Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 32
Keppt við ofurefli F Foreldrar ungra barna þurfa stundum á gæslu þeirra að halda. Þá eru afi og amma nærtækust, aðallega amma. Afinn er frekar í aukahlutverki, stuðningsaðili, ef svo má segja. Gæslustarf þetta er gefandi. Barnabörnin eru hænd að gamla settinu og vilja gista, þ.e. þau sem hafa aldur og skilning til, enda dekrað dálítið við þau. Korna- börn hafa minna um málið að segja. Á þetta reyndi um liðna hvítasunnuhelgi. Sonur okkar og tengdadóttir brugðu sér af landi brott svo að tvöföldun varð á heimilinu; við bættust sex ára stúlka og tíu mánaða drengur. Þau voru prúð og góð í vistinni. Fyrir stúlkunni þurfti lítið að hafa annað en lána henni sippu- band og hlaupahjól. Umönnun smábarnsins var að vonum viðameiri en drengurinn launaði það allt með fallegu brosi og almennum yndisleika. Þar reyndi meira á ömmu, nema laugardags- kvöldið fyrir hvítasunnu. Sú sama amma hafði fyrir löngu ákveðið að fara á tónleika Páls Ósk- ars í Hörpu með dóttur okkar og tengdasyni. Þau eiga tveggja ára dreng sem kom þá einnig í okkar hlut, eða öllu heldur minn. Afinn sá því fram á að gæta þriggja barna, þar af tveggja lítilla. Hvern hlut verður að segja eins og hann er. Þetta var talsverð áskorun og raunar meiri en afinn hafði áður staðið frammi fyrir. Þótt hann sé fjögurra barna faðir er aldursmunur þeirra með þeim hætti að aðeins var eitt smábarn í senn. Spurningin var því hve mikið mætti leggja á einn afa. Ég tel mig ráða vel við eitt smábarn og bærilega þótt annað stálpað bætist við, þ.e. ef aðeins er miðað við eitt kvöld og undirbúningur góður. Börnum sem komin eru á legg má stilla upp fyrir framan barnaefni í sjónvarpi þar til þau lognast út af í sófanum. Þá má bera þau inn í rúm. Það er kannski ekki besta uppeldisaðferð í heimi en þau fara sér að minnsta kosti ekki að voða á meðan. Þetta á hins vegar tæpast við um tveggja ára dreng og alls ekki um annan tíu mánaða – hvað þá báða í einu. Mér datt því í hug að fá pössun fyrir börnin og stakk því að ömmu. Langt er síðan ég þurfti síðast að hugleiða pössun fyrir börn, enda yngsta afkvæmi okkar hjóna 22 ára gamalt. „Hvaða vesaldómur er þetta í þér góði minn, þú klárar þig alveg af því að gæta þriggja barna eina kvöldstund, sagði konan og skaut pössunar- hugmyndina niður. „Þú manst bara að skipta um bleiu og sjá til þess að drengirnir séu báðir saddir og sælir áður en þú lætur þá fara að sofa. Svo leggið þið ykkur bara fyrir framan sjón- varpið,“ bætti hún við og átti við mig og sex ára afastelpuna. Ég hafði minnstar áhyggjur af henni. Þar voru ofar í huga guttarnir tveir sem sofna áttu á til- teknum tíma, sinn í hvoru herberginu. Ég ákvað að taka örlögum mínum og nefndi ekki að ég sæi fram á að þurfa að ganga með strákana sinn á hvorum handleggnum þar til tónleikunum lyki. Í huganum ímyndaði ég mér að þeir grétu ýmist saman eða sundur og héldu vöku hvor fyrir öðrum þar til amma kæmi og leysti málin af fumleysi og öryggi. Við vinkuðum bless, ég og börnin. Ég hafði fyrirmæli um matar- og mjólkurgjöf. Það hvarfl- aði að mér að skrifa þau niður en sá ekki fram á að ég hefði tíma til að lesa leiðbeiningarnar þegar út í alvöruna væri komið. Því leiddi ég tveggja ára drenginn inn, með þann tíu mánaða á handleggnum. Stúlkan trítlaði á eftir. „Afi,“ sagði hún, „settu disk í.“ Um leið áttaði ég mig á mistökum mínum. Það apparat hefði átt að vera í gangi. Ég er tækniheftur og hef aldrei náð almennilegum tökum á þeim fjölda fjarstýringa sem fylgja sjónvarpstækjum og geislaspilurum nútímans. Í huganum minntist ég sæludaga fortíðar þegar takki á sjónvarpinu var allt sem ýta þurfti á. Staðan var önnur nú, þar sem ég stóð með börnin þrjú framan við tækin. Þar þvældust fyrir mér fjórar eða fimm fjarstýringar. Ein var til þess að ræsa sjálft sjón- varpstækið. Ég kunni á hana. Önnur var til þess að skipta um rásir. Við hana réð ég líka. Síðan bættust við fleiri í tengslum við geislaspilarann. Þar var komið að veikari punktum því þær ber að brúka til þess að stilla inn myndir. Fram til þessa hafði ég ávallt kallað á hjálp annarra þegar kom að þessum stillingum vegna sýninga barnamynda. Nú var enga slíka hjálp að hafa. Stúlkan rétti mér Söngvaborg, disk númer fimm. „Horfum á þessa, afi,“ sagði hún, vön tæknifimum foreldrum. „Masi,“ sagði tveggja ára drengurinn og þekkti greinilega allar helstu persónur Söngvaborgar. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Nú var að duga eða drepast. Ég greip þrjár fjarstýringar og ýtti á alla þá takka sem mér fannst mögulega koma til greina. Mér til undrunar og ótrúlegs léttis birtust Sigga Beinteins og téður Masi á skjánum. Það var stund milli stríða. Stúlkan söng með og eldri drengurinn sat kyrr, að minnsta kosti um hríð. Tóm gafst til að gefa ung- barninu og undirbúa svefn þess. Samkvæmt munnlegum fyrirmælum átti eldri drengurinn að sofna um klukkustund fyrr en sá yngri. Hvorugur fylgdi þeim. Ég sá eftir að hafa ekki fengið þau skrifleg til öryggis enda var ég alls ekki viss um að hafa farið rétt að þegar sá eldri vildi heldur horfa á Masa en fara að sofa og sá yngri hágrét þegar ég lagði hann á kodd- ann. Ég tók hann því upp aftur þótt það væri alls ekki eftir uppskriftinni. Hvað getur einn afi gert þegar eitt barn grætur sárt og annað vill heldur horfa á appelsínugula fituklessu en fara að sofa? „Sko minn,“ sagði frúin þegar hún kom heim skömmu fyrir miðnættið og fann mig dottandi fyrir framan sjónvarpið með afastúlkuna sofandi við hlið mér. Drengirnir sváfu hvor á sínum stað, höfðu dottið út af, löngu á eftir áætlun. „Þetta var þá ekki mikið mál eftir allt saman,“ sagði hún og vék síðan ekki frekar að börnunum eða frammistöðu afans. Annað var henni ofar í huga. „Páll Óskar var æðislegur,“ sagði hún, „og Harpan er líka æðisleg.“ Hún var enn ekki kom- in niður á jörðina eftir gleðistundina í glerhöll- inni. Ég ákvað að keppa ekki við stórstjörnuna og sleppti því frásögnum af Masa og brengluð- um svefntíma smábarna. „Hann var æði,“ sagði konan aftur – og átti við Pál Óskar en ekki afann.T ei kn in g/ Jó n Ó sk ar Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i 5 6 5 1 2 1 3 Hotel Viking Dansleikir í Fjörukránni 16.- 19. júní Dans á Rósum Kl. 00:15 - 03:00 Bjartmar Guðlaugsson Kl. 23:30 laugardagskv. 18. júní fimmtudagskv. 16. júní sunnudagskv. 19. júní Ólafur Árni Bjarnason Trúbador og víkingur Ólafur Árni Bjarnason Kl. 00:30 - 03:00 Kl. 23:00 - 02:00 Rúnar - Gylfi - Megas halda uppi gleðinni föstudagskv. 17. júní Kl. 22:30 - 03:00 Rokkhljómsveitin Vintage Caravan 23.00 - 00.00 1 1 -0 5 6 8 / H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ...hvert er þitt eftirlæti? ...endilega fáið ykkur Hrísmjólkin frá MS fæst í þremur ljúffengum bragðtegundum; rifsberja- og hindberja, karamellu- og gömlu góðu kanilsósunni. ms.is 32 viðhorf Helgin 17.-19. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.