
Stofnaður hefur verið reikningur í útibúi Arion-banka
á Kirkjubæjarklaustri fyrir söfnunina. Miðað er við
upphæðir frá fyrirtækjum á bilinu frá 100 þúsund
krónum til einnar milljónar en frjáls framlög almennings.
Samtök atvinnulífsins og verkefnisstjórn söfnunarinnar
hvetja almenning, fyrirtæki og félagasamtök til að
bregðast vel við þessu brýna verkefni.
Reikningsnúmer söfnunarinnar er: 317-26-2200
Kt.: 470788 1199
Sýnum
stuðning
í verki
V E R K E F N I S S T J Ó R N
S Ö F N U N A R I N N A R
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is