Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 26
upp í, en pabbi er kominn með Alzheimer. Mamma hefur ekki viljað láta hann fara á stofnun; ekki frekar en þroskahefta bróður minn sem bjó heima þangað til hann keypti sér eigin íbúð. Hann er mjög duglegur við að hringja á útvarpsstöðvarnar, til dæmis í Simma og Jóa, að leita sér að konu! Hann er afskaplega einmana og ég myndi vilja sjá hann á sambýli innan um aðra. Við bjuggum beint á móti Skálatúni, og þar starfaði ég mikið sem unglingur, en bróðir minn óttað- ist alltaf að hann færi á slíkan stað.“ Kokkur á sjó með ælupokann við hliðina á eldavélinni! Þegar Íris var á nítjánda ári réð hún sig sem kokk á bát. „Sonur skipstjórans varð alveg brjálaður, sagði að það væri óheillamerki að hafa konu um borð og ég myndi bara liggja ælandi í koju. En ég hafði bara poka við hlið- ina á eldavélinni, ældi í hann og eldaði lúxus- mat handa sjómönnunum. Einu sinni þegar við vorum að skemmta okkur saman sagði sonur skipstjórans mér að mamma hans væri æðislegur kokkur, en albesti matur sem hann hefði smakkað á ævinni væri ind- verskur pottréttur sem ég hefði búið til. Ég var stolt að heyra þetta! Svo varð ég bara ein af strákunum. Mig langaði svo að fara upp á dekk að vinna og fékk það. Við systir mín höfðum unnið á kjúklingabúi í Mosfellsbæ og vorum rosalega handfljótar og það kom sér vel þarna uppi á dekki! Ég vann á mínum hraða og skipstjórinn sagðist aldrei hafa séð annan eins handagang í öskjunni og þegar ég fór upp á dekk.“ Íris Hera segist hafa lent í því mörgum sinnum að verða öreigi. „Ég skrifaði upp á fyrir fólk sem ég þekkti lítið sem ekki neitt og allt féll á mig,“ segir hún og hlær að sjálfri sér. „Ég treysti öllum. Þegar ég ákvað að setja upp Kryddlegin hjörtu hitti ég erlenda konu í Laugum sem sagði mér að hún væri arkitekt. Mér leist svona ljómandi vel á hana, borgaði henni fúlgur – og svo kom í ljós að hún var enginn arkitekt! Ég var með húsnæðið á Skúlagötunni galtómt í sex vikur og þegar teikningarnar frá henni komu, reyndust þær ónothæfar. Ég hringdi í Arkitektafélagið og athugaði með hana og hún er enginn arkitekt, heldur hafði búið með arkitekt í nokkur ár. Ég vil vara fólk við þessari konu. Hún tók af mér tíma og peninga og er ennþá að ljúga því að hún sé arkitekt.“ Vendipunktur í lífinu Í fjögur ár var Íris alvarlega veik í baki – og er enn. „Ég var handónýt og rúmlega það þegar ég sá myndina Secret. Ég vildi láta skoða bakið betur og krafðist þess að fara í segulómun. Þá kom í ljós að það var blaðra milli hryggjarliða, mjög nálægt mænunni, og ég hefði getað lamast. Það sem varð vendipunktur í lífi mínu var að fara á nám- skeið hjá Anthony Robbins í Bretlandi fjórum sinnum og þar lærði ég að hætta að óttast. Vandamál eru verkefni sem maður hefur ekki æft sig í að leysa, en ég lærði það og ákvað svo að láta tuttugu ára draum minn um að opna eigin veitingastað rætast þrátt fyrir veikindi.“ Og hún opnaði veitingahúsið Kryddlegin hjörtu á afmælisdegi Dagbjartar dóttur sinn- ar, 29. ágúst 2008. „Ég var samt ennþá með gamla kerfið í gangi í hausnum: Ætli fólki líki maturinn minn eða ætti ég að ráða kokk? Rúmum mánuði síðar hrundi allt og Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Ég hafði því ekkert um annað að velja en standa vakt- ina sextán tíma á dag. Þá var ég með opið frá hálf tólf til þrjú en nú er opið til níu á kvöldin. Ég mæti átta á morgnana og elda allan mat- inn, fjórar tegundir af súpu og salatbar. Þegar hún opnaði Kryddlegin hjörtu var það vegna þess að hún sá að hún hafði allt lífið verið að gefa öðrum tækifæri, en aldrei sjálfri sér: „Ég baka öll brauðin sjálf og útbý súp- urnar og salatið, en er auðvitað með starfs- fólk í vinnu. Vissulega er ég nú komin með marga fastakúnna og ég auglýsi „stað með sjálfsvirðingu“, því mér finnst viðskipta- vinirnir mínir með svo mikla sjálfsvirðingu. Þetta er fólk sem er meðvitað um hvað það lætur ofan í sig. Einu sinni komu hjón til mín með lítinn dreng sem var að koma úr merg- skiptum. Honum hafði ekki verið hugað líf. Hann sagði mér frá þessu öllu og ég laðaðist svo að drengnum. Ég sagði honum að ég hefði líka verið mikið veik og séð mig þá í huganum vera að hlaupa, vera að gera hluti sem ég gat ekki gert þá og það hefði hjálpað mér mjög mikið. Þá horfði þessi litli drengur í augun á mér og sagði: „Ég sé mig alltaf í huganum vera orðinn fullorðinn.“ Ég hringdi í Styrmi Gunnarsson, sem þá var rit- stjóri Morgunblaðsins, sagði honum þessa sögu og stakk upp á því að blaðið birti mynd- ir af þeim sem þyrftu á bænum að halda. Fólk myndi horfa á myndina á ákveðnum tíma dags – allir á sama tíma – og senda bænir og styrk til þeirra sem þyrftu á að halda. Mér finnst liggja svo mikil neikvæðni hér í loftinu og það eina sem þarf er að fólk standi saman, biðji hvert fyrir öðru og hugsi fallega til annarra. Hugsaðu þér ef hundruð eða þúsundir biðja fyrir sömu manneskjunni á sama tíma – þá verður kraftaverk, ég er sannfærð um það. Við erum öll neisti af Guði og ef við leggjum orkuna saman á jákvæðan hátt verðum við stærri hluti af Guði. Í fram- haldi af þessu gekk ég í bænahóp og ég bið alltaf fyrir fólki sem ég held að ég geti hjálpað. Ef við fengjum þessa orku inn í samfélagið myndi allt breytast hér. Kannski Fréttatíminn taki þetta upp!“ Einn draumur sem á eftir að rætast „Ég hef farið í gegnum verri kreppu en margir sem ég þekki. Ég lifði á tímabili á tólf þúsund krónum á mánuði og margir af réttunum mínum urðu til í neyð. Ég hætti að borða kjöt í fimm ár, og það má eigin- lega segja að margar af súpunum mínum séu byggðar á uppskrift að nokkurs konar naglasúpu sem ég bjó til úr afgöngum úr ís- skápnum! Ef fólk gæfi sér tíma til að kaupa lífrænt og sjóða niður baunirnar held ég að því liði miklu betur. Mig hefur oft langað til að kenna fólki hvernig það geti borðað hollt, gott og ódýrt og nú langar mig að búa til þátt á Facebook þar sem ég kenni fólki hvað það á að kaupa og hvernig á að elda ódýran og hollan mat sem gerir því gott. Ég hef ekki breytt verðinu á matnum hjá mér í ellefu mánuði því ég skynja sársaukastig budd- unnar sem fólkið er með. Útlendingar sem koma til mín segja að ég geti opnað svona stað hvar sem er í heiminum – ef ég gæti boðið upp á svona hlaðborð fyrir tíu evrur í stórborgum yrði alltaf fullt hjá mér. Frábær maður sem átti flugfélag í Svíþjóð sendi mér tölvupóst og bað mig að opna svona stað annaðhvort í Stokkhólmi eða á Rhodos. Það getur vel verið að ég geri það einhvern dag- inn en fyrst þarf ég að ná betri heilsu. Ég er nefnilega með brjósklos og til að geta opnað svona stað í nýjum borgum þarf ég að vera sterk. En þrátt fyrir allt er ég rík. Ég á tvær yndislegar dætur og þrjá dóttursyni. Dag- björt á Mána, sem er sex ára, gullfallegur og blandaður því pabbi hans er frá Gana, og Máni var valinn í að vera Latabæjarstjarna. Brynja á Júlíus Jökul og Elías Jökul. Ég tek bara einn dag í einu og trúi á bænina, fyrir- gefninguna og æðruleysi.“ Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Sumarið er tíminn Taktu til hendinni í garðinum! BM Vallá ehf. Bíldshöfða 7 110 Reykjavík Komdu til okkar og fáðu hugmyndir fyrir garðinn þinn. Sími: 412 5050 sala@bmvalla.is Opið mán.–fös. 8-18 b m va ll a .is Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslags arkitekt okkar, veitir viðskiptavinum ókeypis ráðgjöf og aðstoð við mótun hugmynda og útfærslu. Ráðgjöfin ásamt tölvuteikningu er þér að kostnaðarlausu. Hafðu samband við sölufulltrúa okkar og pantaðu tíma. Happdrætti Allir sem nýta sér landslagsráðgjöf og kaupa í kjölfarið efni til framkvæmda hjá BM Vallá fara í pott og geta unnið ferð til London fyrir tvo. Gildir út árið 2011. P IP A R \TB W A • S ÍA • 11 1240 Blessar matinn sem hún býr til „Allur matur er lifandi og er með árur. Ég hafði séð grein fyrir tuttugu árum um gulrót sem hafði verið tekin úr mold, pakkað inn í plast og sett í verslun. Þar var tekin mynd af henni þar sem árurnar voru að deyja út. Hún var þvegin og blessuð og tekin mynd aftur. Þá glóði allt í kringum hana. Við þurfum að veita matnum athygli, ást, virðingu og umhyggju. Ég blessa allan mat sem ég snerti því við erum öll með krafta Jesú. Allir menn hafa þá náðargáfu að snerta og blessa. Maður á alltaf að blessa vatnið sem maður drekkur. Ég set salat í vatn með ísmolum, örlítið af matarediki og rósarkvars-stein. Ef maður setur tappa af matarediki á móti hverjum lítra af vatni, þá er það besta hreinsiefni sem hægt er að fá. Það er hægt að hreinsa alla hluti með þessari aðferð; þvo gólf, glugga og annað. Ég set mataredik og vatn á brúsa og sprauta yfir kristalsljósakrónur og óhreinindin renna af. Edik er alveg magnað og er algjörlega náttúrulegt.“ 26 viðtal Helgin 17.-19. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.